Vefur í vinnslu
Nýr vefur Akureyrarbæjar er í vinnslu. Vinsamlegast beinið öllum athugasemdum til vefstjórnar, vefstjorn@akureyri.is
Nýr vefur Akureyrarbæjar er í vinnslu. Vinsamlegast beinið öllum athugasemdum til vefstjórnar, vefstjorn@akureyri.is
Lagt fram til kynningar fimm mánaða rekstraryfirlit Akureyrarbæjar.
Kristín Baldvinsdóttir forstöðumaður hagþjónustu og áætlanagerðar sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Jana Salóme Ingibjargar Jósepsdóttir mætti til fundar kl. 8:45.
Lagðar fram forsendur fjárhagsáætlunar Akureyrarbæjar 2024 og drög að tekju- og útgjaldaramma fjárhagsáætlunar 2024.
Kristín Baldvinsdóttir forstöðumaður hagþjónustu og áætlanagerðar sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Meirihluti bæjarráðs samþykkir framlagðar forsendur og fjárhagsramma fjárhagsáætlunar 2024 og vísar rammanum til áframhaldandi vinnu í fastanefndum bæjarins.
Sunna Hlín Jóhannesdóttir B-lista situr hjá við afgreiðslu málsins.
Liður 6 í fundargerð bæjarráðs dagsettri 29. júní 2023:
Lagður fram viðauki 2.
Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs og Kristín Baldvinsdóttir forstöðumaður hagþjónustu og áætlanagerðar sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð hefur heimild til fullnaðarafgreiðslu mála í júlí og ágúst 2023 sbr. bókun í 2. lið fundargerðar bæjarstjórnar 20. júní sl.
Bæjarráð samþykkir viðauka 2.
Viðauki 2 er nú lagður fram til fullnaðarafgreiðslu í bæjarráði.
Kristín Baldvinsdóttir forstöðumaður hagþjónustu og áætlanagerðar sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð staðfestir viðauka 2.
Liður 7 í fundargerð bæjarráðs dagsettri 29. júní 2023:
Lagður fram viðauki 3.
Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs og Kristín Baldvinsdóttir forstöðumaður hagþjónustu og áætlanagerðar sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð hefur heimild til fullnaðarafgreiðslu mála í júlí og ágúst 2023 sbr. bókun í 2. lið fundargerðar bæjarstjórnar 20. júní sl.
Bæjarráð samþykkir viðauka 3.
Viðauki 3 er nú lagður fram til fullnaðarafgreiðslu í bæjarráði.
Kristín Baldvinsdóttir forstöðumaður hagþjónustu og áætlanagerðar sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð staðfestir viðauka 3.
Lagður fram viðauki 4.
Halla Margrét Tryggvadóttir sviðsstjóri mannauðssviðs og Kristín Baldvinsdóttir forstöðumaður hagþjónustu og áætlanagerðar sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð hefur heimild til fullnaðarafgreiðslu mála í júlí og ágúst 2023 sbr. bókun í 2. lið fundargerðar bæjarstjórnar 20. júní sl.
Bæjarráð samþykkir viðauka 4.
Kynning á jafnlaunastjórnunarkerfi Akureyrarbæjar og niðurstöðu viðhaldsúttektar vegna jafnlaunavottunar.
Halla Margrét Tryggvadóttir sviðsstjóri mannauðssviðs sat fund bæjaráðs undir þessum lið.
Erindi dagsett 27. júní 2023 frá Eyþóri Björnssyni forstjóra Norðurorku hf. þar sem óskað er eftir að Akureyrarbær veiti ábyrgð og veð gagnvart Lánasjóði sveitarfélaga vegna lántöku Norðurorku að fjárhæð 800 milljónir króna. Lánið er tekið til fjármögnunar á hitaveituframkvæmdum.
Bæjarráð hefur heimild til fullnaðarafgreiðslu mála í júlí og ágúst 2023 sbr. bókun í 2. lið fundargerðar bæjarstjórnar 20. júní sl.
Bæjarráð samþykkir hér með að veita einfalda ábyrgð og veðsetja til tryggingar ábyrgðinni tekjur sínar í samræmi við hlutfall eignarhalds, sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr. og 2. mgr. 69. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, til tryggingar láns Norðurorku hf. hjá Lánasjóði sveitarfélaga að höfuðstól allt að kr. 800.000.000, í samræmi við lánsumsókn í vinnslu hjá Lánasjóði sveitarfélaga. Ábyrgðin tekur til allra greiðslna sem og hvers kyns kostnaðar sem hlýst af vanskilum. Nær samþykki bæjarráðs jafnframt til undirritunar lánasamnings og að sveitarfélagið beri þær skyldur sem þar greinir. Þá hefur bæjarráð kynnt sér gildandi græna umgjörð Lánasjóðs sveitarfélaga og samþykkir að ráðstöfun lánsins falli að henni.
Er lánið tekið til fjármögnunar á hitaveituframkvæmdum sem felur í sér að vera verkefni sem hefur almenna efnahagslega þýðingu, sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006.
