Umhverfis- og mannvirkjaráð - 66
- Kl. 08:15 - 11:15
- Fundarsalur á 1. hæð í Ráðhúsi
- Fundur nr. 66
Nefndarmenn
- Andri Teitssonformaður
- Unnar Jónssonvaraformaður
- Gunnfríður Elín Hreiðarsdóttir
- Sigurjón Jóhannesson
- Berglind Bergvinsdóttir
- Jana Salóme I. Jósepsdóttiráheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
- Guðríður Friðriksdóttirsviðsstjóri umhverfis- og mannvirkjasviðs
- Dóra Sif Sigtryggsdóttirforstöðumaður rekstrardeildar
- Steindór Ívar Ívarssonforstöðumaður viðhaldsdeildar
- Hildigunnur Rut Jónsdóttirforstöðumaður umhverfis- og sorpdeildar
- Ketill Sigurður Jóelssonverkefnastjóri ritaði fundargerð
Snjómokstur og hálkuvarnir - útboð 2019
Málsnúmer 2019010353Tekin fyrir niðurstaða opnunar tilboða í snjómoksturs- og hálkuvarnarútboði fyrir árin 2019-2022.
Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir að gengið verði til samninga við eftirfarandi verktaka (skv. meðf. fylgiskjali) að útboðsgögnum uppfylltum í útboði vegna snjómoksturs og hálkuvarna fyrir árin 2019-2022.
Fylgiskjöl
Holtahverfi
Málsnúmer 2019100187Skipulagstillaga fyrir Holtahverfi kynnt.
Jónas Valdimarsson verkefnastjóri hönnunar á umhverfis- og mannvirkjasviði kynnti tillögurnar.Glerárskóli - bygging leikskóla, lóðar, tengibygginga og samkomusals
Málsnúmer 2018050021Kostnaðaráætlun vegna byggingar leikskóla við Glerárskóla lögð fram.
Óshólmanefnd 2018 - 2022
Málsnúmer 2018090267Fundargerð óshólmanefndar dagsett 1. október 2019 lögð fram.
Umhverfis- og mannvirkjaráð tekur undir með óshólmanefnd að brýnt sé að ljúka við deiliskipulag svæðisins.
Fagrasíða 7c - sala
Málsnúmer 2019100176Lagt fram tilboð sem barst í Fögrusíðu 7c.
Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir að ganga að tilboðinu með fyrirvara um samþykki bæjarráðs.
Strandgata 6 - tilboð
Málsnúmer 2019100177Lagt fram tilboð sem barst í Strandgötu 6.
Umhverfis- og mannvirkjaráð hafnar tilboðinu enda sé fyrirhugað að rífa húsið.
Brýr yfir Eyjafjarðará
Málsnúmer 2017120110Stöðuskýrsla vegna byggingar brúar yfir vesturkvísl Eyjafjarðarár kynnt.
Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir að ljúka hönnun og hefja útboðsferli sem fyrst í samstarfi við Landsnet samkvæmt minnisblaði um samlegðaráhrif með lagningu á streng yfir Eyjafjarðará sem borist hefur frá þeim.
Gjaldskrár umhverfis- og mannvirkjasviðs 2020
Málsnúmer 2019090332Teknar fyrir gjaldskrár umhverfis- og mannvirkjasviðs fyrir árið 2020.
Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir gjaldskrárnar með þeim breytingum sem gerðar voru á fundinum.
Fjárhagsáætlun umhverfis- og mannvirkjasviðs 2020
Málsnúmer 2019060039Teknar fyrir heildaráætlanir fyrir árið 2020 og starfsáætlun UMSA.
Meirihluti umhverfis- og mannvirkjaráðs samþykkir starfsáætlanir umhverfis- og mannvirkjasviðs fyrir árið 2020.
Gunnar Gíslason D-lista og Berglind Bergvinsdóttir M-lista sátu hjá.