Beint í efni

Vefur í vinnslu

Nýr vefur Akureyrarbæjar er í vinnslu. Vinsamlegast beinið öllum athugasemdum til vefstjórnar, vefstjorn@akureyri.is

  • Kl. 08:15 - 11:18
  • Fjarfundur
  • Fundur nr. 3682

Nefndarmenn

    • Guðmundur Baldvin Guðmundssonformaður
    • Halla Björk Reynisdóttir
    • Hilda Jana Gísladóttir
    • Gunnar Gíslason
    • Sóley Björk Stefánsdóttir
    • Hlynur Jóhannssonáheyrnarfulltrúi

Starfsmenn

    • Ásthildur Sturludóttirbæjarstjóri
    • Kristín Sóley Sigursveinsdóttirfundarritari
  • Viðbrögð Akureyrarbæjar vegna COVID-19 faraldurs

    Málsnúmer 2020030398

    Farið yfir stöðu og viðbragðsáætlanir bæjarins.

    Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs og Halla Margrét Tryggvadóttir sviðsstjóri stjórnsýslusviðs sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.

    Fylgiskjöl
  • Afsláttur af leigu húsnæðis í eigu Akureyrarbæjar til aðila í ferðaþjónustu

    Málsnúmer 2020050047

    Rætt um tímabundinn afslátt af leigu húsnæðis í eigu Akureyrarbæjar til aðila í ferðaþjónustu.

    Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.

    Akureyrarbær þarf eins og aðrir sem leigja fyrirtækjum sem orðið hafa fyrir verulegri tekjuskerðingu vegna afleiðinga COVID-19 að koma til móts við fyrirtækin með tímabundinni lækkun leigu. Bæjarráð samþykkir þess vegna með fimm samhljóða atkvæðum að veittur verði 50% afsláttur af húsaleigu mánuðina mars, apríl og maí til ferðaþjónustuaðila sem leigja húsnæði af Akureyrarbæ. Þá samþykkir bæjarráð að fella niður leigu til þriðja aðila í húsnæði Akureyrarbæjar sem lokað var vegna fyrirmæla Almannavarna, þann tíma sem lokunin varði. Ákvörðun um framhald verður tekin fyrir 1. júní nk.

  • Fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar 2020-2023 - viðauki

    Málsnúmer 2019020276

    Lagður fram viðauki 4.

    Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.

    Bæjarráð samþykkir viðauka 4 með fimm samhljóða atkvæðum og vísar honum til staðfestingar í bæjarstjórn. Um er að ræða 75 milljóna króna hækkun á fjárfestingaáætlun og 30,9 milljóna króna útgjaldaaukningu í rekstri.

  • Lánasjóður sveitarfélaga - lántaka 2020

    Málsnúmer 2020010444

    Lagður fram lánssamningur frá Lánasjóði sveitarfélaga vegna láns til Akureyrarbæjar að fjárhæð kr. 500 milljónir til fjármögnunar á fjárfestingum skv. framkvæmdaáætlun 2020.

    Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.

    Bæjarráð samþykkir lántökuna fyrir sitt leyti með fimm samhljóða atkvæðum og vísar málinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.

  • Stjórnsýslusvið - starfsáætlun 2020 - staða verkefna

    Málsnúmer 2019050586

    Farið yfir stöðu verkefna í starfsáætlun stjórnsýslusviðs.

    Halla Margrét Tryggvadóttir sviðsstjóri stjórnsýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.

  • Símenntunarmiðstöð Eyjafjarðar - ársreikningur og ársskýrsla 2015-2020

    Málsnúmer 2016050023

    Lagður fram til kynningar ársreikningur Símenntunarmiðstöðvar Eyjafjarðar ásamt ársskýrslu fyrir árið 2019.

    Halla Margrét Tryggvadóttir sviðsstjóri stjórnsýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.

    Fylgiskjöl
  • Hverfisráð Hríseyjar - fundargerðir 2020

    Málsnúmer 2020020443

    Lögð fram fundargerð 135. fundar hverfisráðs Hríseyjar dagsett 30. apríl 2020.

    Fundargerðina má finna á netslóðinni: https://www.akureyri.is/is/stjornkerfi/stjornsysla/hverfisnefndir/hrisey/fundargerdir

    Bæjarráð vísar lið 1 í fundargerð til stjórnar Akureyrarstofu en aðrir liðir eru lagðir fram til kynningar.

  • Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga - fundargerðir 2020

    Málsnúmer 2020020118

    Lögð fram til kynningar fundargerð 882. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga dagsett 29. apríl 2020.

    Fundargerðina má finna á eftirfarandi vefslóð: http://www.samband.is/um-okkur/fundargerdir-stjornar/searchmeetings.aspx