Bæjarráð - 3448
- Kl. 08:30 - 11:03
- Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi
- Fundur nr. 3448
Nefndarmenn
- Guðmundur Baldvin Guðmundssonformaður
- Logi Már Einarsson
- Matthías Rögnvaldsson
- Gunnar Gíslason
- Sóley Björk Stefánsdóttir
- Margrét Kristín Helgadóttiráheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
- Eiríkur Björn Björgvinssonbæjarstjóri
- Heiða Karlsdóttirfundarritari
Samþykktir fastanefnda endurskoðun - stjórn Akureyrarstofu
Málsnúmer 20130601446. liður í fundargerð stjórnar Akureyrarstofu dagsett 4. febrúar 2015:
Lögð fram drög að endurskoðaðri samþykkt fyrir stjórn Akureyrarstofu.
Stjórn Akureyrarstofu samþykkir að vísa fyrirliggjandi drögum að endurskoðaðri samþykkt fyrir stjórn Akureyrarstofu til bæjarráðs og síðan samþykktar í bæjarstjórn.
Dagný M. Harðardóttir skrifstofustjóri Ráðhúss sat fund bæjarráðs undir þessum lið.Bæjarráð samþykkir framlagða tillögu að breytingum á samþykkt fyrir stjórn Akureyrarstofu með þeim breytingum sem gerðar voru á fundinum og vísar samþykktinni til afgreiðslu bæjarstjórnar.
Samþykktir fastanefnda endurskoðun - íþróttaráð
Málsnúmer 20130601444. liður í fundargerð íþróttaráðs dagsett 5. febrúar 2015:
Lögð fram drög að endurskoðaðri samþykkt fyrir íþróttaráð.
Dagný M. Harðardóttir skrifstofustjóri Ráðhúss sat fund bæjarráðs undir þessum lið.Bæjarráð samþykkir framlagða tillögu að breytingum á samþykkt fyrir íþróttaráð með þeim breytingum sem gerðar voru á fundinum og vísar samþykktinni til afgreiðslu bæjarstjórnar.
Samþykkt um stjórn og fundarsköp Akureyrarkaupstaðar - endurskoðun 2015
Málsnúmer 2015020055Lögð fram tillaga að endurskoðaðri Samþykkt um stjórn og fundarsköp Akureyrarkaupstaðar.
Dagný M. Harðardóttir skrifstofustjóri Ráðhúss sat fund bæjarráðs undir þessum lið.Bæjarráð samþykkir framlagða tillögu að breytingum og vísar Samþykktinni til fyrri umræðu í bæjarstjórn.
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga - fundargerðir 2015
Málsnúmer 2015010106Lögð fram til kynningar fundargerð 824. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga dagsett 30. janúar 2015. Fundargerðina má finna á vefslóðinni: http://www.samband.is/um-okkur/fundargerdir-stjornar/searchmeetings.aspx
Frumvarp til laga um húsaleigubætur (námsmenn), 237. mál
Málsnúmer 2015020047Lagt fram til kynningar erindi dagsett 5. febrúar 2015 frá Velferðarnefnd Alþingis þar sem óskað er umsagnar um frumvarp til laga um húsaleigubætur (námsmenn), 237. mál, 2015.
Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 25. febrúar nk. á netfangið nefndasvid@althingi.is
Þingskjalið er hægt að sækja á vef Alþingis: http://www.althingi.is/altext/144/s/0266.htmlFrumvarp til laga um félagsþjónustu sveitarfélaga (skilyrði fjárhagsaðstoðar), 416. mál
Málsnúmer 2015020059Lagt fram til kynningar erindi dagsett 9. febrúar 2015 frá Velferðarnefnd Alþingis þar sem óskað er umsagnar um frumvarp til laga um félagsþjónustu sveitarfélaga (skilyrði fjárhagsaðstoðar), 416. mál, 2015.
Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 23. febrúar nk. á netfangið nefndasvid@althingi.is
Þingskjalið er hægt að sækja á vef Alþingis: http://www.althingi.is/altext/144/s/0624.htmlFrumvarp til laga um náttúrupassa (heildarlög), 455. mál
Málsnúmer 2015020060Lagt fram til kynningar erindi dagsett 6. febrúar 2015 frá Atvinnuveganefnd Alþingis þar sem óskað er umsagnar um frumvarp til laga um náttúrupassa (heildarlög), 455. mál, 2015.
Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 20. febrúar nk. á netfangið nefndasvid@althingi.is
Þingskjalið er hægt að sækja á vef Alþingis: http://www.althingi.is/altext/144/s/0699.htmlFrumvarp til laga um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum og málefni fatlaðs fólks (aukin vinnuvernd og notendastýrð persónuleg þjónusta), 454. mál
Málsnúmer 2015020062Lagt fram til kynningar erindi dagsett 9. febrúar 2015 frá Velferðarnefnd Alþingis þar sem óskað er umsagnar um frumvarp til laga um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum og málefni fatlaðs fólks (aukin vinnuvernd og notendastýrð persónuleg þjónusta), 454. mál.
Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 23. febrúar nk. á netfangið nefndasvid@althingi.is.
Þingskjalið er hægt að sækja á vef Alþingis: http://www.althingi.is/altext/144/s/0698.htmlFrumvarp til laga um uppbyggingu innviða fyrir ferðamenn til verndar náttúru og menningarsögulegum minjum (heildarlög), 427. mál
Málsnúmer 2015020063Lagt fram til kynningar erindi dagsett 9. febrúar 2015 frá Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis þar sem óskað er umsagnar um frumvarp til laga um uppbyggingu innviða fyrir ferðamenn til verndar náttúru og menningarsögulegum minjum (heildarlög), 427. mál.
Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 23. febrúar 2015 á netfangið nefndasvid@althingi.is.
Þingskjalið er hægt að sækja á vef Alþingis: http://www.althingi.is/altext/144/s/0649.html