Stjórn Akureyrarstofu - 324
- Kl. 14:00 - 16:07
- Fundarsalur á 2. hæð í Ráðhúsi
- Fundur nr. 324
Nefndarmenn
- Sigfús Arnar Karlssonvaraformaður
- Berglind Ósk Guðmundsdóttir
- Finnur Sigurðsson
- Karl Liljendal Hólmgeirssonáheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
- Kristinn Jakob Reimarssonsviðsstjóri samfélagssviðs ritaði fundargerð
- Þórgnýr Dýrfjörðforstöðumaður Akureyrarstofu
Samningur við MAk 2021 - 2023
Málsnúmer 2021051151Samningur við MAk lagður fram til samþykktar.
Eva Hrund Einarsdóttir formaður stjórnar MAk og Þuríður H. Kristjánsdóttir framkvæmdastjóri MAk sátu fundinn undir þessum lið.Stjórn Akureyrarstofu samþykkir að fela starfsmönnum að uppfæra samninginn út frá umræðum á fundinum.
Starfs- og fjárhagsáætlun stjórnar Akureyrarstofu 2022
Málsnúmer 2021060306Starfs- og fjárhagsáætlun stjórnar Akureyrarstofu lögð fram til umræðu ásamt tillögu að gjaldskrám fyrir árið 2022.
Hlynur Hallsson safnstjóri Listasafnsins og Hólmkell Hreinsson amtsbókavörður sátu fundinn undir þessum lið.Unnið verður áfram að starfs- og fjárhagsáætlun og áframhaldandi umræðu vísað til næsta fundar.
Beiðni um endurnýjun á samstarfssamningi
Málsnúmer 2021090110Erindi dagsett 2. september 2021 frá Steinunni Maríu Sveinsdóttur safnstjóra Flugsafnsins þar sem óskað er eftir endurnýjun á samstarfssamningi Menningarsjóðs Akureyrar og Flugsafnsins.
Stjórn Akureyrarstofu vísar erindinu til Menningarsjóðs sem auglýsir árlega eftir styrkumsóknum. Fyrirhugað er að auglýsa eftir umsóknum í nóvember á þessu ári.
Fylgiskjöl