Beint í efni

Vefur í vinnslu

Nýr vefur Akureyrarbæjar er í vinnslu. Vinsamlegast beinið öllum athugasemdum til vefstjórnar, vefstjorn@akureyri.is

  • Kl. 08:15 - 12:53
  • Fjarfundur
  • Fundur nr. 3709

Nefndarmenn

    • Guðmundur Baldvin Guðmundssonformaður
    • Gunnar Gíslason
    • Halla Björk Reynisdóttir
    • Hilda Jana Gísladóttir
    • Hlynur Jóhannsson
    • Sóley Björk Stefánsdóttiráheyrnarfulltrúi

Starfsmenn

    • Ásthildur Sturludóttirbæjarstjóri
    • Kristín Sóley Sigursveinsdóttirfundarritari
Eva Hrund Einarsdóttir D-lista mætti í forföllum Gunnars Gíslasonar. Í upphafi fundar leitaði forseti afbrigða til að taka á dagskrá umfjöllun um gatnagerðargjöld sem verði 5. liður á dagskrá og var það samþykkt.
  • Gjaldskrár Akureyrarbæjar 2021

    Málsnúmer 2020120121

    Lögð fram tillaga að gjaldskrám Akureyrarbæjar 2021.

    Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs, Kristín Baldvinsdóttir verkefnastjóri á fjársýslusviði og bæjarfulltrúarnir Andri Teitsson, Heimir Haraldsson, Ingibjörg Ólöf Isaksen og Þórhallur Jónsson sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.

    Bæjarráð samþykkir með fimm samhljóða atkvæðum að vísa gjaldskrám Akureyrarbæjar 2021, með þeim breytingum sem gerðar voru á fundinum, til afgreiðslu bæjarstjórnar.

  • Álagning gjalda - útsvar 2021

    Málsnúmer 2020120122

    Lögð fram tillaga um útsvarsprósentu í staðgreiðslu opinberra gjalda á árinu 2021 í Akureyrarbæ.

    Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs, Kristín Baldvinsdóttir verkefnastjóri á fjársýslusviði og bæjarfulltrúarnir Andri Teitsson, Heimir Haraldsson, Ingibjörg Ólöf Isaksen og Þórhallur Jónsson sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.

    Bæjarráð samþykkir með fimm samhljóða atkvæðum að útsvar verði 14,52% á árinu 2021 og vísar tillögunni til afgreiðslu bæjarstjórnar.

  • Álagning gjalda - fasteignagjöld 2021

    Málsnúmer 2020120124

    Lögð fram tillaga að álagningu fasteignagjalda á árinu 2021.

    Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs, Kristín Baldvinsdóttir verkefnastjóri á fjársýslusviði og bæjarfulltrúarnir Andri Teitsson, Heimir Haraldsson, Ingibjörg Ólöf Isaksen og Þórhallur Jónsson sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.

    Bæjarráð samþykkir með fimm samhljóða atkvæðum að vísa tillögu um álagningu fasteignagjalda 2021 til afgreiðslu bæjarstjórnar.

  • Nýjar heilsugæslustöðvar á Akureyri

    Málsnúmer 2018100200

    Rætt um nýjar heilsugæslustöðvar á Akureyri.

    Anna Sofia Kristjánsdóttir og Örn Baldursson frá Framkvæmdasýslu ríkisins og Jón Helgi Björnsson og Guðný Friðriksdóttir frá HSN komu á fund bæjarráðs.

    Pétur Ingi Haraldsson sviðsstjóri skipulagssviðs og bæjarfulltrúarnir Heimir Haraldsson, Ingibjörg Ólöf Isaksen og Þórhallur Jónsson sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.

  • Gatnagerðargjöld 2021

    Málsnúmer 2020120094

    Liður 25 í fundargerð skipulagsráðs dagsettri 9. nóvember 2020:

    Lögð fram tillaga að breytingu á gjaldskrá gatnagerðargjalda sem taka á gildi 1. janúar 2021. Í breytingunni felst að í gr. 4.3 hækkar hlutfall gatnagerðargjalds fyrir fjölbýlishús úr 5% í 7,5%.

    Skipulagsráð gerir ekki athugasemd við tillögu að breytingu á gjaldskrá og vísar málinu til afgreiðslu bæjarráðs.

    Þórhallur Jónsson bæjarfulltrúi, Pétur Ingi Haraldsson sviðsstjóri skipulagssviðs og Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.

    Bæjarráð samþykkir með fimm samhljóða atkvæðum að leggja til við bæjarstjórn að breyting verði gerð á grein 4.3 í gjaldskrá gatnagerðargjalda þannig að hlutfall gatnagerðargjalds fyrir fjölbýlishús hækki úr 5% í 7,5%.

