Vefur í vinnslu
Nýr vefur Akureyrarbæjar er í vinnslu. Vinsamlegast beinið öllum athugasemdum til vefstjórnar, vefstjorn@akureyri.is
Nýr vefur Akureyrarbæjar er í vinnslu. Vinsamlegast beinið öllum athugasemdum til vefstjórnar, vefstjorn@akureyri.is
Skipulagsstjóri lagði fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi "Hafnarsvæða sunnan Glerár" í samræmi við bókun nefndarinnar 30. júlí sl. Breytingartillagan gerir ráð fyrir niðurrifi á tveimur bröggum á lóðinni nr. 4 við Fiskitanga, matsnúmer 214-9755 og 214-9759. Tillagan er unnin af Fanneyju Hauksdóttur arkitekt hjá AVH teiknistofu ehf., dagsett 1. september 2014.\nÍ umsögn Norðurorku, dagsettri 4. september 2014, kemur fram að Norðurorka eigi dreifistöð við braggana. Finna þarf lausn þannig að dreifistöðin verði í útkanti nýbyggingarinnar við opna umferð eða þá að eldri stöð við Hafnarhús verði stækkuð. Einnig er möguleiki á að stöðin verði á núverandi stað ef aðkoma verður tryggð.
<DIV><DIV><DIV><DIV><DIV><DIV><P>Einungis er um að ræða niðurrif á tveimur bröggum þar sem fyrir liggur jákvæð umsögn Minjastofnunar um niðurrifið og er breyting sem varðar Akureyrarkaupstað og lóðarhafa. Þess vegna leggur skipulagsnefnd til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan verði samþykkt í samræmi við 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.<BR>Skipulagsnefnd tekur undir umsögn Norðurorku um að fundin skuli lausn á málefni spennistöðvar, sem er innan lóðar ÚA, áður en hafnar verði breytingar á mannvirkjum. </P></DIV></DIV></DIV></DIV></DIV></DIV>
Erindi dagsett 10. júlí 2014 þar sem Ágúst Hafsteinsson f.h. Guðlaugs Óla Þorlákssonar sækir um leyfi fyrir viðbyggingu við Flatasíðu 6. Meðfylgjandi eru tillöguteikningar eftir Ágúst Hafsteinsson.\nTillagan var grenndarkynnt frá 7. ágúst til 4. september 2014. Engar athugasemdir bárust.\nInnkomin samþykki dagsett 28. ágúst 2014 frá Magnúsi Kristjánssyni og Maríu H. Tryggvadóttur, Flatasíðu 5, og frá Gunnari Kristinssyni dagsett 8. ágúst 2014.
<DIV><DIV>Skipulagsnefnd tekur jákvætt í erindið og felur skipulagsstjóra að afgreiða umsókn um byggingarleyfi þegar hún berst.</DIV></DIV>
Erindi dagsett 4. september 2014 frá Hjalta Jóni Sveinssyni þar sem hann sækir um breytingu á deiliskipulagi hesthúsahverfisins Breiðholts. Um er að ræða stækkun á byggingarreit um tvo metra til norðurs.\nMeðfylgjandi er tillaga að deiliskipulagsbreytingu dagsett 8. september 2014, sem er í samræmi við ofangreint og unnin af Landslagi ehf.
<DIV><DIV><DIV>Einungis er um að ræða stækkun á byggingarreit um tvo metra innan lóðar og er breyting sem varðar Akureyrarkaupstað og lóðarhafa. Nýtingarhlutfall lóðarinnar helst óbreytt. <BR>Þess vegna leggur skipulagsnefnd til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan verði samþykkt í samræmi við 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.</DIV></DIV></DIV>
Erindi dagsett 28. ágúst 2014 þar sem Heimir Eggerz f.h. Fögrusíðu 1 húsfélags sækir um styrk vegna gerðar skjólveggja við Fögrusíðu 1a, b, og c, samkvæmt meðfylgjandi teikningum.
