Vefur í vinnslu
Nýr vefur Akureyrarbæjar er í vinnslu. Vinsamlegast beinið öllum athugasemdum til vefstjórnar, vefstjorn@akureyri.is
Nýr vefur Akureyrarbæjar er í vinnslu. Vinsamlegast beinið öllum athugasemdum til vefstjórnar, vefstjorn@akureyri.is
Sævar Pétursson framkvæmdarstjóri Knattspyrnufélags Akureyrar tók á móti fræðslu- og lýðheilsuráði og sagði frá starfsemi félagsins og sýndi ráðinu mannvirki þess.
Áheyrnarfulltrúar: Telma Ósk Þórhallsdóttir fulltrúi ungmennaráðs og Geir Kr. Aðalsteinsson formaður ÍBA.
Fræðslu- og lýðheilsuráð þakkar Sævari kærlega fyrir kynninguna.
Guðríður Friðriksdóttir sviðsstjóri umhverfis- og mannvirkjasviðs og Kristján Snorrason verkefnastjóri nýframkvæmda kynntu hönnun á keppnisvelli og stúku við félagssvæði KA.
Áheyrnarfulltrúar: Sævar Pétursson formaður KA, Vignir Már Þormóðsson varaformaður aðalstjórnar KA, Telma Ósk Þórhallsdóttir fulltrúi ungmennaráðs og Geir Kr. Aðalsteinsson formaður ÍBA.
Erindi dagsett 17. nóvember 2022 frá Ungmennafélaginu Narfa um styrki til foreldra/forráðamanna barna sem stunda íþrótta- og tómstundastarf utan Hríseyjar.
Áheyrnarfulltrúar: Telma Ósk Þórhallsdóttir fulltrúi ungmennaráðs og Geir Kr. Aðalsteinsson formaður ÍBA.
Fræðslu- og lýðheilsuráð felur sviðsstjóra að vinna málið áfram.
Sigrún Helga Snæbjörnsdóttir kennari við Síðuskóla kynnti myndband um skólakerfi Akureyrarbæjar. Myndbandið verður þýtt á nokkur tungumál og er ætlað að kynna nýbúum sveitarfélagsins fyrir skólakerfinu.
Áheyrnarfulltrúar: Hafdís Erna Ásbjarnardóttir fulltrúi foreldra leikskólabarna, Daníel Sigurður Eðvaldsson fulltrúi foreldra grunnskólabarna, Björg Sigurvinsdóttir fulltrúi leikskólastjóra, Ólöf Inga Andrésdóttir fulltrúi grunnskólastjóra, Polly Rósa Brynjólfsdóttir fulltrúi grunnskólakennara, Ingi Jóhann Friðjónsson fulltrúi leikskólakennara og Telma Ósk Þórhallsdóttir fulltrúi ungmennaráðs.
Fræðslu- og lýðheilsuráð þakkar Sigrún Helgu kærlega fyrir kynninguna og fagnar framtakinu.
Bjarney Sigurðardóttir mætti á fundinn kl. 15:30.
Tinna Guðmundsdóttir vék af fundi kl. 15:37.
Fyrir liggja drög að erindisbréfi stýrihóps Barnvæns sveitarfélags.
Áheyrnarfulltrúar: Hafdís Erna Ásbjarnardóttir fulltrúi foreldra leikskólabarna, Daníel Sigurður Eðvaldsson fulltrúi foreldra grunnskólabarna, Björg Sigurvinsdóttir fulltrúi leikskólastjóra, Ólöf Inga Andrésdóttir fulltrúi grunnskólastjóra, Polly Rósa Brynjólfsdóttir fulltrúi grunnskólakennara, Ingi Jóhann Friðjónsson fulltrúi leikskólakennara og Telma Ósk Þórhallsdóttir fulltrúi ungmennaráðs.
Fræðslu- og lýðheilsuráð samþykkir erindisbréfið og felur sviðsstjóra að vinna málið áfram.
Frístundaheimili grunnskóla Akureyrar óska eftir afstöðu fræðslu- og lýðheilsuráðs til samvinnu milli frístunda þegar hefðbundið skólastarf er ekki í gangi. Þetta á við um t.d. jól, páska, haust- og vetrarfrí o.s.frv. Þannig að frístundastarf yrði sameinað í nokkrum grunnskólum á þessum dögum til að auka fjölbreytni fyrir nemendur.
