Bæjarráð - 3758
- Kl. 08:15 - 10:57
- Fundarsalur á 1. hæð í Ráðhúsi
- Fundur nr. 3758
Nefndarmenn
- Guðmundur Baldvin Guðmundssonformaður
- Gunnar Gíslason
- Halla Björk Reynisdóttir
- Hilda Jana Gísladóttir
- Hlynur Jóhannsson
- Sóley Björk Stefánsdóttiráheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
- Ásthildur Sturludóttirbæjarstjóri
- Elín Dögg Guðjónsdóttirfundarritari
Launastefna Akureyrarbæjar
Málsnúmer 2020020479Rætt um launa- og kjaramál hjá Akureyrarbæ.
Halla Margrét Tryggvadóttir sviðsstjóri mannauðssviðs sat fundinn undir þessum lið.Bæjarráð samþykkir að taka upp reglur um tímabundin viðbótarlaun og felur bæjarstjóra og sviðsstjóra mannauðssviðs að móta verklagsreglur um TV-einingar og leggja fyrir á næsta fundi bæjarráðs.
Fylgiskjöl
Samþætting þjónustu við börn - erindi frá nágrannasveitarfélögum
Málsnúmer 2022020127Lagt fram til kynningar erindi dagsett 1. febrúar 2022 frá sveitarstjórum Grýtubakkahrepps, Svalbarðsstrandarhrepps, Eyjafjarðarsveitar og Hörgársveitar. Erindið er til komið vegna nýrra laga um farsæld barna og þeirra kosta sem sveitarfélögin standa frammi fyrir við innleiðinguna.
Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.Fylgiskjöl
Bifreiðastæðasjóður - gjaldtaka
Málsnúmer 2019050628Rætt um fyrirspurnir um undanþágur frá greiðslu í bifreiðastæði á gjaldskyldum svæðum.
Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs og Tómas Björn Hauksson forstöðumaður nýframkvæmda hjá umhverfis- og mannvirkjasviði sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.Bæjarráð samþykkir að ekki verði gefnar undanþágur frá greiðslu í gjaldskyld bifreiðastæði.
Austurbyggð 17 - ástand eldvarna
Málsnúmer 2022020271Erindi dagsett 4. febrúar 2022 frá Slökkviliði Akureyrar þar sem varað er við yfirvofandi lokun Austurbyggðar 17 vegna ágalla á eldvörnum í húsnæðinu.
Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs og Guðríður Erla Friðriksdóttir sviðsstjóri umhverfis- og mannvirkjasviðs sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.Bæjarráð lítur ábendingar í eldvarnaskoðun slökkviliðsins alvarlegum augum og áréttar að við þeim verður brugðist án tafar. Um leið er gerð sú skilyrðislausa krafa að ríkið og/eða Heilsuvernd ehf. greiði kostnaðinn við þau verk sem þarf að vinna. Ótækt er að Akureyrarbær beri einn kostnað af óhjákvæmilegu viðhaldi og nauðsynlegum endurbótum á húseignum sem ríkið hefur afhent þriðja aðila til ráðstöfunar endurgjaldslaust án samráðs við Akureyrarbæ sem er skráður eigandi húsnæðisins. Er bæjarstjóra jafnframt falið að kanna lagalega stöðu Akureyrarbæjar varðandi eignarhald á húsinu.
Fylgiskjöl
Ráðhús - ástand húsnæðis og framtíðarsýn
Málsnúmer 2022011603Lagt var fram minnisblað bæjarstjóra um málið.
Guðríður Erla Friðriksdóttir sviðsstjóri umhverfis- og mannvirkjasviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.Bæjarráð felur sviðsstjóra umhverfis- og mannvirkjasviðs og bæjarstjóra að vinna málið áfram í samræmi við framlagt minnisblað.
Fylgiskjöl
Lóð Bifreiðastöðvar Oddeyrar (BSO)
Málsnúmer 2020090447Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri fór yfir stöðuna á viðræðum við BSO.
Bæjarráð felur bæjarstjóra og forstöðumanni skipulagsmála að ganga til samninga við forsvarsmenn BSO.
Menningarsjóður Akureyrar 2022 - styrkumsóknir
Málsnúmer 2022020273Gunnar Gíslason vék af fundi kl. 10:26. <br />
Farið var yfir umsóknir um styrki úr Menningarsjóði 2022 og lagðar fram til umræðu tillögur um afgreiðslu þeirra.
Almar Alfreðsson verkefnastjóri menningarmála og Þórgnýr Dýrfjörð forstöðumaður atvinnu- og menningarmála sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi tillögur með þeim breytingum sem ræddar voru á fundinum.
Halla Björk Reynisdóttir vék af fundi kl. 10:49.
Stjórn Norðurorku hf. - fundargerðir
Málsnúmer 2018110047Lögð var fram til kynningar fundargerð 270. fundar stjórnar Norðurorku hf. dagsett 28. janúar 2022.
Fylgiskjöl
Samtök sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra SSNE - fundargerðir stjórnar 2022
Málsnúmer 2022011072Lögð var fram til kynningar fundargerð 34. fundar stjórnar SSNE dagsett 28. janúar 2022.
Fylgiskjöl
Frumvarp til laga um breytingu á lögum um málefni innflytjenda, nr. 1162012 móttaka einstaklinga með vernd, innflytjendaráð, 271. mál
Málsnúmer 2022020188Lagt var fram til kynningar erindi dagsett 2. febrúar 2022 frá velferðarnefnd Alþingis þar sem óskað er umsagnar um frumvarp til laga um breytingu á lögum um málefni innflytjenda, nr. 116/2012 (móttaka einstaklinga með vernd, innflytjendaráð), 271. mál 2022.
Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 18. febrúar nk. á netfangið nefndasvid@althingi.is.
Þingskjalið er hægt að sækja á vef Alþingis: https://www.althingi.is/altext/152/s/0380.htmlFylgiskjöl