Vefur í vinnslu
Nýr vefur Akureyrarbæjar er í vinnslu. Vinsamlegast beinið öllum athugasemdum til vefstjórnar, vefstjorn@akureyri.is
Nýr vefur Akureyrarbæjar er í vinnslu. Vinsamlegast beinið öllum athugasemdum til vefstjórnar, vefstjorn@akureyri.is
Farið yfir stöðu leikskólamála og vinnu hópsins Brúum bilið.
Ingibjörg Ólöf Isaksen formaður fræðsluráðs og Karl Frímannsson sviðsstjóri fræðslusviðs mættu á fund bæjarráðs undir þessum lið.
Lagður fram viðauki 3.
Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir viðauka 3 að upphæð kr. 206 milljónir með 5 samhljóða atkvæðum og vísar honum til staðfestingar í bæjarstjórn.
Lögð fram drög að fjárhagsramma vegna vinnu við gerð fjárhagsáætlunar.
Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Hilda Jana Gísladóttir vék af fundi kl. 10:30.
Erindi dagsett 2. maí 2019 frá Önnu Þóru Ólafsdóttur og Davíð Þór Kristinssyni þar sem þau óska eftir að kaupa eða leigja land við Brávelli í Hörgársveit.
Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð hafnar erindinu með 4 samhljóða atkvæðum og felur sviðsstjóra fjársýslusviðs að svara bréfriturum.
Erindi dagsett 29. janúar 2019 frá Brú lífeyrissjóði, þar sem óskað er eftir að sveitarfélagið gangi til uppgjörs við lífeyrissjóðinn vegna ógreidds framlags sem Hjallastefnan telur sig ekki skylduga til að greiða.
Málið var áður á dagskrá bæjarráðs 7. mars sl. og fól ráðið þá sviðsstjóra fjársýslusviðs að kalla eftir frekari upplýsingum varðandi málið.
Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir eftirfarandi með 4 samhljóða atkvæðum:
Með breytingum á lögum um Lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins nr. 1 1997, lögum nr. 127/2016 sem einnig náðu til lífeyrissjóðsins Brúar með breytingum á samþykktum Brúar, náðist að samræma lífeyriskerfi allra landsmanna. Ríkissjóður tók á sig um þriðjung skuldbindinga sveitarfélaga í LSR gegn því skilyrði að sveitarfélögin gerðu upp skuldbindingar sínar gagnvart A-deild Brúar. Það hafa sveitarfélögin gert. Við breytingu á lögum um opinberu lífeyrissjóðina láðist að taka fram með ótvíræðum hætti hvernig gera skyldi upp skuldbindingar sjálfstætt starfandi aðila þegar starfsmenn þeirra ættu aðild að opinberum lífeyrirssjóðum á grunni kjarasamninga.
Í samkomulagi milli fjármála- og efnahagsráðherra, Sambands íslenskra sveitarfélaga og Brúar lífeyrissjóðs, samhliða lagabreytingunni, skuldbatt ríkissjóður sig til að greiða án lagaskyldu framlag til A-deildar Brúar vegna skuldbindinga aðila, þ.m.t. sveitarfélaga, vegna verkefna sem að meirihluta eru fjármögnuð af ríkissjóði með samningum og ríki ber að sinna.
Á sama hátt, án ótvíræðrar lagaskyldu, fellst Akureyrarbær á að greiða til Brúar lífeyrissjóðs áfallnar lífeyrisskuldbindingar í Jafnvægissjóð og Varúðarsjóð vegna Hjallastefnunnar á grunni þjónustusamnings Hjallastefnunnar við Akureyrarbæ samtals kr. 9.893.906.
Bæjarráð felur sviðsstjóra fjársýslusviðs að útbúa viðauka vegna málsins.
Lagt fram til kynningar erindi dagsett 23. apríl 2019 frá samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu varðandi fjármál sveitarfélaga; fjárhagsáætlanir, viðauka og ársreikninga.
Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Erindi dagsett 1. maí 2019 frá Þórdísi Jónu Sigurðardóttur framkvæmdastýru Hjallastefnunnar ehf. þar sem kynnt er fyrirætlan um breytingar á skipulagi með það að markmiði að skerpa á rekstrinum. Til að þessar breytingar geti orðið þarf breytingu á rekstrarsamningum. Hjallastefnan ehf. fer þess á leit við sveitarfélagið að samþykkja meðfylgjandi viðauka þar sem Hjallastefnan ehf. framselur samning Hjallastefnunnar og sveitarfélagsins yfir til nýs rekstrarfélags frá og með 1. ágúst 2019.
Inga Þöll Þórgnýsdóttir bæjarlögmaður og Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Afgreiðslu frestað.
Erindi dagsett 23. apríl 2019 frá Hreiðari Eiríkssyni f.h. Gólfhitasögunar ehf. þar sem gerðar eru alvarlegar athugasemdir við innkaup Akureyrarbæjar á gólffræsingum, steypusögun, múrbroti og kjarnaborun. Umbjóðandi hans hafi orðið var við að bærinn beini öllum innkaupum sínum á þessháttar þjónustu til Steypusögunar Norðurlands ehf., án útboðs og verðkönnunar. Óskað er eftir því að bæjarstjórn hlutist þegar í stað til um að framkvæmd innkaupanna verði færð til rétts horfs og samræmis við gildandi lög.