Áheyrnarfulltrúar: Hafdís Erna Ásbjarnardóttir fulltrúi foreldra leikskólabarna, Daníel Sigurður Eðvaldsson fulltrúi foreldra grunnskólabarna, Björg Sigurvinsdóttir fulltrúi leikskólastjóra, Ólöf Inga Andrésdóttir fulltrúi grunnskólastjóra, Polly Rósa Brynjólfsdóttir fulltrúi grunnskólakennara, Ingi Jóhann Friðjónsson fulltrúi leikskólakennara og Telma Ósk Þórhallsdóttir fulltrúi ungmennaráðs.
Fræðslu- og lýðheilsuráð tekur jákvætt í erindið og heimilar grunnskólum Akureyrarbæjar að prófa sig áfram með samvinnu sín á milli á umræddum dögum.
Fyrir liggja drög að breytingu á uppsagnarbréfi á þjónustu frá fræðslu- og lýðheilsusviði Akureyrarbæjar.
Áheyrnarfulltrúar: Hafdís Erna Ásbjarnardóttir fulltrúi foreldra leikskólabarna, Daníel Sigurður Eðvaldsson fulltrúi foreldra grunnskólabarna, Björg Sigurvinsdóttir fulltrúi leikskólastjóra, Ólöf Inga Andrésdóttir fulltrúi grunnskólastjóra, Polly Rósa Brynjólfsdóttir fulltrúi grunnskólakennara, Ingi Jóhann Friðjónsson fulltrúi leikskólakennara og Telma Ósk Þórhallsdóttir fulltrúi ungmennaráðs.
Fræðslu- og lýðheilsuráð frestar afgreiðslu málsins.
Fyrir liggur ósk um viðauka vegna Tónlistarskólans á Akureyri, skólaaksturs og flutnings efstu deildar Glerárskóla í Rósenborg. Fræðslu- og lýðheilsuráð vísaði erindinu til síðari umræðu í ráðinu á 19. fundi sínum sem haldinn var þann 7. nóvember síðastliðinn.
Áheyrnarfulltrúar: Hafdís Erna Ásbjarnardóttir fulltrúi foreldra leikskólabarna, Daníel Sigurður Eðvaldsson fulltrúi foreldra grunnskólabarna, Björg Sigurvinsdóttir fulltrúi leikskólastjóra, Ólöf Inga Andrésdóttir fulltrúi grunnskólastjóra, Polly Rósa Brynjólfsdóttir fulltrúi grunnskólakennara, Ingi Jóhann Friðjónsson fulltrúi leikskólakennara og Telma Ósk Þórhallsdóttir fulltrúi ungmennaráðs.
Fræðslu- og lýðheilsuráð samþykkir að óska eftir viðauka við fjárhagsáætlun að fjárhæð kr. 16.600.000 vegna málsins. Málinu er vísað til bæjarráðs.
Ósk um viðauka til að mæta leik- og grunnskólum vegna móttöku flóttabarna haustið 2022. Fræðslu- og lýðheilsuráð vísaði erindinu til síðari umræðu í ráðinu á 19. fundi sínum sem haldinn var þann 7. nóvember síðastliðinn.
Áheyrnarfulltrúar: Hafdís Erna Ásbjarnardóttir fulltrúi foreldra leikskólabarna, Daníel Sigurður Eðvaldsson fulltrúi foreldra grunnskólabarna, Björg Sigurvinsdóttir fulltrúi leikskólastjóra, Ólöf Inga Andrésdóttir fulltrúi grunnskólastjóra, Polly Rósa Brynjólfsdóttir fulltrúi grunnskólakennara, Ingi Jóhann Friðjónsson fulltrúi leikskólakennara og Telma Ósk Þórhallsdóttir fulltrúi ungmennaráðs.
Fræðslu- og lýðheilsuráð samþykkir að óska eftir viðauka við fjárhagsáætlun að fjárhæð 16.850.000 kr. vegna málsins. Málinu er vísað til bæjarráðs.
Lagt fram minnisblaði frá leikskólateymi fræðslu- og lýðheilsusviðs um stöðu og mögulega þróun leikskólarýma.
