Velferðarráð - 1317
19.02.2020
Hlusta
- Kl. 14:00 - 16:15
- Fundarsalur á 2. hæð í Glerárgötu 26
- Fundur nr. 1317
Nefndarmenn
- Heimir Haraldssonformaður
- Róbert Freyr Jónsson
- Gunnfríður Elín Hreiðarsdóttir
- Hermann Ingi Arason
- Lára Halldóra Eiríksdóttir
- Sigrún Elva Briemáheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
- Guðrún Ólafía Sigurðardóttirsviðsstjóri fjölskyldusviðs
- Helga Guðrún Erlingsdóttirframkvæmdastjóri ÖA
- Karólína Gunnarsdóttirsviðsstjóri búsetusviðs
- Kristbjörg Björnsdóttirfundarritari
Sigríður Inga Pétursdóttir M-lista sat fundinn í forföllum Sigrúnar Elvu Briem.
Sérúrræði - aukafjárveiting
Málsnúmer 2019040430Helga Guðrún Erlingsdóttir framkvæmdastjóri ÖA kynnti styrkveitingu frá heilbrigðisráðuneytinu vegna viðbótarkostnaðar í umönnun og gæslu frá 28. janúar 2019 - 29. apríl 2019 í sérúrræði fyrir einstakling í hjúkrunarrými.
Niðurstöður þjónustukönnunar Gallup
Málsnúmer 2020010624Niðurstöður úr viðhorfskönnun Gallup 2019 lagðar fram til kynningar.
Fylgiskjöl
Velferðarráð - rekstraryfirlit 2019
Málsnúmer 2019030355Lagt fram til kynningar rekstraryfirlit allt árið 2019 frá búsetusviði, fjölskyldusviði og Öldrunarheimilum Akureyrar.
Lúðvík Freyr Sæmundsson rekstrarstjóri ÖA og Kolbeinn Aðalsteinsson skrifstofustjóri búsetusviðs sátu fundinn undir þessum lið.Starfsáætlun velferðaráðs 2020
Málsnúmer 2019050646Tekin til umræðu starfsáætlun sviða ráðsins fyrir 2020.
Fjárhagsaðstoð 2019
Málsnúmer 2019030386Lagt fram til kynningar yfirlit yfir veitta fjárhagsaðstoð á árinu 2019.
Kynningu frestað til næsta fundar.