  • Álagning gjalda - fasteignagjöld 2021 - reglur um afslátt

    Málsnúmer 2020120124

    Lögð fram tillaga að reglum um afslátt elli- og örorkulífeyrisþega af fasteignaskatti 2021.

    Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.

    Bæjarráð samþykkir með fimm samhljóða atkvæðum að vísa tillögunni, með þeim breytingum sem gerðar voru á fundinum, til afgreiðslu bæjarstjórnar.

  • Fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar 2021-2024

    Málsnúmer 2020030454

    Unnið að gerð fjárhagsáætlunar.

    Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs og Kristín Baldvinsdóttir verkefnastjóri á fjársýslusviði sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.

    Bæjarráð samþykkir með fimm samhljóða atkvæðum að vísa fjárhagsáætlun 2021-2024 til bæjarstjórnar til síðari umræðu og afgreiðslu.

  • Tillögur um styttingu vinnuviku dagvinnufólks

    Málsnúmer 2020110775

    Umfjöllun um tillögur um fyrirkomulag styttingar vinnuvikunnar hjá starfsfólki í dagvinnu hjá Akureyrarbæ.

    Halla Margrét Tryggvadóttir sviðsstjóri stjórnsýslusviðs, Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs og Kristín Baldvinsdóttir verkefnastjóri á fjársýslusviði sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.

    Bæjarráð staðfestir hér með niðurstöðu samtals um skipulag vinnutíma dagvinnufólks hjá eftirtöldum:

    Fjársýslusvið

    Fræðslusvið, skrifstofa

    Samfélagssvið, Geislagötu 9

    Stjórnsýslusvið

    Skipulagssvið

    Lystigarður

    Velferðarsvið, skrifstofur og stjórnendur

    ÖA skrifstofa, húsumsjón og akstur

    ÖA þjónustusvið

  • Afskriftir lána 2020

    Málsnúmer 2014120067

    Liður 7 í fundargerð velferðarráðs dagsettri 2. desember 2020:

    Lögð fram tillaga Guðrúnar Sigurðardóttur sviðsstjóra fjölskyldusviðs að afskriftum lána í fjárhagsaðstoð.

    Velferðarráð samþykkir tillöguna fyrir sitt leyti og vísar málinu til bæjarráðs.

    Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs og Kristín Baldvinsdóttir verkefnastjóri á fjársýslusviði sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.

    Bæjarráð samþykkir með fimm samhljóða atkvæðum framlagða tillögu um afskriftir lána í fjárhagsaðstoð að fjárhæð 1.860.532 kr.

  • Stjórn Akureyrarstofu - rekstraryfirlit 2020

    Málsnúmer 2020040153

    Liður 5 í fundargerð stjórnar Akureyrarstofu dagsettri 3. nóvember 2020:

    Lagt fram til kynningar 10 mánaða rekstraryfirlit.

    Lögð fram beiðni um viðauka til bæjarráðs vegna leiðréttingar á áætlun ársins.

    Stjórn Akureyrarstofu samþykkir að óska eftir því við bæjarráð að veittur verði viðauki við málaflokk 105 vegna fjárhagsáætlunar 2020. Um er að ræða hækkun á innri leigu vegna Sigurhæða og Deiglunnar að upphæð kr. 8.443.000 og leiðréttingu á samningi við Minjasafnið um Skáldahúsin að upphæð kr. 300.000. Einnig er lækkun á tekjum á Minjasafnið um kr. 1.000.000.

    Jafnframt óskar stjórn Akureyrarstofu eftir því að bæjarráð samþykki að færa kr. 3.000.000 af málaflokki 113 yfir á 105 til að koma til móts við Minjasafnið um leiðréttingu á framlagi samnings 2020 vegna launahækkana og starfsmats sem orðið hafa á árinu.

    Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs og Kristín Baldvinsdóttir verkefnastjóri á fjársýslusviði sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.

    Bæjarráð felur sviðsstjóra fjársýslusviðs að ræða við sviðsstjóra samfélagssviðs.

  • Fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar 2020 - viðauki

    Málsnúmer 2019020276

    Lagður fram viðauki 17.

    Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs og Kristín Baldvinsdóttir verkefnastjóri á fjársýslusviði sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.

    Bæjarráð samþykkir viðauka 17 með fimm samhljóða atkvæðum og vísar honum til staðfestingar í bæjarstjórn.

