Beint í efni

Vefur í vinnslu

Nýr vefur Akureyrarbæjar er í vinnslu. Vinsamlegast beinið öllum athugasemdum til vefstjórnar, vefstjorn@akureyri.is

  • Kl. 10:00 - 11:30
  • Kaffistofa framkvæmdadeild
  • Fundur nr. 101

Nefndarmenn

    • Dagbjört Elín Pálsdóttirformaður
    • Kristján Ingimar Ragnarsson
    • Óskar Ingi Sigurðsson
    • Áshildur Hlín Valtýsdóttir
    • Kristinn Frímann Árnason
    • Ólafur Kjartanssonáheyrnarfulltrúi

Starfsmenn

    • Helgi Már Pálssonbæjartæknifræðingur
    • Jón Birgir Gunnlaugssonforstöðumaður umhverfismála ritaði fundargerð
  • Samgöngustefna

    Málsnúmer 2015010196

    Áframhaldandi umræður um samgöngustefnu. Rúna Ásmundsdóttir umferðarverkfræðingur hjá verkfræðistofunni Mannviti mætti á fundinn.

    Umhverfisnefnd samþykkir að skipaður verði starfshópur til að vinna að gerð samgöngustefnu fyrir Akureyri og óskar eftir að skipulagsnefnd tilnefni tvo fulltrúa, framkvæmdaráð tvo og frá umhverfisnefnd komi tveir fulltrúar, ásamt starfsmönnum. Einnig verði leitað til helstu hagsmunaaðila. Gert er ráð fyrir að verkfræðistofan Mannvit haldi utan um verkefnið.

  • Úrgangsmál - starfshópur

    Málsnúmer 2014110224

    Áframhaldandi umræður um þá vinnu sem framundan er á gámasvæðinu við Réttarhvamm.

    Umhverfisnefnd felur starfsmönnum áframhaldandi vinnu.

  • Glerárdalur - fólkvangur

    Málsnúmer 2012080081

    Á fundi bæjarstjórnar 16. desember 2014 var óskað eftir að nokkur atriði í skilmálatexta fólkvangsins yrðu skýrðir. Umhverfisnefnd hefur yfirfarið umræddan texta og gert tillögur að breytingum sem skýra þau atriði nánar.

    Umhverfisnefnd samþykkir yfirfarinn texta með þeim breytingum sem samþykktar voru á fundinum og varðar loftför.

    Í stað setningarinnar "Umferð hesta er heimiluð á stígum og stikuðum leiðum." komi

    "Ferðir á hestum um fólkvanginn eru aðeins leyfðar á stikuðum leiðum sem eru sérstaklega merktar sem göngu- og reiðleiðir."

    Í stað setningarinnar "Umferð loftfara sem valda hávaða og truflun (t.d. þyrluflug) í fólkvanginum fyrir gesti og dýralíf er óheimil nema um sé að ræða hefðbundið aðflug að og brottflug frá flugvelli. " komi

    "Umferð loftfara sem truflað gæti gesti og dýralíf er óheimil án sérstaks leyfis (t.d. þyrluflug). Undanskilið er hefðbundið aðflug og brottflug til og frá flugvelli, ásamt leitar- og björgunarflugi."

    Umhverfisnefnd vísar málinu til skipulagsnefndar.



  • Samþykktir fastanefnda - endurskoðun

    Málsnúmer 2013060144

    Samþykkt um umhverfisnefnd tekin til umræðu.

    Umhverfisnefnd samþykkir samþykktina fyrir sitt leyti.