Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar - 214
- Kl. 08:15 - 10:15
- Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi
- Fundur nr. 214
Nefndarmenn
- Sigríður María Hammervaraformaður
- Helgi Snæbjarnarson
- Silja Dögg Baldursdóttir
- Njáll Trausti Friðbertsson
- Sigfús Arnar Karlsson
- Bjarni Sigurðssonáheyrnarfulltrúi
- Guðgeir Hallur Heimissonáheyrnarfulltrúi
- Kristín Þóra Kjartansdóttiráheyrnarfulltrúi
- Guðríður Friðriksdóttir
- Óskar Gísli Sveinsson
- Dóra Sif Sigtryggsdóttirfundarritari
Velferðarráðuneytið - ósk um umsögn um reglur um búnaðarkaup vegna hjúkrunarheimila
Málsnúmer 2012050209Lagt fram svar Velferðarráðuneytisins við bréfi dags. 18. júní 2012 þar sem Guðríður Friðriksdóttir fyrir hönd Fasteigna Akureyrarbæjar og Brit J. Bieltvedt fyrir hönd Öldrunarheimila Akureyrar óska eftir því að framlag ríkisins til búnaðarkaupa fyrir Lögmannshlíð verði hækkað úr 60% í 90% af fullri fjárveitingu, eða úr 1,2 mkr. í 1,7 mkr. á rými.
<DIV><DIV>Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar samþykkir að fela framkvæmdastjóra Fasteigna Akureyrarbæjar, bæjarstjóra og framkvæmdastjóra Öldrunarheimila Akureyrar að fylgja málinu eftir.</DIV></DIV>
Húsnæði dagþjónustu, skammtímavistunar og íbúðarsambýli 2012 FA
Málsnúmer 2011120037Farið yfir framgang mála varðandi staðsetningu íbúðarsambýlisins.
Skautahöllin - beiðni um endurbætur á svæði fyrir brettafólk sunnan hallarinnar
Málsnúmer 2012100023Tekin fyrir tilvísun íþróttaráðs dags. 6. september 2012 varðandi erindi ÍBA og SKA þar sem óskað er eftir bættri aðstöðu fyrir snjóbrettaiðkendur sunnan Skautahallarinnar.
<DIV><DIV><DIV><DIV>Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar felur framkvæmdastjóra að vinna áfram að málinu.</DIV></DIV></DIV></DIV>
Búnaðarkaup fyrir íþróttamannvirki - óskir íþróttaráðs um aðkomu Fasteigna Akureyrarbæjar að endurnýjun búnaðar
Málsnúmer 2012100038Tekið fyrir erindi íþróttaráðs dags. 20. september 2012 þar sem óskað er eftir að Fasteignir Akureyrarbæjar komi að viðhaldi og endurnýjun áhalda og búnaðar í íþróttamannvirkjum bæjarins.
<DIV><DIV>Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar felur framkvæmdastjóra að vinna áfram að málinu.</DIV></DIV>
Fjárhagsáætlun 2013 - Fasteignir Akureyrarbæjar
Málsnúmer 2012090187Áframhaldandi vinna við gerð fjárhagsáætlunar 2013.
<DIV><DIV><DIV>Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar samþykkir áætlunina.</DIV></DIV></DIV>
Verkfundargerðir FA 2012
Málsnúmer 2012010240Eftirfarandi verkfundargerð lögð fram á fundinum:\nNaustaskóli 2. áfangi - SS Byggir ehf: 29. verkfundur dags. 20. september 2012.