Inga Þöll Þórgnýsdóttir bæjarlögmaður og Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð áréttar að svið bæjarins fari eftir 24. gr. laga um opinber innkaup nr. 120/2016 þegar innkaup eru undir innlendum viðmiðunarfjárhæðum, viðhafi rafrænar verðkannanir og gæti að samkeppni og jafnræði.
Erindi dagsett 3. maí 2019 frá Guðjóni Guðmundssyni f.h. Skipasölunnar bátar og búnaður, þar sem óskað er afgreiðslu á yfirlýsingu um höfnun á nýtingu forkaupsréttar á skipi nr. 2587, Erlu Kristínu EA-155.
Inga Þöll Þórgnýsdóttir bæjarlögmaður og Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir með 4 samhljóða atkvæðum að falla frá forkaupsrétti og felur bæjarlögmanni að ganga frá málinu.
Lagt fram til kynningar erindi dagsett 30. apríl 2019 frá velferðarnefnd Alþingis þar sem óskað er umsagnar um tillögu til þingsályktunar um framkvæmdaáætlun á sviði barnaverndar 2019-2022, 771. mál 2019.
Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 14. maí nk. á netfangið nefndasvid@althingi.is.
Þingskjalið er hægt að sækja á vef Alþingis: https://www.althingi.is/altext/149/s/1228.html
Inga Þöll Þórgnýsdóttir bæjarlögmaður og Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Lagt fram til kynningar erindi dagsett 30. apríl 2019 frá allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis þar sem óskað er umsagnar um frumvarp til laga um skráningu einstaklinga, 772. mál 2019.
Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 14. maí nk. á netfangið nefndasvid@althingi.is.
Þingskjalið er hægt að sækja á vef Alþingis: https://www.althingi.is/altext/149/s/1229.html
Inga Þöll Þórgnýsdóttir bæjarlögmaður og Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Lögð fram til kynningar umsögn Sambands íslenskra sveitarfélaga um tillögu til þingsályktunar um fjármálaáætlun 2010-2024, 750. mál 2019.
Inga Þöll Þórgnýsdóttir bæjarlögmaður og Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð felur formanni bæjarráðs og bæjarlögmanni að ganga frá umsögn í samræmi við umræður á fundinum.
Erindi dagsett 3. maí 2019 þar sem Sverrir Gestsson f.h. Norðurbrúar ehf. óskar eftir endurupptöku ákvörðunar skipulagsráðs frá 24. apríl sl. þegar ráðið synjaði Norðurbrú um framlengingu á fresti til þess að taka ákvörðun um framkvæmdir á lóðinni Hafnarstræti 80 til 30. mars 2020 og til 30. maí 2020 til þess að hefja framkvæmdir. Á fundi skipulagsráðs 13. mars 2019 var samþykkt að veita frest til framkvæmda til 1. maí 2019.
Inga Þöll Þórgnýsdóttir bæjarlögmaður og Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð frestar afgreiðslu til næsta fundar og felur bæjarlögmanni að kanna hvort skilyrði endurupptöku séu til staðar.
Erindi frá samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu þar sem vakin er athygli á að grænbók um stefnu ríkisins í málefnum sveitarfélaga hefur verið lögð fram í samráðsgátt stjórnvalda til umsagnar. Þær umræður og ábendingar sem fram koma í tengslum við umræðuskjalið verða nýttar til að fullvinna drög að tillögu til þingsályktunar um stefnumótandi áætlun í málefnum sveitarfélaga. Umsögn þarf að berast fyrir 3. júní nk.
Hlekkur á grænbók í samráðsgátt stjórnvalda: https://samradsgatt.island.is/oll-mal/$Cases/Details/?id=1375
Afgreiðslu frestað.
Kynnt verklag við afgreiðslu ábendinga og athugasemda af heimasíðu bæjarins.
Afgreiðslu frestað.
Liður 2 í fundargerð stjórnar Akureyrarstofu dagsettri 2. maí 2019:
Hólmkell Hreinsson forstöðumaður Amtsbókasafnsins kynnti niðurstöður úr þjónustukönnun sem framkvæmd var af RHA.
Stjórn Akureyrarstofu þakkar Hólmkeli fyrir kynninguna og lýsir yfir ánægju með niðurstöður könnunarinnar og hversu vel hún kemur út. Stjórn Akureyrarstofu hefur áhuga á því að kannað verði með hvaða hætti hægt sé að útvíkka starfsemi bókasafnsins m.t.t. aukinnar þjónustu fyrir bæjarbúa og óskar eftir að bæjarráð taki málið til umfjöllunar.
Afgreiðslu frestað.
Lögð fram fundargerð viðtalstíma bæjarfulltrúa dagsett 2. maí 2019.
Bæjarráð vísar liðum 1, 5 og 6 til umhverfis- og mannvirkjasviðs, lið 2 til umhverfis- og mannvirkjaráðs, lið 3 til skipulagsráðs og lið 4 til umhverfis- og mannvirkjasviðs og skipulagssviðs. Liður 7 er lagður fram til kynningar.
Erindi dagsett 6. maí 2019 frá framkvæmdastjóra Málræktarsjóðs þar sem boðað er til aðalfundar sjóðsins föstudaginn 7. júní nk. kl. 15:30 á Hótel Sögu í Reykjavík. Akureyrarbær á rétt á að skipa einn mann í fulltrúaráð sjóðsins.
Bæjarráð felur Hólmkeli Hreinssyni að fara með umboð Akureyrarbæjar á aðalfundinum. Einnig tilnefnir bæjarráð Hólmkel í fulltrúaráð Málræktarsjóðs.