Skólanefnd - 20
- Kl. 14:00 - 16:30
- Fundarsalur á 2. hæð í Glerárgötu 26
- Fundur nr. 20
Nefndarmenn
- Preben Jón Péturssonformaður
- Anna Sjöfn Jónasdóttir
- Tryggvi Þór Gunnarsson
- Helgi Vilberg Hermannsson
- Sædís Gunnarsdóttir
- Áslaug Magnúsdóttiráheyrnarfulltrúi
- Hjörtur Narfasonáheyrnarfulltrúi
- Kristín Sigfúsdóttiráheyrnarfulltrúi
- Hrafnhildur G Sigurðardóttirleikskólafulltrúi
- Árni Konráð Bjarnasonrekstrarstjóri
- fulltrúi skólastjóra
- Jón Aðalsteinn Brynjólfssonfulltrúi grunnskólakennara
- Sædís Inga Ingimarsdóttirfulltrúi foreldra grunnskólabarna
- fulltrúi leikskólastjóra
- Hildur Elínar Sigurðardóttirfulltrúi leikskólakennara
- Áshildur Hlín Valtýsdóttirfulltrúi foreldra leikskólabarna
- Gunnar Gíslasonfræðslustjóri ritaði fundargerð
Fjárhagsáætlun 2014 - fræðslu- og uppeldismál
Málsnúmer 2013080061Lögð fram til kynningar ný útfærsla á fjárhagsáætlun 2014 þar sem tekið hefur verið tillit til þess að bæjarráð ákvað á fundi sínum 5. desember sl. að draga til baka 6% hækkun á vistunargjöldum leikskóla.
<DIV><DIV><DIV><DIV><DIV> </DIV></DIV></DIV></DIV></DIV>
Lundarskóli - frístund aðstaða
Málsnúmer 2013060212Erindi dags. 9. desember 2013 frá skólastjóra Lundarskóla. Þar er lögð fram tillaga frá skólanum um framtíðarlausn á aðstöðu vegna frístundar við skólann. Þá er samhliða óskað eftir ýmsum lagfæringum innanhúss til að nýta húsnæðið sem best til kennslu.
<DIV><DIV><DIV>Skólanefnd samþykkir að óska eftir því við Fasteignir Akureyrarbæjar að gera kostnaðarmat á fyrirliggjandi tillögum.</DIV></DIV></DIV>
Álag og fjarvera í leikskólum Akureyrarbæjar
Málsnúmer 2013120098Erindi dags. 11. desember 2013 frá sjö leikskólastjórum á Akureyri. Þar kemur fram að álag og fjarvera undanfarin ár hefur haft áhrif á líðan starfsfólks í leikskólum og nú hafa fjarverur aukist til muna. Óskað er eftir samstarfi um að gerð verði greining á stöðunni og starfshópur settur á laggirnar til að leita leiða til lausna.
<DIV><DIV>Skólanefnd samþykkir að fela leikskólafulltrúa að skipa starfshóp í samræmi við framkomnar óskir í erindinu.</DIV></DIV>
PISA 2012
Málsnúmer 2013120093Fyrir fundinn var lögð skýrsla um niðurstöðu PISA prófanna 2012. Þá var einnig tilkynnt að búið er að óska eftir sambærilegri greiningu á niðurstöðum prófanna nú og var gert vegna prófanna 2009.
<DIV><DIV>Skólanefnd samþykkir að fresta frekari umræðu þar til greining á niðurstöðum fyrir skóla Akureyrarbæjar liggur fyrir í janúar 2014.</DIV></DIV>
Starfshópur - skólastjórnendur á Akureyri
Málsnúmer 2013120094Fyrir fundinn var lögð tillaga frá formanni nefndarinnar um að settur verði á fót starfshópur til að skoða hvort æskilegt og mögulegt sé að bjóða skólastjórnendum að flytja sig milli skóla eftir ákveðinn tíma í starfi á hverjum stað.\nLagt er til að í þessum starfshópi verði formaður skólanefndar, fræðslustjóri eða leikskólafulltrúi, þróunarstjóri á starfsmannaþjónustu, fulltrúi grunnskólastjóra og fulltrúi leikskólastjóra. Reiknað er með að starfshópurinn skili af sér niðurstöðu í lok mars 2014.
<DIV><DIV>Skólanefnd samþykkir fyrirliggjandi tillögu.</DIV></DIV>
Endurskoðun á starfsemi Hlíðarskóla
Málsnúmer 2013120097Fyrir fundinn var lögð tillaga um að stofnaður verði starfshópur sem hafi það hlutverk að endurskoða starfsemi og þjónustu Hlíðarskóla í ljósi breyttra aðstæðna í grunnskólunum. Lagt er til að óskað verði eftir tilnefningum frá Hlíðarskóla, fjölskyldudeild, skólastjórum og kennurum grunnskóla og Miðstöð skólaþróunar HA. Lagt er til að fræðslustjóri stýri starfi hópsins.
<DIV>Skólanefnd samþykkir fyrirliggjandi tillögu og felur fræðslustjóra að kalla starfshópinn saman og stýra starfi hans.</DIV>
Viðmið um fyrirmyndaraðbúnað í skólum - starfshópur
Málsnúmer 2013120096Með hliðsjón af langtímaáætlun skólanefndar var lagt til að stofnaður verði starfshópur á vegum skólanefndar til að vinna upp viðmið um fyrirmyndaraðbúnað í skólum Akureyrarbæjar. Eftirtöldum aðilum verði boðið að tilnefna fulltrúa sinn í hópinn: \nSkólastjórum grunnskóla\nSkólastjórum leikskóla\nGrunnskólakennurum\nLeikskólakennurum\nSkóladeild\nFasteignum Akureyrarbæjar\nÍþróttadeild\nSamtaka f.h. foreldra
<DIV><DIV>Skólanefnd samþykkir fyrirliggjandi tillögu og felur fræðslustjóra að kalla starfshópinn saman og stýra starfi hans.</DIV></DIV>
Ytra mat á leikskólum 2014
Málsnúmer 2013120048Erindi dags. 5. desember 2013 frá Þóru Björk Jónsdóttur f.h. Námsmatsstofnunar þar sem auglýst er eftir sveitarfélögum sem hafa áhuga á því að fram fari ytra mat á starfi leikskóla innan þeirra, bæði þeirra sem reknir eru af sveitarfélaginu og öðrum aðilum. Umsóknir skulu berast Námsmatsstofnun frá sveitarstjórnum fyrir 31. desember 2013.
<DIV>Skólanefnd samþykkir að hvetja leikskóla á Akureyri til að taka þátt og felur leikskólafulltrúa að fylgja málinu eftir í samræmi við umræður á fundinum.</DIV>
Fundaáætlun skólanefndar 2014
Málsnúmer 2013120095Fyrir fundinn var lögð fundaáætlun skólanefndar 2014, fram til loka maí.
<DIV><DIV>Skólanefnd samþykkir fyrirliggjandi tillögu.</DIV></DIV>
Sumarlokun leikskóla 2014
Málsnúmer 2013120092Fyrir fundinn var lagt til kynningar yfirlit yfir sumarlokanir leikskólanna 2014.
<DIV></DIV>