Afgreiðslufundur skipulagsstjóra - 529
- Kl. 13:00 - 14:45
- Fundarherbergi skipulagsdeild
- Fundur nr. 529
Nefndarmenn
- Leifur Þorsteinssonstaðgengill skipulagsstjóra
- Ólafur Jakobsson
Starfsmenn
- Stefanía G Sigmundsdóttirfundarritari
Kaupvangsstræti 1 - umsókn um leyfi fyrir kvisti
Málsnúmer 2012080050Teikningar mótteknar 16. júlí 2014 þar sem Gunnlaugur Jónasson f.h. Ljósmyndavara ehf., kt. 540174-0409, sækir um heimild fyrir breytingum á áður samþykktum teikningum á vesturálmu hússins að Kaupvangsstræti 1. Innkomnar teikningar 24. febrúar 2015 eftir Gunnlaug Jónasson.
Staðgengill skipulagsstjóra samþykkir erindið.
Kjarnalundur landnr. 150012 - umsókn um byggingarleyfi fyrir breytingum innanhúss
Málsnúmer 2014120088Erindi dagsett 12. desember 2014 þar sem Magnús Guðjónsson f.h. Kjarnalundar ehf., kt. 541114-0330, sækir um breytingar innanhúss á Kjarnalundi, landnr. 150012. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Harald S. Árnason. Innkomnar teikningar 25. febrúar 2015.
Staðgengill skipulagsstjóra frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda á fylgiblaði.
Hafnarstræti 97 - umsókn um breytingar innanhúss
Málsnúmer 2015020092Erindi dagsett 16. febrúar 2015 þar sem Úlfar Gunnarsson f.h. Bravo ehf., kt. 691298-2999, sækir um breytingar á einu verslunarrými á 2. hæð í húsi nr. 97 við Hafnarstræti og innrétta þar fótaaðgerðarstofu. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Birgi Ágústsson.
Staðgengill skipulagsstjóra samþykkir breytta notkun en getur ekki fallist á framlagða teikningu af loftræstikerfi fyrir rýmið.
Hvannavellir 12 - umsókn um breytingar
Málsnúmer 2013090023Erindi dagsett 17. febrúar 2015 þar sem Þröstur Sigurðsson f.h. Ísam ehf., kt. 660169-7189, sækir um breytingar á áður samþykktum teikningum af Hvannavöllum 12. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Þröst Sigurðsson.
Staðgengill skipulagsstjóra samþykkir erindið.
Oddeyrartangi landnr. 149135 - umsókn um byggingarleyfi - starfsmannaaðstaða
Málsnúmer 2012121231Erindi dagsett 17. febrúar 2015 þar sem Þröstur Sigurðsson f.h. Miðpunkts ehf., kt. 570293-2819, sækir um breytingar á áður samþykktum teikningum af Grímseyjargötu nr. 1. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Þröst Sigurðsson.
Staðgengill skipulagsstjóra frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda á fylgiblaði.
Aðalstræti 68 - umsókn um sameiningu fastanúmera
Málsnúmer 2015020118Erindi dagsett 17. febrúar 2015 þar sem Auður Magnúsdóttir sækir um að eignin Aðalstræti 68 verði skráð sem ein eign á eitt fastanúmer.
Staðgengill skipulagsstjóra samþykkir erindið.
Oddagata 15 - umsókn um breytingar innanhúss
Málsnúmer 2015020128Erindi dagsett 19. febrúar 2015 þar sem Anton Örn Brynjarsson f.h. SNV Holding ehf., 681209-3360, sækir um byggingarleyfi fyrir endurbótum og viðhaldi innahúss á Oddagötu 15. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Anton Örn Brynjarsson.
Staðgengill skipulagsstjóra samþykkir erindið.
Jaðarstún 2 - umsókn um byggingarleyfi
Málsnúmer 2014110080Erindi dagsett 11. nóvember 2014 þar sem Birgir Ágústsson f.h. Virkni ehf., kt. 520809-0580, sækir um byggingarleyfi fyrir nýbyggingu á lóð nr. 2. við Jaðarstún. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Birgi Ágústsson. Innkomnar teikningar 18. desember 2014 og 19. febrúar 2015.
Staðgengill skipulagsstjóra frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda á fylgiblaði.
Jaðarstún 4 - umsókn um byggingarleyfi
Málsnúmer 2014120152Erindi dagsett 29. desember 2014 þar sem Birgir Ágústsson f.h. Virkni ehf., kt. 620301-3530, sækir um byggingarleyfi á lóð nr. 4 við Jaðarstún. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Birgi Ágústsson. Innkomnar teikningar 19. febrúar 2015.
Staðgengill skipulagsstjóra frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda á fylgiblaði.
Brekkugata 13 - fyrirspurn um breytta notkun
Málsnúmer 2015020147Erindi dagsett 23. febrúar 2015 þar sem Gústaf Línberg Kristjánsson spyrst fyrir um breytta notkun og undanþágur fyrir íbúð í húsi nr. 13 við Brekkugötu.
Með vísan til ákvæða í byggingarreglugerð, gr. 6.7.4. um íbúðir í kjallara og á jarðhæð, getur staðgengill skipulagsstjóra ekki tekið jákvætt í innréttingu íbúðar á jarðhæð.