Umhverfis- og mannvirkjaráð - 57
- Kl. 08:15 - 11:15
- Fundarsalur á 1. hæð í Ráðhúsi
- Fundur nr. 57
Nefndarmenn
- Andri Teitssonformaður
- Unnar Jónsson
- Gunnar Gíslason
- Berglind Bergvinsdóttir
- Ólafur Kjartanssonáheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
- Guðríður Friðriksdóttirsviðsstjóri umhverfis- og mannvirkjasviðs
- Jón Birgir Gunnlaugssonverkefnastjóri umhverfismála
- Steindór Ívar Ívarssonforstöðumaður viðhaldsdeildar
- Tómas Björn Haukssonforstöðumaður nýframkvæmda
- Jónas Vigfússonforstöðumaður Umhverfismiðstöðvar
- Ketill Sigurður Jóelssonverkefnastjóri ritaði fundargerð
Stígakerfi Akureyrar - aðalskipulagsbreyting
Málsnúmer 2018020129Arnar Birgir Ólafsson hjá Teiknistofu Norðurlands kynnti stöðu mála vegna vinnu við endurskoðun á stefnu um stígakerfi innan sveitarfélagsins.
Umhverfis- og mannvirkjaráð þakkar Arnari fyrir kynninguna.
Gangstígum verði skipt í tvennt fyrir hjólaumferð og gangandi vegfarendur
Málsnúmer 2019050453Bæjarráð hefur á fundi sínum 23. maí 2019 vísað 10. lið fundargerðar viðtalstíma bæjarfulltrúa dagsettri 16. maí 2019 til umhverfis- og mannvirkjaráðs:
Bæjarbúi kom í viðtalstíma. Hann óskar eftir því að gangstígum verði skipt í tvennt og að gangandi vegfarendur verði öðrum megin og hjólreiðafólk hinum megin til þess að tryggja öryggi. Leggur líka til að það verið gert átak í að minna hjólreiðafólk á að nota bjöllur.Umhverfis- og mannvirkjaráð vísar málinu til skipulagssviðs og inn í vinnu við endurskoðun á stefnu um stígakerfi innan sveitarfélagsins.
Gámaþjónustan - umgengni 2019 - aðgerðaráætlun
Málsnúmer 2019060035Kynnt aðgerðaráætlun Gámaþjónustu Norðurlands sem miðar að bættri umgengni og ásýnd á lóð fyrirtækisins á Hlíðarvöllum.
Umhverfis- og mannvirkjaráð leggur áherslu á að Gámaþjónustan hrindi aðgerðaráætlun í framkvæmd og klári fyrir lok ágúst 2019. Einnig er farið fram á að fyrirtækið starfi í samræmi við verksamning, skipulag og starfsleyfi. Staðan verður endurmetin í ágúst 2019.
Umferðartalningar 2019
Málsnúmer 2019060008Jónas Valdimarsson verkefnastjóri hönnunar á umhverfis- og mannvirkjasviði kynnti samantekt umferðartalningar úr sjálfvirkum teljurum á og við Þingvallastræti.
Umhverfis- og mannvirkjaráð þakkar Jónasi fyrir kynninguna.
Fylgiskjöl
Bílaklúbbur Akureyrar - drenun svæðis
Málsnúmer 2018010434Tekin fyrir ósk Ólafs Kjartanssonar áheyrnarfulltrúa V-lista um endurmat á framkvæmdaþörf ofan bílaklúbbssvæðisins vegna nýrra upplýsinga um fyrirhugaða skógrækt norðan Glerár. Þar eru nefnd Græni trefillinn og rannsóknir RALA og Skógræktar ríkisins um áhrif skóga á vatnafar.
Umhverfis- og mannvirkjaráð bendir á að framkvæmdinni er að mestu lokið og verður því ekki breytt. Full ástæða sé hins vegar til þess að taka mið af þessum ábendingum við aðrar framkvæmdir í bæjarlandinu í framtíðinni.
Aksturssvæði við Hlíðarfjallsveg - umgengni vélhjólamanna KKA
Málsnúmer 2018120029Tekin fyrir umgengni í gili við jaðar KKA svæðisins norðan við skotsvæðið í Hlíðarfjalli.
Umhverfis- og mannvirkjaráð vísar málinu til umhverfis- og mannvirkjasviðs og skipulagssviðs og óskar eftir því að lóðaleigusamningar við KKA verði kláraðir. Þar verði skilgreind notkun á svæðinu þar sem hún uppfylli þarfir KKA og með hliðsjón af varðveislu náttúru. Einnig er sviðunum falið að upplýsa KKA um að hætta öllum akstri á viðkvæmustu svæðunum s.s. gilinu þar til samningar hafa verið kláraðir.
Fylgiskjöl
Aðgerðaráætlun - skógarkerfill, slaskalúpína og bjarnarkló
Málsnúmer 2019060103Lögð fram aðgerðaráætlun um heftingu á útbreiðslu skógarkerfils og alaskalúpínu á Akureyri og í Hrísey og eyðingu bjarnarklóar á Akureyri.
Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir aðgerðaráætlunina.
Fylgiskjöl
Hundahald í Grímsey
Málsnúmer 2019060010Tekin fyrir ósk um tímabundna undanþágu frá hundabanni í Grímsey frá 5. júní til 23. júní 2019.
Umhverfis- og mannvirkjaráð synjar undanþágunni fyrir sitt leyti á þeim forsendum að á tímabilinu sem óskað er eftir er mikill varptími í Grímsey. Ráðið leggur til að reglur um bann við hundahaldi verði teknar upp á almennum íbúafundi og málið rætt á þeim vettvangi.
Akstursþjónusta Akureyrarbæjar - reglur
Málsnúmer 2019040309Kynnt drög að reglum um akstursþjónustu Akureyrarbæjar.
Umhverfis- og mannvirkjaráð felur sviðsstjóra umhverfis- og mannvirkjasviðs að koma ábendingum ráðsins vegna umræðna á fundinum til hlutaðeigandi aðila.
Fylgiskjöl
Umhverfismiðstöð - gjaldskrár
Málsnúmer 2018090053Lagðar fyrir ráðið til samþykktar gjaldskrár Umhverfismiðstöðvar, malbikunarstöðvar og ræktunarstöðvar.
Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir framlagðar gjaldskrár.
Árholt - endurbætur
Málsnúmer 2019050405Lagður fram áætlaður kostnaður við nauðsynlegar endurbætur á Árholti svo starfsemi ungbarnaleikskóla geti hafist þar 1. september 2019.
Meirihluti umhverfis- og mannvirkjaráðs samþykkir að farið verði í framkvæmdirnar og óskar eftir viðauka við bæjarráð að upphæð kr. 20 milljónir.
Gunnar Gíslason D-lista og Berglind Bergvinsdóttir M-lista sátu hjá við atkvæðagreiðsluna.
Gunnar Gíslason D-lista óskar bókað:
Ég hafna því að óskað sé eftir viðauka og tel að fræðsluráð eigi að sækja um viðauka vegna framkvæmda sem fræðsluráð óskar eftir og eru ekki inni á framkvæmdaáætlun. Enda sé ekki svigrúm fyrir framkvæmdinni með tilfærslum innan fjárhagsáætlunar umhverfis- og mannvirkjasviðs.Glerárskóli - endurbætur B-álma - búnaður
Málsnúmer 2019020224Lögð fram beiðni fræðsluráðs vegna búnaðarkaupa vegna endurbóta á B-álmu Glerárskóla.
Meirihluti umhverfis- og mannvirkjaráðs samþykkir búnaðarkaupin og að fjárveiting verði færð til í Framkvæmdayfirliti Akureyrarbæjar 2019-2022 fyrir árið 2019, frá lið "104- Fræðslu- og uppeldismál - Lundarskóli - leikskóli" yfir í búnaðarkaup undir lið "121- Sameiginlegur kostnaður" samtals kr. 20 milljónir. Liðurinn stofnbúnaður hækkar því úr kr. 60 milljónum í kr. 80 milljónir og Lundarskóli leikskóli lækkar úr kr. 20 milljónum í kr. 0.
Gunnar Gíslason D-lista óskar bókað:
Ég samþykki erindið um að það verði farið í búnaðarkaup vegna Glerárskóla en hafna því að liðurinn Lundarskóli leikskóli verði lækkaður úr kr. 20 milljónir í kr. 0. Þar með tel ég að það sé verið að draga fyrirhugaðar byggingaframkvæmdir á nýjum leikskóla við Lundarskóla um of á langinn.Brýr yfir Eyjafjarðará
Málsnúmer 2017120110Lagt fram opnunarblað vegna verðkönnunar í hönnun á brú yfir Eyjafjarðará.
Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir að taka verðtilboði lægstbjóðanda að skilyrðum útboðsgagna uppfylltum.
Fylgiskjöl
Velferðarstefna 2018-2023
Málsnúmer 2018081103Velferðarráð óskar eftir því að umhverfis- og mannvirkjaráð geri tillögur til velferðarráðs að aðgerðaáætlun vegna þeirra verkefna í velferðarstefnu Akureyrarbæjar er heyra undir þeirra svið.
Umhverfis- og mannvirkjaráð felur sviðsstjóra umhverfis- og mannvirkjasviðs að ræða við þá sviðsstjóra sem heyra undir velferðarráð til þess að skýra betur til hvers sé ætlast af umhverfis- og mannvirkjaráði í þessari vinnu.
Stöðuskýrslur rekstrar UMSA 2019
Málsnúmer 2019030350Lögð fram stöðuskýrsla rekstrar umhverfis- og mannvirkjasviðs fyrir fyrstu fjóra mánuði ársins.
Fjárhagsáætlun umhverfis- og mannvirkjasviðs 2020
Málsnúmer 2019060039Lagður fyrir fjárhagsrammi vegna vinnu við fjárhagsáætlun fyrir árið 2020.