Beint í efni

Vefur í vinnslu

Nýr vefur Akureyrarbæjar er í vinnslu. Vinsamlegast beinið öllum athugasemdum til vefstjórnar, vefstjorn@akureyri.is

  • Kl. 13:00 - 14:15
  • Fundarherbergi skipulagsdeild
  • Fundur nr. 2

Nefndarmenn

    • Jón Heiðar Jónssonformaður
    • Ingibjörg Ólöf Isaksen
    • Jón Heiðar Daðason
    • Lilja Guðmundsdóttir
    • Tryggvi Már Ingvarsson

Starfsmenn

    • Leifur Þorsteinssonfundarritari
  • Umferðarljós - hljóðljós

    Málsnúmer 2012060053

    Á fundi sínum 10. september 2012 beindi samstarfsnefnd um ferlimál fatlaðra þeirri ósk til framkvæmdadeildar að umferðar- og gangbrautarljósum með hljóðmerkjum verði fjölgað í bænum.

    Blindrafélagið sendi bréf dagsett 18. nóvember 2012 til framkvæmdadeildar þar sem óskað var eftir ákveðinni forgangsröðun í uppsetningu hljóðljósa.

    Á fundinn kom Tómas Björn Hauksson frá framkvæmdadeild og gerði grein fyrir stöðu málsins.

    Nefndin þakkar Tómasi fyrir upplýsingarnar.

    Nefndin beinir því til framkvæmdadeildar að farið verði sem fyrst í að setja upp hljóðljós í samræmi við ósk Blindrafélagsins.

  • Aðgengi að bílastæðum fyrir fatlaða við Skipagötu

    Málsnúmer 2012121158

    Fram hefur komið ósk um að lagfæra bílastæði fyrir fatlaða í miðbæ þar sem núverandi stæði eru of þröng og fá.

    Tómas Björn Hauksson frá framkvæmdadeild kom á fundinn og fór yfir mögulegar aðgerðir til lagfæringa og fjölgunar bílastæða fyrir hreyfihamlaða í miðbænum. Lögð var fram tillaga frá formanni samstarfsnefndar um ferlimál fatlaðra og framkvæmdadeild um lagfæringar.

    Nefndin þakkar Tómasi fyrir komuna.

    Nefndin samþykkir framlagða tillögu að endurbótum og fjölgun bílastæða fyrir hreyfihamlaða á miðbæjarsvæðinu. Erindinu er vísað til framkvæmdaráðs.