Beint í efni

Vefur í vinnslu

Nýr vefur Akureyrarbæjar er í vinnslu. Vinsamlegast beinið öllum athugasemdum til vefstjórnar, vefstjorn@akureyri.is

  • Kl. 09:00 - 11:00
  • Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi
  • Fundur nr. 3255

Nefndarmenn

    • Oddur Helgi Halldórssonformaður
    • Geir Kristinn Aðalsteinsson
    • Halla Björk Reynisdóttir
    • Guðmundur Baldvin Guðmundsson
    • Ólafur Jónsson
    • Andrea Sigrún Hjálmsdóttiráheyrnarfulltrúi
    • Hermann Jón Tómassonáheyrnarfulltrúi
    • Sigurður Guðmundssonáheyrnarfulltrúi
    • Dan Jens Brynjarssonfjármálastjóri
    • Jón Bragi Gunnarssonhagsýslustjóri
    • Heiða Karlsdóttirfundarritari
Í upphafi fundar óskaði formaður bæjarráðs bæjarráðsmönnum og starfsmönnum Akureyrarbæjar gleðilegs árs og farsældar á nýju ári.
  • Hverfisráð Hríseyjar - ályktun vegna boðaðs niðurskurðar á læknisþjónustu

    Málsnúmer 2010020035

    Lögð fram eftirfarandi ályktun hverfisráðs Hríseyjar dags. 20. desember sl.:\nHeilsugæslustöð Dalvíkur hefur boðað að frá og með 1. febrúar 2011 muni læknisþjónusta í Hrísey flytjast til Heilsugæslustöðvarinnar á Dalvík.\nHverfisráð Hríseyjar mótmælir fyrirhugaðri þjónustuskerðingu á þjónustu Heilsugæslustöðvar Dalvíkur við íbúa Hríseyjar.\nLæknir hefur haft viðveru í Hrísey einu sinni í viku í eina klukkustund í senn.\nMeðalaldur íbúa hefur farið hækkandi undanfarin ár og ljóst að margir eiga erfitt um vik að sækja læknisþjónustu til Dalvíkur.\nÞá sætir furðu að ekkert samráð skyldi haft við bæjaryfirvöld á Akureyri né hverfisráð Hríseyjar um skerðingu á þjónustunni heldur var breytingin tilkynnt með dreifibréfi undirrituðu af framkvæmdastjórn Heilsugæslustöðvarinnar.\nHverfisráðið skorar á framkvæmdastjórn að endurskoða þessa ákvörðun og koma til viðræðna við bæjaryfirvöld á Akureyri og hverfisráð um framkvæmd þjónustunnar þannig að viðunandi lausn fáist.\n\nMargrét Guðjónsdóttir framkvæmdastjóri Heilsugæslustöðvarinnar á Akureyri sat fund bæjarráðs undir þessum lið.

    <DIV&gt;<DIV&gt;Bæjarráð felur bæjarstjóra og framkvæmdastjóra Heilsugæslustöðvarinnar á Akureyri að taka upp viðræður við heilbrigðisráðuneytið.</DIV&gt;</DIV&gt;

  • Leikfélag Akureyrar - ársreikningur fyrir starfsárið 2009-2010

    Málsnúmer 2010120113

    Lagður fram til kynningar ársreikningur Leikfélags Akureyrar fyrir starfsárið 2009-2010.

    <DIV&gt;<DIV&gt;</DIV&gt;</DIV&gt;

  • Almannaheillanefnd

    Málsnúmer 2008100088

    Lögð fram til kynningar fundargerð almannaheillanefndar dags. 17. desember 2010.

    <DIV&gt;</DIV&gt;

  • Æskulýðssamband Þjóðkirkjunnar - styrkbeiðni vegna landsmóts

    Málsnúmer 2010030175

    Erindi ódags. frá Jónu Lovísu Jónsdóttur f.h. stjórnar Æskulýðssambands Þjóðkirkjunnar þar sem vísað er í áður send erindi dags. 19. mars 2010 og 16. ágúst 2010 þar sem óskað er eftir stuðningi bæjaryfirvalda við landsmót æskulýðsfélaga kirkjunnar sem haldið var á Akureyri 15.- 17. október sl.

    <DIV&gt;Bæjarráð samþykkir styrk að upphæð kr. 230.000 vegna landsmóts æskulýðsfélaga kirkjunnar sem haldið var á Akureyri í október sl.</DIV&gt;<DIV&gt;Færist á&nbsp;rekstrarár 2010 á málaflokk 105.&nbsp;</DIV&gt;

  • Byggðakvóti handa Hrísey og Grímsey - fiskveiðiárið 2010/2011

    Málsnúmer 2010090155

    Lagt fram til kynningar bréf dags. 22. desember 2010 frá sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu þar sem tilkynnt er um úthlutaðan byggðakvóta fiskveiðiársins 2010/2011, 102 þorskígildistonn vegna Hríseyjar og 15 þorskígildistonn vegna Grímseyjar. \nÍ bréfinu er einnig vakin athygli á því að vilji sveitarstjórn leggja til við ráðuneytið að sett verði sérstök skilyrði varðandi úthlutun byggðakvóta sveitarfélagsins eða einstakra byggðalaga skal hún skila rökstuddum tillögum sínum til ráðuneytisins eigi síðar en 18. janúar nk.

    <DIV&gt;&nbsp;</DIV&gt;

  • Lundarskóli - forvarnir og umferðarfræðsla í samvinnu við lögreglu

    Málsnúmer 2010120061

    3. liður í fundargerð skólanefndar dags. 20. desember 2010:\nErindi dags. 6. desember 2010 frá skólaráði Lundarskóla til lögreglustjórans á Akureyri, þar sem skólaráðið lýsir vonbrigðum sínum með þá ákvörðun lögreglunnar á Akureyri að hætta að sinna forvarnastarfi sem sinnt hefur verið í mörg ár og snúið að umferðarfræðslu, vímuvörnum og afleiðingum afbrota og ofbeldis.\nSkólanefnd tekur heilshugar undir áhyggjur og vonbrigði skólaráðs Lundarskóla og óskar eftir því að bæjarráð taki málið til skoðunar.

    <DIV&gt;<DIV&gt;Bæjarráð tekur undir bókun skólaráðs Lundarskóla og skólanefndar og felur bæjarstjóra að ræða við lögreglustjóra.</DIV&gt;</DIV&gt;