  • Rekstur leiguíbúða

    Málsnúmer 2020100386

    Liður 7 í fundargerð umhverfis- og mannvirkjaráðs dagsettri 27. nóvember 2020:

    Lagt fram minnisblað varðandi aukinn kostnað við rekstur og viðhald leiguíbúða Akureyrarbæjar.

    Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir að óska eftir viðauka að upphæð kr. 30 milljónir vegna aukins kostnaðar vegna slæms ástands á þeim íbúðum sem komið hafa inn til leiguskipta á árinu.

    Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs og Kristín Baldvinsdóttir verkefnastjóri á fjársýslusviði sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.

    Bæjarráð felur sviðsstjóra fjársýslusviðs að ræða við sviðsstjóra umhverfis- og mannvirkjasviðs.

  • Minjasafnið á Akureyri - endurnýjun þjónustusamnings

    Málsnúmer 2016040100

    Liður 2 í fundargerð stjórnar Akureyrarstofu dagsettri 3. desember 2020:

    Þjónustusamningur við Minjasafnið rennur út um áramótin. Endurnýjaður samningur fyrir árin 2021 - 2023 lagður fram til samþykktar.

    Málið var áður á dagskrá á fundi stjórnar Akureyrarstofu þann 19. nóvember sl. og var þá afgreiðslu frestað.

    Stjórn Akureyrarstofu samþykkir samninginn og vísar honum til endanlegrar samþykktar í bæjarráði. Jafnframt óskar stjórn Akureyrarstofu eftir því að rammi málaflokks 105 í áætlun 2021 verði hækkaður sem nemur innri leigu vegna geymsluhúsnæðis Minjasafnsins að Naustum.

    Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs og Kristín Baldvinsdóttir verkefnastjóri á fjársýslusviði sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.

    Bæjarráð frestar afgreiðslu og felur sviðsstjóra fjársýslusviðs að kanna málið frekar.

  • Frumvarp til laga um opinberan stuðning við nýsköpun, 322. mál

    Málsnúmer 2020110952

    Lagt fram til kynningar erindi dagsett 27. nóvember 2020 frá atvinnuveganefnd Alþingis þar sem óskað er umsagnar um frumvarp til laga um opinberan stuðning við nýsköpun, 322. mál 2020.

    Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 11. desember nk. á netfangið nefndasvid@althingi.is.

    Þingskjalið er hægt að sækja á vef Alþingis: https://www.althingi.is/altext/151/s/0362.html

    Bæjarráð Akureyrarbæjar telur óásættanlegt að leggja fram jafn loðið og óljóst frumvarp og raun ber vitni. Gríðarlegir hagsmunir eru undir í því að skapa öflugt stuðningskerfi við nýsköpun á landsbyggðunum. Bæjarráð skorar því eindregið á ráðherra að setja fram skýr mælanleg markmið, árangursmælikvarða, ábyrgðaraðila og fjármögnun. Auk þess er nauðsynlegt að útfæra með hvaða hætti ná skal því markmiði á landsbyggðunum að efla nýsköpun með sveigjanlegu stuðningskerfi, sterkum tengslum við háskólasamfélag, atvinnulíf og hagaðila. Þá telur bæjarráð eðlilegt að í stjórn Tækniseturs í Vatnsmýrinni sé að minnsta kosti einn stjórnarmaður búsettur utan höfuðborgarsvæðisins, auk þess sem unnið verði að útfærslu á því með hvaða hætti jafna eigi möguleika fyrirtækja og einstaklinga á landsbyggðunum til þess að nýta aðstöðu og sérhæfðan tækjabúnað í Vatnsmýrinni.

  • Frumvarp til laga um Tækniþróunarsjóð, 321. mál

    Málsnúmer 2020110953

    Lagt fram til kynningar erindi dagsett 27. nóvember 2020 frá atvinnuveganefnd Alþingis þar sem óskað er umsagnar um frumvarp til laga um Tækniþróunarsjóð, 321. mál 2020.

    Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 11. desember nk. á netfangið nefndasvid@althingi.is.

    Þingskjalið er hægt að sækja á vef Alþingis: https://www.althingi.is/altext/151/s/0361.html

  • Tillaga til þingsályktunar um félagsráðgjöf í grunn- og framhaldsskólum, 113. mál

    Málsnúmer 2020120024

    Lagt fram til kynningar erindi dagsett 1. desember 2020 frá allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis þar sem óskað er umsagnar um tillögu til þingsályktunar um félagsráðgjöf í grunn- og framhaldsskólum, 113. mál 2020.

    Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 15. desember nk. á netfangið nefndasvid@althingi.is.

    Þingskjalið er hægt að sækja á vef Alþingis: https://www.althingi.is/altext/151/s/0114.html