Bæjarráð - 3463
- Kl. 08:30 - 12:38
- Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi
- Fundur nr. 3463
Nefndarmenn
- Guðmundur Baldvin Guðmundssonformaður
- Matthías Rögnvaldsson
- Sigríður Huld Jónsdóttir
- Gunnar Gíslason
- Margrét Kristín Helgadóttir
- Sóley Björk Stefánsdóttiráheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
- Dagný Magnea Harðardóttirskrifstofustjóri Ráðhúss ritaði fundargerð
Fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar 2016-2019
Málsnúmer 2015040196Lögð fram tillaga að fjárhagsrömmum ársins 2016.
Jón Bragi Gunnarsson hagsýslustjóri og Dan Jens Brynjarsson fjármálastjóri sátu fundinn undir þessum lið.Bæjarráð samþykkir framlagða tillögu að fjárhagsrömmum ársins 2016.
Fjárhagsáætlun 2015 - framkvæmdadeild
Málsnúmer 20140800672. liður í fundargerð framkvæmdaráðs dagsett 12. júní 2015:
Farið yfir hönnun á Drottningarbrautarstíg og stöðuna á þeim framkvæmdum ásamt hreinsun gatna.
Framkvæmdaráð óskar eftir því við bæjarráð að viðauki verði gerður við málaflokkinn 111-5100 hreinsun gatna að upphæð samtals 9,5 mkr. Viðaukinn er nauðsynlegur til að hægt sé að sópa allan bæinn á viðunandi hátt.
Jón Bragi Gunnarsson hagsýslustjóri og Dan Jens Brynjarsson fjármálastjóri sátu fundinn undir þessum lið.Bæjarráð samþykkir framlagðan viðauka.
Tónræktin - styrkbeiðni 2015
Málsnúmer 2015050153Tekið fyrir að nýju, bæjarráð fól bæjarstjóra að ræða við bréfritara og afla frekari gagna á fundi sínum þann 4. júní sl.
Jón Bragi Gunnarsson hagsýslustjóri og Dan Jens Brynjarsson fjármálastjóri sátu fundinn undir þessum lið.Bæjarráð samþykkir styrk sem nemur 2 mkr. og samþykkir framlagðan viðauka vegna hans.
Jafnframt samþykkir bæjarráð að fram fari vinna við að móta framtíðarsýn vegna fjárframlaga til listnáms.Unglingalandsmót UMFÍ á Akureyri 2015
Málsnúmer 2013010129Lagður fram viðauki.
Jón Bragi Gunnarsson hagsýslustjóri og Dan Jens Brynjarsson fjármálastjóri sátu fundinn undir þessum lið.Bæjarráð samþykkir framlagðan viðauka.
Rekstur - staða mála - skóladeild
Málsnúmer 2015040014Soffía Vagnsdóttir fræðslustjóri og Árni Konráð Bjarnason rekstrarstjóri mættu á fund bæjarráðs undir þessum lið og fóru yfir rekstrarstöðu janúar-apríl og horfur í málaflokknum.
Einnig sátu Dan Jens Brynjarsson fjármálastjóri og Jón Bragi Gunnarsson hagsýslustjóri fund bæjarráðs undir þessum lið.Öldungaráð
Málsnúmer 20140401481. liður í fundargerð samfélags- og mannréttindaráðs dagsett 11. júní 2015:
Unnið hefur verið að stofnun og samþykkt um öldungaráð á Akureyri í samstarfi við Félag eldri borgara.
Framkvæmdastjóri samfélags- og mannréttindadeildar lagði fram drög að samþykkt. Stjórn félags eldri borgara er þeim samþykk.
Samfélags- og mannréttindaráð samþykkir drögin fyrir sitt leyti og vísar þeim til bæjarráðs.
Sigríður Stefánsdóttir framkvæmdastjóri samfélags- og mannréttindadeildar sat fundinn undir þessum lið.Bæjarráð frestar afgreiðslu.
Hverfisráð Hríseyjar - fundargerð
Málsnúmer 2010020035Lögð fram 92. fundargerð hverfisráðs Hríseyjar dagsett 8. júní 2015. Fundargerðina má finna á netslóðinni: http://www.akureyri.is/is/stjornkerfid/hverfisnefndir/hrisey/fundargerdir
Bæjarráð vísar 3. lið til framkvæmdadeildar, 1., 2., 4. og 5. liður eru lagðir fram til kynningar í bæjarráði.
Hverfisnefnd Oddeyrar - fundargerð
Málsnúmer 2015010103Lögð fram fundargerð 61. fundar hverfisnefndar Oddeyrar dagsett 10. júní 2015.
Fundargerðina má finna á vefslóðinni:
http://www.akureyri.is/is/stjornkerfid/hverfisnefndir/oddeyri/fundargerdirBæjarráð vísar 4., 5., 6., 7. og 8. lið til framkvæmdadeildar, 1., 2. og 3. liður eru lagðir fram til kynningar í bæjarráði.
Brunabótafélag Íslands - aðalfundur fulltrúaráðs 2015
Málsnúmer 2015060087Lagt fram til kynningar erindi dags. 9. júní 2015 frá Eignarhaldsfélagi Brunabótafélags Íslands þar sem boðað er til aðalfundar fulltrúaráðs félagsins miðvikudaginn 23. september nk. á Grand Hótel Reykjavík.
Önnur mál
Málsnúmer 2015010001Bæjarráð fagnar því að Akureyri hafi verið valin sem besti áfangastaðurinn í Evrópu af Lonely Planet og einsetur sér að nýta tækifærin sem í því felast til fullnustu.
Margrét Kristín Helgadóttir Æ-lista vék af fundi kl. 11:58.
Sigríður Huld Jónsdóttir S-lista vék af fundi kl. 12:05.