Bæjarráð skuldbindur hér með sveitarfélagið sem eiganda Norðurorku hf. til að breyta ekki ákvæði samþykkta Norðurorku hf. sem leggur hömlur á eignarhald að félaginu að því leyti að félagið megi ekki fara að neinu leyti til einkaaðila.
Fari svo að Akureyrarbær selji eignarhlut í Norðurorku hf. til annarra opinberra aðila, skuldbindur Akureyrarbær sig til að sjá til þess að jafnframt yfirtaki nýr eigandi á sig ábyrgð á láninu að sínum hluta.
Jafnframt er Ásthildi Sturludóttur bæjarstjóra veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Akureyrarbæjar að undirrita lánssamning við Lánasjóð sveitarfélaga sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari, þ.m.t. beiðni um útborgun láns.
Erindi dagsett 13. júní 2023 frá Eyþóri Björnssyni forstjóra Norðurorku þar sem tilkynnt er um breytingu á verðskrá vatns- og fráveitu hjá Norðurorku hf. Breytingin tekur gildi frá 1. ágúst 2023.
Meirihluti bæjarráðs samþykkir hækkun á gjaldskrá vatnsveitu og staðfestir framlagðar gjaldskrár með gildistíma frá 1. ágúst nk. Sviðsstjóra fjársýslusviðs er falið að útfæra fyrirkomulag álagningar með hliðsjón af því að gjaldskrá Norðurorku sé endurskoðuð ársfjórðungslega.
Sunna Hlín Jóhannesdóttir B-lista situr hjá við afgreiðslu málsins og óskar bókað:
Í byrjun árs fá fasteignaeigendur á Akureyri álagningarseðil fyrir fasteignagjöld ársins sem greiðast á átta gjalddögum yfir árið og geta þá skipulagt fjármál sín út frá ákveðnum forsendum. Nú eru tveir gjalddagar eftir og stjórn Norðurorku hefur ákveðið að hækka gjaldskrá fráveitu og vatnsgjald um 4.9% frá 1. ágúst í stað þess að hækka gjaldskrá um áramótin eins og hefur tíðkast. Við þetta skapast óþarfa vinna á starfsfólk Akureyrarbæjar og okkar þjónustuaðila sem hefur nú þegar sent út álagningarseðil fyrir árið og það dregur úr fyrirsjáanleika fyrir fasteignaeigendur. Fyrir þessu hefði átt að hugsa og eiga samtal við Akureyrarbæ um fyrirkomulagið áður en stjórn Norðurorku samþykkti í október 2022 að nú eigi að endurskoða gjaldskrá Norðurorku ársfjórðungslega.
Lagt fram minnisblað dags. 13. júlí 2023 þar sem velferðarsvið óskar eftir því að keypt verði 4-5 herbergja íbúð inn í félagslega leiguíbúðakerfið.
Karólína Gunnarsdóttir starfandi sviðsstjóri velferðarsviðs og Anna Marit Níelsdóttir forstöðumaður félagsþjónustu sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir að keypt verði fjögurra herbergja íbúð inn í félagslega leiguíbúðakerfið og felur sviðsstjóra fjársýslusviðs, sviðsstjóra umhverfis- og mannvirkjasviðs og starfandi sviðsstjóra velferðarsviðs að vinna málið áfram.
Hilda Jana Gísladóttir S-lista, Jana Salóme Ingibjargar Jósepsdóttir V-lista og Sunna Hlín Jóhannesdóttir B-lista óska bókað:
Það er óásættanlegt að bið eftir almennri félagslegri leiguíbúð með 4-5 herbergjum geti verið á bilinu 3-5 ár og að 33 fjölskyldur bíði nú eftir slíku húsnæði. Þó svo að sannarlega sé gott að nú sé fyrirhugað að kaupa eina félagslega íbúð, þá er það einfaldlega of lítið. Það er skylda okkar sem samfélags að koma til móts við þarfir fjölskyldna í erfiðum aðstæðum og jafnvel neyð.
Liður 24 í fundargerð skipulagsráðs dagsettri 5. júlí 2023:
Lögð fram tillaga skipulagsfulltrúa að útboðsskilmálum fyrir lóðina Hulduholt 29 í Holtahverfi norður. Þá eru jafnframt lagðar fram teikningar af lóð Hulduholts 31 með ósk um samþykkt á frágangi á lóðamörkum milli lóða beggja vegna.
Skipulagsráð leggur til við bæjarráð að samþykkt verði að leita eftir kauptilboðum í byggingarrétt lóðarinnar Hulduholts 29 til samræmis við fyrirliggjandi útboðsskilmála. Skipulagsráð samþykkir jafnframt að sett verði kvöð um frágang lóðamarka að sunnan- og norðanverðu þannig að hægt verði að ganga frá lóðamörkum Huduholts 27 og 31 til samræmis við fyrirliggjandi gögn.
Bæjarráð frestar afgreiðslu málsins.
