Velferðarráð - 1276
- Kl. 14:00 - 16:35
- Hlíð - Glaðheimar
- Fundur nr. 1276
Nefndarmenn
- Erla Björg Guðmundsdóttirformaður
- Róbert Freyr Jónsson
- Halldóra Kristín Hauksdóttir
- Svava Þórhildur Hjaltalín
- Valur Sæmundsson
- Guðrún Karitas Garðarsdóttiráheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
- Halldór Sigurður Guðmundssonframkvæmdastjóri ÖA
- Jón Hrói Finnssonsviðsstjóri búsetusviðs
- Kristbjörg Björnsdóttirfundarritari
ÖA - stefna og starfsemi
Málsnúmer 2013010214Heimsókn í eldhús Hlíðar.
Karl F. Jónsson yfirmatreiðslumaður og Magnús Örn Friðriksson matreiðslumaður kynntu starfsemina.ÖA - stefna og starfsemi
Málsnúmer 2013010214Dagþjálfun og skammtímadvöl.
Halldór S. Guðmundsson framkvæmdastjóri Öldrunarheimila Akureyrar kynnti umsóknarferli og stöðu biðlista.
Ingunn Eir Eyjólfsdóttir félagsráðgjafi sat fundinn undir þessum lið.10 ára áætlun Akureyrarbæjar - velferðarráð
Málsnúmer 2018030057Lögð fram drög að 10 ára áætlun fyrir búsetusvið.
Velferðarráð samþykkir áætlunina fyrir sitt leyti og vísar málinu áfram til bæjarráðs.
Skipun fulltrúa Akureyrarbæjar í stjórn Lautarinnar 2018
Málsnúmer 2018040206Í samningi um rekstur Lautarinnar - athvarfs fyrir geðfatlaða er kveðið á um að Akureyrarbær og Geðverndarfélag Akureyrar skipi hvorn sinn fulltrúa í framkvæmdastjórn Lautarinnar og komi sér saman um óháðan oddamann.
Lagt er til að Laufey Þórðardóttir, forstöðumaður stoðþjónustu á Búsetusviði taki sæti í stjórn fyrir hönd Akureyrarbæjar.Velferðarráð samþykkir tillöguna.
Fótbolti án fordóma
Málsnúmer 2017100170Kynning á verkefninu Fótbolti án fordóma, sem nýlega hlaut styrki úr Lýðheilsusjóði og frá UEFA. Um er að ræða fótboltafélag geðfatlaðra sem æfir einu sinni í viku undir stjórn Hauks Snæs Baldurssonar þjálfara.
Velferðarstefna 2014 - 2018
Málsnúmer 2015010191Erla Björg Guðmundsdóttir formaður kynnti niðurstöður starfshóps um velferðarstefnu.
Velferðarráð samþykkir að fela Jóni Hróa Finnssyni sviðsstjóra búsetusviðs að senda stefnuskjalið til yfirlestrar og í framhaldi af því til umsagnar hjá fræðsluráði, umhverfis- og mannvirkjaráði, skipulagsráði, frístundaráði, öldungaráði, ungmennaráði og notendaráði fatlaðs fólks.