Fræðsluráð - 22
- Kl. 13:30 - 15:30
- Fundarsalur 1. hæð Glerárgötu 26
- Fundur nr. 22
Nefndarmenn
- Ingibjörg Ólöf Isaksenformaður
- Þorlákur Axel Jónsson
- Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir
- Rósa Njálsdóttir
- Þórhallur Harðarson
- Þuríður Sólveig Árnadóttiráheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
- Árni Konráð Bjarnasonforstöðumaður rekstrardeildar
- Anna Lilja Sævarsdóttirfulltrúi leikskólastjóra
- Atli Þór Ragnarssonfulltrúi foreldra leikskólabarna
- Eyrún Skúladóttirfulltrúi skólastjóra
- Hildur Lilja Jónsdóttirfulltrúi ungmennaráðs
- Jóhann Gunnarssonfulltrúi foreldra grunnskólabarna
- María Aðalsteinsdóttirfulltrúi grunnskólakennara
- María Aldís Sverrisdóttirvaramaður fulltrúa leikskólakennara
- Erna Rós Ingvarsdóttirfundarritari
Skóladagatal leik- og grunnskóla 2020-2021
Málsnúmer 2019110483Í verklagsreglum fræðsluráðs Akureyrarbæjar segir að ákveða skuli í janúar ár hvert fyrir komandi skólaár:
1. Skólasetningardag allra grunnskóla
2. Sameiginlega leyfisdaga allra grunnskóla
Þar sem kjarasamningur Félags grunnskólakennara (gr. 10.1.1) kveður á um að leggja skuli fram drög að starfsþróunaráætlun fyrir 1. janúar vegna næsta skólaárs þarf fræðsluráð að afgreiða málið núna.
Tillaga grunnskólastjóra er þessi:
- skólasetning 24. ágúst
- haustfrí 22. og 23 október
- starfsdagur á öskudegi 17. febrúar
- vetrarfrí 18. og 19. febrúar
Fræðsluráð staðfestir tillögur grunnskólastjórenda að skóladagatali grunnskóla skólaárið 2020-2021.
Fylgiskjöl
PISA 2018
Málsnúmer 2019120120Niðurstöður PISA rannsóknarinnar 2018 lagðar fram til kynningar og umræðu.
Fræðsluráð óskar eftir því við Menntamálastofnun að veita upplýsingar um niðurstöður Akureyrarbæjar í PISA könnun 2018. Ráðið telur mikilvægt að fá þessar upplýsingar svo hægt sé að nýta þær til umbóta í skólastarfi.
Fylgiskjöl
Skólavogin 2019
Málsnúmer 2019120121Niðurstöður úr Skólavoginni fyrir árið 2019 lagðar fram til kynningar og umræðu.