Áheyrnarfulltrúar: Hafdís Erna Ásbjarnardóttir fulltrúi foreldra leikskólabarna, Daníel Sigurður Eðvaldsson fulltrúi foreldra grunnskólabarna, Björg Sigurvinsdóttir fulltrúi leikskólastjóra, Ólöf Inga Andrésdóttir fulltrúi grunnskólastjóra, Polly Rósa Brynjólfsdóttir fulltrúi grunnskólakennara, Ingi Jóhann Friðjónsson fulltrúi leikskólakennara og Telma Ósk Þórhallsdóttir fulltrúi ungmennaráðs.
Ísak Már Jóhannesson S-lista óskar að bóka:
Á liðnu kjörtímabili náðist góður árangur í innritun barna í leikskóla, þar sem aldur við innritun að hausti fór úr 15 mánuðum í 12 mánuði. Nú liggur fyrir að á næstu fjórum árum vanti um 100 ný leikskólarými á Akureyri. Undirritaður telur það mjög varlega áætlað og gæti því þörfin orðið enn meiri. Þrátt fyrir það er í framkvæmdaáætlun aðeins gert ráð fyrir 80 nýjum rýmum á kjörtímabilinu og áætlað fjármagn í það verkefni mjög takmarkað. Verði ekki áfram lagður metnaður í uppbyggingu leikskólarýma, blasir við að hækka þurfi inntökualdurinn á ný og væri það sannarlega mikil afturför. Þá er ljóst að náms- og starfsaðstæður barna og starfsfólks er misjafnt og sumt húsnæði komið til ára sinna og óhentugt fyrir starfsemina. Ekki er að sjá að fjármagn sé sett í þau aðkallandi verkefni í framkvæmdaáætlun kjörtímabilisins. Nauðsynlegt er að halda áfram að vinna markvisst með skýra langtímasýn að leiðarljósi, en hana er því miður ekki að sjá í þeirri fjárhagsáætlun sem lögð hefur verið fram við fyrstu umræðu í bæjarstjórn.
Fræðslu- og lýðheilsuráð felur sviðsstjóra í samstarfi við UMSA að undirbúa tillögur að forgangsröðun uppbyggingar skólahúsnæðis og -lóða næstu árin.
Óskar Sigurðsson vék af fundi kl. 16:20.
Lögð fram til kynningar drög að reglum um heimgreiðslur til foreldra.
Áheyrnarfulltrúar: Hafdís Erna Ásbjarnardóttir fulltrúi foreldra leikskólabarna, Daníel Sigurður Eðvaldsson fulltrúi foreldra grunnskólabarna, Björg Sigurvinsdóttir fulltrúi leikskólastjóra, Ólöf Inga Andrésdóttir fulltrúi grunnskólastjóra, Polly Rósa Brynjólfsdóttir fulltrúi grunnskólakennara, Ingi Jóhann Friðjónsson fulltrúi leikskólakennara og Telma Ósk Þórhallsdóttir fulltrúi ungmennaráðs.
Ásrún Ýr Gestsdóttir V-lista og Ísak Már Jóhannesson S- lista óska að bóka:
Að brúa umönnunarbilið er mikilvægt jafnréttismál. Reynslan hefur sýnt að þetta bil er oftar brúað af konum en körlum. Mæður taka sér launalaust leyfi frá vinnu eða fara í hlutastörf með tilheyrandi afleiðingum á launakjör og lífeyrisréttindi. Mikilvægt er að brúa umönnunarbilið með fjölgun leikskólaplássa og eflingu dagforeldrakerfisins, en ekki með heimgreiðslum. Undirrituð telja það skref í ranga átt sem bæði bitnar á ævitekjum kvenna og eykur ójafnræði á vinnumarkaði. Þessu til viðbótar blasir við að heimgreiðslur með þessari útfærslu munu fyrst og fremst nýtast hátekjufólki í forréttindastöðu en ekki koma öðrum að gagni nema að litlu leyti. Óljóst er hvaða tilgangi heimgreiðslum er ætlað að þjóna. Ef þeim er ætlað að vera biðlistabætur fyrir þá foreldra sem ekki koma börnum sínum að á leikskóla eða hjá dagforeldri, þá er nauðsynlegt að horfa til jafnræðis og skoða sambærilega stöðu t.d. greiðslur til fatlaðs fólk sem er á biðlista eftir húsnæði. Ef heimgreiðslunum er ætlað að auka valfrelsi foreldra, þá er mikilvægt að hafa í huga að það val mun ekki standa öllum til boða, heldur fyrst og fremst tekjuháu fólki í forréttindastöðu.