Liður 8 í fundargerð umhverfis- og mannvirkjaráðs dagsettri 4. júlí 2023:
Lagt fram minnisblað dagsett 3. júlí 2023 vegna viðbótarframkvæmda í inngarði milli A og C álmu.
Sigurður Gunnarsson verkefnastjóri nýframkvæmda sat fundinn undir þessum lið.
Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir að óska eftir viðauka að upphæð kr. 38.500.000 til bæjarráðs til að ljúka frágangi á inngarði sem liggur milli A og C álmu við Glerárskóla samhliða framkvæmdum við A álmu. Kostnaður sem fellur til á árinu 2023 er um kr. 30.000.000 og kr. 8.500.000 á árinu 2024.
Jana Salóme I. Jósepsdóttir V-lista, Sindri Kristjánsson S-lista og Gunnar Már Gunnarsson B-lista óska bókað:
Undirrituð árétta þá skoðun sína sem áður hefur komið fram í umfjöllun ráðsins um þetta mál að þau eru andsnúin þeirri forgangsröðun meirihlutans í bæjarstjórn að klára ekki framkvæmdir við Glerárskóla í einni atrennu. Þar komi til bæði hagkvæmnissjónarmið og sjónarmið um velferð nemenda. Benda þau á að tvö ár, eða því sem nemur því hléi sem á að gera á framkvæmdum, er jafngildi 1/5 af skólagöngu grunnskólabarns. Það hefur því áhrif á upplifun barna af grunnskólagöngu sinni hvernig framkvæmdahraða og framkvæmdatíma er háttað.
Guðríður Friðriksdóttir sviðsstjóri umhverfis- og mannvirkjasviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir að gerður verði viðauki við fjárhagsáætlun ársins 2023 að fjárhæð kr. 30.000.000 vegna málsins og felur sviðsstjóra fjársýslusviðs að vinna viðaukann. Eftirstöðvum kostnaðar vegna viðbótarframkvæmda, kr. 8.500.000, er vísað til framkvæmdaáætlunar 2024.
Liður 7 í fundargerð umhverfis- og mannvirkjaráðs dagsettri 4. júlí 2023:
Minnisblað dagsett 3. júlí 2023 vegna fyrirkomulags eftir innleiðingu nýrra íláta við heimahús.
Rut Jónsdóttir forstöðumaður umhverfis- og sorpdeildar sat fundinn undir þessum lið.
Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir að fara í útboð á úrgangsílátum vegna innleiðingar á nýju sorpkerfi við heimili og óskað er eftir að kostnaður verði settur inn á fjárfestingaráætlun á árunum 2024-2028.
Guðríður Friðriksdóttir sviðsstjóri umhverfis- og mannvirkjasviðs og Rut Jónsdóttir forstöðumaður umhverfis- og sorpmála sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir að farið verði í útboð á úrgangsílátum vegna innleiðingar á nýju sorpkerfi við heimili og að gert verði ráð fyrir kostnaði vegna þess í fjárhagsáætlun næsta árs.
Liður 15 í fundargerð fræðslu- og lýðheilsuráðs dagsettri 19. júní 2023:
Fyrir liggur tillaga að minniháttar breytingum á reglum um heimgreiðslur til foreldra í Akureyrarbæ.
Áheyrnarfulltrúar: Anna Lilja Sævarsdóttir fulltrúi leikskólastjóra, Daníel Sigurður Eðvaldsson fulltrúi foreldra grunnskólabarna, Ingi Jóhann Friðjónsson fulltrúi leikskólakennara, Elías Gunnar Þorbjörnsson fulltrúi grunnskólastjóra, Hafdís Erna Ásbjarnardóttir fulltrúi foreldra leikskólabarna og Haukur Arnar Ottesen Pétursson fulltrúi ungmennaráðs.
Fræðslu- og lýðheilsuráð samþykkir breytingar á reglum um heimgreiðslur til foreldra í Akureyrarbæ.
Kristín Jóhannesdóttir sviðsstjóri fræðslu- og lýðheilsusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið
Bæjarráð hefur heimild til fullnaðarafgreiðslu mála í júlí og ágúst 2023 sbr. bókun í 2. lið fundargerðar bæjarstjórnar 20. júní sl.
Bæjarráð samþykkir framlagða tillögu að breytingum á reglum um heimgreiðslur.
Lögð fram til kynningar fundargerð 164. fundar hverfisráðs Hríseyjar dagsett 29. júní 2023.
Bæjarráð vísar lið 1, umsögn um tillögu að breytingu á deiliskipulagi fyrir Austurveg 15-21, til skipulagsráðs.
Lögð fram til kynningar fundargerð 287. fundar stjórnar Norðurorku hf. dagsett 20. júní 2023.
Lögð fram til kynningar fundargerð 230. fundar heilbrigðisnefndar Norðurlands eystra dagsett 28. júní 2023.
Bæjarráð samþykkir að vísa lið 10, önnur mál, til skipulagsráðs.
Lögð fram til kynningar fundargerð 931. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga dagsett 22. júní 2023.