Vefur í vinnslu
Nýr vefur Akureyrarbæjar er í vinnslu. Vinsamlegast beinið öllum athugasemdum til vefstjórnar, vefstjorn@akureyri.is
Nýr vefur Akureyrarbæjar er í vinnslu. Vinsamlegast beinið öllum athugasemdum til vefstjórnar, vefstjorn@akureyri.is
Fulltrúar Golfklúbbs Akureyrar þau Halldór Rafnsson, Halla Sif Svavarsdóttir og Arnar Árnason mættu á fund bæjarráðs og gerðu grein fyrir stöðu framkvæmda hjá klúbbnum.\nKristinn H. Svanbergsson framkvæmdastjóri íþróttadeildar mætti einnig á fundinn undir þessum lið.
<DIV><DIV><DIV>Bæjarráð þakkar Halldóri, Höllu Sif, Arnari og Kristni fyrir yfirferðina.</DIV></DIV></DIV>
Lögð fram fundargerð viðtalstíma bæjarfulltrúa dags. 29. september 2011. Fundargerðin er í 6 liðum.
<DIV><DIV><DIV><DIV><DIV>Bæjarráð vísar 1. og 2. lið a) til skipulagsdeildar, 2. lið b), c) og d) ásamt 3., 4. og 6. lið til framkvæmdadeildar og 5. lið til búsetudeildar.</DIV></DIV></DIV></DIV></DIV>
Lagt fram til kynningar yfirlit um rekstur aðalsjóðs frá janúar til ágúst 2011.
<DIV><DIV></DIV></DIV>
Lagt fram til kynningar erindi dags. 27. september 2011 frá Eignarhaldsfélagi Brunabótafélags Íslands þar sem boðað er til aðalfundar fulltrúaráðs félagsins miðvikudaginn 12. október 2011 á Grand Hótel Reykjavík í salnum Háteigi A.
<DIV><DIV><DIV><DIV>Bæjarráð leggur til að kannaður verði möguleiki á að flytja starfsemi Eignarhaldsfélags Brunabótafélags Íslands til Akureyrar.</DIV></DIV></DIV></DIV>
Lögð fram til kynningar nýsamþykkt sveitarstjórnarlög.
<DIV>Bæjarráð felur stjórnsýslunefnd að rýna breytingar á lögunum og koma í framhaldi með tillögur að breytingum á samþykktum sveitarfélagsins.</DIV>
3. liður í fundargerð kjarasamninganefndar dags. 26. september 2011:\nKynning og umræður um úthlutun TV eininga vegna verkefna og hæfni á árinu 2012.\nKjarasamninganefnd þakkar kynninguna og vekur athygli bæjarráðs á því að nauðsynlegt sé að gera ráð fyrir úthlutun TV eininga vegna verkefna og hæfni á næstu þremur árum eða samningstímabilinu.\nHalla Margrét Tryggvadóttir starfsmannastjóri mætti á fundinn undir þessum lið.
<DIV><DIV>Bæjarráð vísar málinu til umræðu við gerð fjárhagsáætlunar 2012.</DIV></DIV>
1. liður í fundargerð kjarasamninganefndar dags. 26. september 2011:\nUmræður um stöðu námsstyrkjasjóðs sérmenntaðra starfsmanna Akureyrarbæjar og fjárframlög Akureyrabæjar árið 2012. Kynnt samþykkt fræðslunefndar sem hefur í för með sér tilfærslu fjárveitingar ársins 2011 til ársins 2012.\nFormaður kjarasamninganefndar hefur farið yfir tilurð sjóðsins ásamt meirihluta bæjarráðs og ákvörðun verið tekin um að ekki verði sett fjármagn til námsleyfasjóðs sérmenntaðra starfsmanna á árinu 2012, þar sem sá sjóður er ekki bundinn kjarasamningum. Þar með er ljóst að það tímabundna hlé sem gert var á greiðslum til sjóðsins hefur verið lengt um eitt ár.\nHalla Margrét Tryggvadóttir starfsmannastjóri sat fundinn undir þessum lið.
<DIV><DIV>Bæjarráð samþykkir tillögu kjarasamninganefndar.</DIV></DIV>
Umræður um aðalfund Eyþings sem haldinn verður á Húsavík 7. og 8. október 2011.
<DIV><DIV><DIV></DIV></DIV></DIV>
Ólafur Jónsson D-lista lagði fram eftirfarandi fyrirspurn: \n1. Hvenær hefst vinna við breytingar á deiliskipulagi Lundarskóla og íþróttasvæðis KA vegna lagningu Dalsbrautar og hvenær er áætlað að breytt deiliskipulag verði auglýst? \n2. Verður myndaður sameiginlegur samráðshópur Lundarskóla og KA í þessari deiliskipulagsvinnu? \n3. Er búið að taka afstöðu til staðsetningar innkeyrslu að Lundarskóla frá Dalsbraut? \n4. Verður gert ráð fyrir löglegum gervigrasvelli sunnan við íþróttahús KA í breyttu deiliskipulagi?
<DIV><DIV><DIV><DIV>Meirihluti bæjarráðs vísar fyrirspurnunum til skipulagsnefndar.</DIV><DIV>Ólafur Jónsson D-lista og Hermann Jón Tómasson S-lista sátu hjá við afgreiðslu. </DIV><DIV> </DIV><DIV>Ólafur Jónsson D-lista óskar bókað: Ég undrast og hef um leið áhyggjur af því að ekki skuli vera hafin vinna við að breyta gildandi deiliskipulagi Lundarskóla og íþróttasvæðis KA vegna lagningar Dalsbrautar. Boðaðar afleiddar framkvæmdir vegna Dalsbrautar sem snúa að nýrri innkeyrslu og breytingum á skólalóð auk byggingar löglegs gervigrasvallar við Íþróttahús KA eru umfangsmiklar. Eðlilegt og nauðsynlegt er að öll skipulagsvinna vegna þessa sé unnin samtímis skipulagsferli götunnar. </DIV></DIV></DIV></DIV>