Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 787
- Kl. 13:00 - 13:50
- Fjarfundur
- Fundur nr. 787
Nefndarmenn
- Leifur Þorsteinssonbyggingarfulltrúi
Starfsmenn
- Stefanía G Sigmundsdóttirfundarritari
- Arnar Ólafssonverkefnastjóri byggingarmála
Rangárvellir 2 - hús 3 - umsókn um breytingar
Málsnúmer 2018120106Erindi dagsett 9. október 2020 þar sem Fanney Hauksdóttir fyrir hönd Norðurorku hf. sækir um leyfi fyrir breytingum á áður samþykktum teikningum af húsi 3 við Rangárvelli 2. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Fanneyju Hauksdóttur.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið.
Dalsbraut/Lundarskóli - umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Málsnúmer 2020090404Erindi dagsett 11. september 2020 þar sem Fanney Hauksdóttir fyrir hönd umhverfis- og mannvirkjasviðs Akureyrarbæjar sækir um viðbyggingu, breytingar á gluggum og endurbætur á A-álmu Lundarskóla við Dalsbraut. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Fanneyju Hauksdóttur. Innkomnar nýjar teikningar 20. október 2020.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið.
Freyjunes 1 - umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Málsnúmer 2020090573Erindi dagsett 18. september 2020 þar sem Ragnar Auðunn Birgisson fyrir hönd Bygma Ísland sækir um byggingarleyfi fyrir húsi á lóð nr. 1 við Freyjunes. Fyrirhugað er að byggja blóma- og byggingavöruverslun ásamt timbursölu fyrir Blómaval - Húsasmiðjuna. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Ragnar Auðunn Birgisson.
Byggingarfulltrúi frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda í skoðunarskýrslu.
Gleráreyrar 1 - umsókn um stækkun skiltis
Málsnúmer 2020100554Erindi dagsett 20. október 2020 þar sem Eik rekstrarfélag ehf. sækir um leyfi fyrir stækkun LED skilta sem standa á lóð nr. 1 við Gleráreyrar. Fyrirhugað er að stækka skjáina í tæplega 5 metra á breidd og 2 metra á hæð.
Byggingarfulltrúi óskar umsagnar skipulagsráðs um erindið.
Stórholt 1 - umsókn um breytingar
Málsnúmer BN040547Erindi dagsett 28. febrúar 2020 þar sem Þröstur Sigurðsson fyrir hönd Friðriks Karlssonar sækir um byggingarleyfi fyrir breytingum innanhúss í Stórholti 1. Meðfylgjandi er teikning eftir Þröst Sigurðsson. Innkomnar nýjar teikningar 12. október 2020.
Byggingarfulltrúi frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda í skoðunarskýrslu.
Strandgata 12 - endurnýjun hleðslustöðvar ON
Málsnúmer 2020100353Erindi dagsett 12. október 2020 þar sem Bjarni Þór Einarsson sækir um fyrir hönd Orku náttúrunnar, leyfi fyrir yfirbyggðu skýli yfir hleðslustöð Orku náttúrunnar sem stendur á lóð nr. 12 við Strandgötu.
Byggingarfulltrúi óskar umsagnar skipulagsráðs um erindið.