Velferðarráð - 1347
- Kl. 14:00 - 17:00
- Fjarfundur
- Fundur nr. 1347
Nefndarmenn
- Heimir Haraldssonformaður
- Guðrún Karitas Garðarsdóttir
- Gunnfríður Elín Hreiðarsdóttir
- Hermann Ingi Arason
- Lára Halldóra Eiríksdóttir
- Sigrún Elva Briemáheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
- Guðrún Ólafía Sigurðardóttirsviðsstjóri velferðarsviðs
- Kristín Birna Kristjánsdóttirfundarritari
Stjórnsýslubreytingar 2021 - samþykktir ráða og kynningar
Málsnúmer 2022010176Farið yfir samþykkt fyrir velferðarráð sem samþykkt var í bæjarstjórn 14. desember 2021 og greinargerð vegna stjórnsýslubreytinga.
Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri, Hulda Sif Hermannsdóttir aðstoðarmaður bæjarstjóra og Inga Þöll Þórgnýsdóttir bæjarlögmaður sátu fundinn undir þessum lið.Samþætting þjónustu barna
Málsnúmer 2021110226Helga Vilhjálmsdóttir forstöðumaður skólaþjónustu og verkefnastjóri samþættingar þjónustu við börn gerði grein fyrir stöðu varðandi innleiðingu á lögum um samþætta þjónustu barna.
Heimaþjónusta B - aukin verkefni
Málsnúmer 2022010381Lagt fram erindi dagsett 6. janúar 2022 frá Elfu Björk Gylfadóttur forstöðumanni heimaþjónustu B þar sem gerð er grein fyrir auknum verkefnum nú í upphafi árs sem ekki er hægt að bregðast við miðað við óbreyttan mannafla.
Velferðarráð felur Guðrúnu Sigurðardóttur sviðsstjóra velferðarsviðs að vinna málið áfram.
NPA - tímagjald 2022
Málsnúmer 2021120903Lögð er fram tillaga um breytingu á tímagjaldi í NPA fyrir árið 2022.
Kolbeinn Aðalsteinsson forstöðumaður skrifstofu velferðarsviðs sat fundinn undir þessum lið.Velferðarráð samþykkir hækkun á tímagjaldi NPA um 6,7% fyrir árið 2022. Tímagjaldið verður kr. 5.324.
Barnaverndarlög - breytingar
Málsnúmer 2022010395Farið yfir breytingar á barnaverndarlögum og hvaða verkefni þær fela í sér.
Vilborg Þórarinsdóttir forstöðumaður barnaverndar sat fundinn undir þessum lið.