<DIV><DIV><DIV><DIV><DIV><DIV><DIV>Verkfræðistofan EFLA vinnur nú að gerð hljóðkorts fyrir Akureyri en þar mun koma fram hvort aðgerða er þörf vegna hugsanlegra hljóðvistarvandamála. Þar sem þeirri vinnu er ekki lokið er ekki hægt að segja til um hvort aðgerða vegna hljóðvistar er þörf við Austursíðu sem kallar á kostnaðarþátttöku bæjarins.<BR>Að öðru leyti er erindinu vísað til afgreiðslu skipulagsstjóra varðandi aðra þætti erindisins.</DIV></DIV></DIV></DIV></DIV></DIV></DIV>
Erindi dagsett 5. september 2014 þar sem Halldór Jóhannsson f.h. SS Byggis ehf., kt. 620687-2519, óskar eftir samþykki skipulagsnefndar fyrir meðfylgjandi tillögu að götunöfnum í 2. skipulagsáfanga í Hálöndum.\nSamþykki nafnanefndar fyrir tillögunni liggur fyrir.
Bæjarstjórn hefur óskað eftir við skipulagsnefnd að tilnefna fulltrúa í samstarfsnefnd um ferlimál fatlaðra kjörtímabilið 2014 til 2018.
Erindi dagsett 2. september 2014 þar sem Heiðar Jónsson f.h. Óseyrar tíu ehf., kt. 570409-0930, sækir um lóð nr. 7 við Daggarlund. Meðfylgjandi er staðfesting viðskiptabanka.
Skipulagsnefnd samþykkir erindið. Deiliskipulagsskilmálar ásamt almennum byggingarskilmálum gilda.
Erindi dagsett 2. september 2014 þar sem Heiðar Jónsson f.h. Óseyrar tíu ehf., kt. 570409-0930, sækir um lóð nr. 9 við Daggarlund. Meðfylgjandi er staðfesting viðskiptabanka.
Skipulagsnefnd samþykkir erindið. Deiliskipulagsskilmálar ásamt almennum byggingarskilmálum gilda.
Erindi dagsett 2. september 2014 þar sem Heiðar Jónsson f.h. Óseyrar tíu ehf., kt. 570409-0930, sækir um lóð nr. 11 við Daggarlund. Meðfylgjandi er staðfesting viðskiptabanka.
Skipulagsnefnd samþykkir erindið. Deiliskipulagsskilmálar ásamt almennum byggingarskilmálum gilda.
Erindi dagsett 2. september 2014 þar sem Heiðar Jónsson f.h. Óseyrar tíu ehf., kt. 570409-0930, sækir um lóð nr. 13 við Daggarlund. Meðfylgjandi er staðfesting viðskiptabanka.
Skipulagsnefnd samþykkir erindið. Deiliskipulagsskilmálar ásamt almennum byggingarskilmálum gilda.
Fundargerð dagsett 28. ágúst 2014. Lögð var fram fundargerð 506. fundar með fullnaðarafgreiðslum erinda. Fundargerðin er í 6 liðum.
Fundargerð dagsett 5. september 2014. Lögð var fram fundargerð 507. fundar með fullnaðarafgreiðslum erinda. Fundargerðin er í 14 liðum.
Erindi dagsett 25. júní 2014 þar sem Hjalti H. Hjaltason f.h. Sláturfélags Suðurlands svf., kt. 600269-2089, sækir um lóðirnar við Grímseyjargötu 2 og 2a og að þær verði sameinaðar í eina lóð. Meðfylgjandi er jákvæð umsögn frá Hafnasamlagi Norðurlands.
Erindi dagsett 17. júlí 2014 þar sem Eiður Gunnlaugsson f.h. Miðpunkts ehf., kt. 570293-2919, sækir um lóðirnar við Grímseyjargötu 2 og 2a og að þær verði sameinaðar lóð Norðlenska sem Miðpunktur ehf hefur til umráða.\nInnkomin staðfesting á greiðslugetu frá Íslandsbanka.\nEiður Gunnlaugsson og Gunnlaugur Eiðsson f.h. Miðpunkts mættu á fundinn og kynntu hugmyndir félagsins um breytta uppbyggingu svæðisins.