Vefur í vinnslu
Nýr vefur Akureyrarbæjar er í vinnslu. Vinsamlegast beinið öllum athugasemdum til vefstjórnar, vefstjorn@akureyri.is
Nýr vefur Akureyrarbæjar er í vinnslu. Vinsamlegast beinið öllum athugasemdum til vefstjórnar, vefstjorn@akureyri.is
Lagt fram erindi dagsett 5. maí 2021 frá Helga Jóhannessyni forstjóra Norðurorku hf. þar sem óskað er eftir að Akureyrarbær veiti ábyrgð og veð gagnvart Lánasjóði sveitarfélaga vegna láns til Norðurorku að upphæð 600 milljónir króna til allt að 20 ára. Lánið er tekið til fjármögnunar á hitaveituframkvæmdum.
Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir beiðnina fyrir sitt leyti og vísar málinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.
Liður 6 í fundargerð frístundaráðs dagsettri 5. maí 2021:
Lögð fram tillaga um að gildistími sundkorta verði framlengdur um þann tíma sem lokað hefur verið vegna COVID-19 sem eru 21 dagur.
Frístundaráð samþykkir að óska eftir því við bæjarráð að gildistími sundkorta verði framlengdur um 21 dag.
Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir beiðni frístundaráðs með fimm samhljóða atkvæðum.
Liður 7 í fundargerð velferðarráðs dagsettri 5. maí 2021:
Lögð fram drög að breytingu á reglum Akureyrarbæjar um sérstakan styrk til íþrótta- og tómstundaiðkunar barna.
Halldóra K. Hauksdóttir lögfræðingur velferðarsviðs sat fundinn undir þessum lið.
Velferðarráð samþykkir breytingarnar fyrir sitt leyti og vísar málinu áfram til bæjarstjórnar.
Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir reglurnar fyrir sitt leyti með fimm samhljóða atkvæðum og vísar þeim til afgreiðslu bæjarstjórnar.
Liður 5 í fundargerð frístundaráðs dagsettri 5. maí 2021:
Á fundi frístundaráðs þann 14. apríl sl. var lagt fram til kynningar minnisblað Hrafnhildar Guðjónsdóttur verkefnastjóra barnvæns sveitarfélags um kostnað við tilraunaverkefnið Frístundastrætó.
Málið var einnig til umræðu á fundi frístundaráðs 24. febrúar sl.
Frístundaráði er mjög umhugað um að verkefnið komist á laggirnar og er hluti af því að koma á sérstökum Frístundastrætó strax næsta haust. Til að svo geti orðið samþykkir frístundaráð að óska eftir því við bæjarráð að veittur verði viðauki að upphæð kr. 8.500.000 fyrir þann hluta verkefnisins sem yrði á ábyrgð frístundaráðs. Verkefnið yrði tilraunaverkefni veturinn 2021 - 2022.
Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir beiðni frístundaráðs með fimm samhljóða atkvæðum og felur sviðsstjóra fjársýslusviðs að ganga frá viðauka vegna málsins.
Hlynur Jóhannsson M-lista og Hilda Jana Gísladóttir S-lista viku af fundi kl. 08:30.
Lögð fram fundargerð viðtalstíma bæjarfulltrúa dagsett 6. maí 2021.
Bæjarráð vísar liðum 1, 7 og 8 til skipulagssviðs, liðum 2 og 9 til skipulagsráðs og liðum 3, 4, 5 og 6 til umhverfis- og mannvirkjasviðs.
Erindi dagsett 4. maí 2021 frá Sveinbjörgu Sveinsdóttur framkvæmdastjóra f.h. stjórnar Landskerfis bókasafna hf. þar sem boðað er til aðalfundar félagsins miðvikudaginn 19. maí nk. kl. 14:30 í fyrirlestrarsal á 2. hæð í Þjóðarbókhlöðu, Landsbókasafni Íslands - Háskólabókasafni, Arngrímsgötu 3, 107 Reykjavík.
Bæjarráð felur Kristjönu Hreiðarsdóttur að fara með umboð Akureyrarbæjar á fundinum.
Erindi dagsett 7. maí 2021 frá framkvæmdastjóra Málræktarsjóðs þar sem boðað er til aðalfundar sjóðsins föstudaginn 4. júní nk. kl. 15:30 í fundarsalnum L&G á Hilton Reykjavik Nordica (Hótel Loftleiðum). Akureyrarbær á rétt á að skipa einn mann í fulltrúaráð sjóðsins. Tilnefningar þurfa að berast framkvæmdastjóra í tölvupósti eigi síðar en 21. maí nk.
Bæjarráð felur Hólmkeli Hreinssyni að fara með umboð Akureyrarbæjar á aðalfundinum. Einnig tilnefnir bæjarráð Hólmkel í fulltrúaráð Málræktarsjóðs. Bæjarráð hvetur Málræktarsjóð til að kanna möguleika þess að halda fundi sína með rafrænum hætti.
Lögð fram til kynningar fundargerð 897. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga dagsett 30. apríl 2021. Fundargerðina má finna á eftirfarandi vefslóð: https://www.samband.is/um-sambandid/skipulag/fundargerdir/
Lagðar fram til kynningar 61., 62. og 63. fundargerð stjórnar Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga dagsettar 8. febrúar, 22. febrúar og 26. apríl 2021. Ennfremur lagður fram til kynningar ársreikningur samtakanna vegna ársins 2020.
Fundargerðirnar má finna á eftirfarandi vefslóð: https://sjavarutvegssveitarfelog.is/fundargerdir/