Íþróttaráð - 167
- Kl. 14:00 - 16:07
- Fundarherbergi á 2. hæð í Rósenborg
- Fundur nr. 167
Nefndarmenn
- Ingibjörg Ólöf Isaksenformaður
- Árni Óðinsson
- Birna Baldursdóttir
- Jónas Björgvin Sigurbergsson
- Þórunn Sif Harðardóttir
- Guðrún Þórsdóttiráheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
- Sigríður Stefánsdóttirframkvæmdastjóri
- Ellert Örn Erlingssonforstöðumaður íþróttamála ritaði fundargerð
Vetraríþróttamiðstöð Íslands (VMÍ)
Málsnúmer 2014080131Farið yfir starfsemi, aðkomu og sýn VMÍ að vetraríþróttastarfsemi á Akureyri.
Lagt fram erindi dagsett 12. febrúar 2015 frá Margréti Baldvinsdóttur f.h. stjórnar VMÍ þar sem óskað er eftir upplýsingum frá Akureyrarbæ varðandi VMÍ.
Margrét Baldvinsdóttir varaformaður VMÍ mætti á fundinn undir þessum lið.Íþróttaráð þakkar Margréti Baldvinsdóttur fyrir komuna á fundinn.
Íþróttaráð leggur til að gengið verði til samninga á milli Akureyrarbæjar og ríkis um áframhaldandi uppbyggingu þjóðarleikvangs skíðaíþrótta í Hlíðarfjalli og annarrar vetraríþróttaaðstöðu á Akureyri.
Íþróttaráð felur formanni og forstöðumanni íþróttamála að vinna málið áfram.Starfsáætlun íþróttaráðs 2015-2018
Málsnúmer 2014080084Umræður um starfsáætlun íþróttaráðs 2015-2018 og íþróttastefnu. Lagt fram til kynningar verklag við mótun aðgerðartengdrar íþróttastefnu Akureyrar.
Íþróttaráð vísar vinnu við aðgerðartengda íþróttastefnu Akureyrar til gerðar fjárhagsáætlunar fyrir starfsárið 2016.
Búnaðarkaup fyrir íþróttamannvirki - óskir íþróttaráðs um aðkomu Fasteigna Akureyrarbæjar að endurnýjun búnaðar
Málsnúmer 2015030182Tekið fyrir erindi frá Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar sem gerði eftirfarandi bókun á fundi sínum 17. apríl 2015:
Lagt fram erindi dagsett 9. apríl 2015 frá íþróttaráði þar sem óskað er eftir fjárveitingu til búnaðarkaupa vegna Landsmóts UMFÍ í íþróttamannvirkjum.
Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar samþykkir fjárveitingu til búnaðarkaupa að upphæð 15 milljónir króna með fyrirvara um samþykki íþróttaráðs fyrir leigugreiðslum vegna búnaðarkaupanna.Íþróttaráð samþykkir leigugreiðslur vegna búnaðarkaupa.
Fjárhagsáætlun 2015 - íþróttaráð
Málsnúmer 2014080009Lögð fram til kynningar rekstrarstaða fjárhagsáætlunar íþróttaráðs fyrir janúar til mars 2015.
Akureyri á iði
Málsnúmer 2015040025Lögð fram til kynningar dagskrá "Akureyri á iði" og "Afmælishátíðar ÍBA" þann 9. maí 2015.
Íþróttaráð fagnar fjölbreyttri dagskrá, góðum viðbrögðum og þátttöku í Akureyri á iði.
Íþróttaráð vill koma á framfæri þakklæti til allra íþróttafélaga, einstaklinga og fyrirtækja sem koma að dagskrá Akreyri á iði.
Íþróttaráð hvetur til góðrar þátttöku í afmælisdagskrá ÍBA.Sundfélagið Óðinn - styrkbeiðni vegna AMÍ
Málsnúmer 2015050034Guðrún Þórsdóttir V-lista vék af fundi kl. 15:53. <br />
Erindi dagsett 4. maí 2015 frá Ómari Kristinssyni formanni Sundfélagsins Óðins þar sem óskað er eftir styrk vegna húsaleigu í Íþróttahöllinni fyrir lokahóf Aldursflokka- og unglingameistarmóts Íslands (AMÍ) dagana 25.- 28. júní 2015.
Íþróttaráð samþykkir erindið.
Íþróttaandi
Málsnúmer 2015050033Lagt fram erindi dagsett 5. maí 2015 frá Guðrúnu Þórsdóttur þar sem segir meðal annars að hætt er við að íþróttafélög og þjálfarar einblíni of á árangur en leikinn sem getur þýtt það að þau sem skara fram úr fái betri þjálfun en aðrir. Íþróttir eiga að vera góðar bæði fyrir huga og líkama og þegar börn eiga í hlut á ekki að mismuna þeim vegna getu eða nokkurs annars.
Íþróttaráð frestar umræðum.