Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 961
- Kl. 13:00 - 13:30
- Skrifstofa byggingarfulltrúa
- Fundur nr. 961
Nefndarmenn
- Steinmar Heiðar Rögnvaldssonbyggingarfulltrúi
Starfsmenn
- Hjálmar Andrés Jónssonverkefnastjóri byggingarmála
- Rebekka Rut Þórhallsdóttirfundarritari
Hofsbót 4 - umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Málsnúmer 2024031193Erindi dagsett 21. mars 2024 þar sem Ásgeir Ásgeirsson f.h. Boxhus ehf., sækir um byggingaráform og byggingarleyfi fyrir breytingum innanhúss á húsi nr. 4 við Hofsbót. Innkomin gögn eftir Ásgeir Ásgeirsson.
Byggingarfulltrúi frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda í skoðunarskýrslu.
Grímseyjargata 2 - umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Málsnúmer 2020100862Erindi dagsett 22. mars 2024 þar sem Jón Hrafn Hlöðversson fyrir hönd Búvís ehf., sækir um breytingar á áður samþykktum teikningum húss nr. 2 við Grímseyjargötu. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Jón Hrafn Hlöðversson.
Byggingarfulltrúi frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda í skoðunarskýrslu.
Baldursnes 5 - umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Málsnúmer 2023050367Erindi dagsett 26. mars 2024 þar sem Almar Eggertsson fyrir hönd Baldursness 5 byggingarvers ehf., sækir um breytingar á áður samþykktum teikningum atvinnuhúsnæðis á lóð nr. 5 við Baldursnes. Innkomin nýjar teikningar 4. apríl 2024 eftir Almar Eggertsson.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið.
Glerárgata 34 - umsókn um byggingaráform og byggingarheimild
Málsnúmer 2024020350Erindi dagsett 7. febrúar 2024 þar sem Haraldur S. Árnason fyrir hönd Astro Pizza ehf., sækir um byggingaráform og byggingarheimild fyrir breyttri notkun húsnæðis ásamt viðbygginga á hús nr. 36 við Glerárgötu. Innkomin ný gögn 3. apríl 2024 eftir Harald S. Árnason.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið.
Óseyri 1 - umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Málsnúmer 2024030752Erindi dagsett 14. mars 2024 þar sem Guðmundur Oddur Víðisson fyrir hönd Módelhús ehf., sækir um byggingaráform og byggingarleyfi fyrir atvinnuhúsnæði á lóð nr. 1 við Óseyri. Innkomin nýjar teikningar 4. apríl 2024 eftir Guðmund Odd Víðisson.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið.
Þórunnarstræti 106 - umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Málsnúmer 2024011410Erindi dagsett 27. janúar 2024 þar sem Rögnvaldur Harðarson fyrir hönd Hrafnseyrar ehf., sækir um byggingaráform og byggingarleyfi fyrir fjölgun íbúða í húsi nr. 106 við Þórunnarstræti. Innkomnar nýjar teikningar 4. apríl 2024 eftir Rögnvald Harðarson.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið.