Vefur í vinnslu
Nýr vefur Akureyrarbæjar er í vinnslu. Vinsamlegast beinið öllum athugasemdum til vefstjórnar, vefstjorn@akureyri.is
Nýr vefur Akureyrarbæjar er í vinnslu. Vinsamlegast beinið öllum athugasemdum til vefstjórnar, vefstjorn@akureyri.is
Erindi dagsett 16. október 2017 þar sem Rögnvaldur Harðarson óskar eftir að reist verði hljóðgirðing á lóðarmörkun Espilunds 20 vegna hljóðmengunar frá hringtorgi. Skipulagsráð óskaði eftir umsögn deildafundar skipulagssviðs og umhverfis- og mannvirkjasviðs.
Fjallað var um erindið á fundi 31. október 2017.
Verið er að vinna reglur um hljóðvistarstyrki og klárast sú vinna vonandi á næstunni. Þegar þær verða tilbúnar verður hægt að sækja um styrki til að setja t.d. þrefalt gler í glugga.
Bærinn kemur ekki að framkvæmdum til að koma í veg fyrir ljósmengun frá umferð.
Tryggvi Már Ingvarsson B-lista bar upp vanhæfi sitt og var það samþykkt.
Skipulagsráð frestar erindinu og felur skipulagsdeild að afla frekari gagna.
Frístundaráð Akureyrarbæjar samþykkti á fundi sínum 9. nóvember 2017 að óska eftir umsögn skipulagsráðs á drögum að nýrri íþróttastefnu Akureyrarbæjar og ÍBA.
Drög að Íþróttastefnu Akureyrarbæjar og ÍBA fylgir.
Skipulagsráð fagnar hugmyndum um gerð þarfagreiningar sem verði undirstaða langtímasýnar fyrir uppbyggingu íþróttamannvirkja/svæða í bænum. Mikilvægt er að slík sýn kallist á við aðalskipulag bæjarins hverju sinni og leggur skipulagsráð því ríka áherslu á samvinnu ÍBA við ráðið við gerð þeirrar sýnar. Skipulagsráð vill jafnframt benda á að stór svæði sem tekin hafa verið frá í bæjarlandinu til íþróttaiðkunnar koma ekki fram í stefnumótun, s.s. golfvöllur og nýleg uppbygging þar og akstursíþróttasvæði KKA.
Erindi dagsett 15. nóvember 2017 þar sem Kristján Ragnarsson sækir um leyfi til að rífa hús sem stendur á lóð nr. 35 við Gránufélagsgötu. Áætlað er að byggja nýtt hús í stað þess gamla.
Skipulagsráð frestar erindinu og fer fram á að umsækjandi leggi fram umsögn Minjastofnunar um erindið í samræmi við ákvæði 30. greinar laga um menningarminjar.
Erindi dagsett 16. nóvember 2017 þar sem Haraldur S. Árnason fyrir hönd Fjölnis ehf., kt. 530289-2069, leggur inn fyrirspurn varðandi byggingu húss á lóð nr. 4 við Geirþrúðarhaga og heimild til að ljúka hönnun hvað varðar stærð og gerð íbúða. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Harald S. Árnason.
Lagt fam minnisblað sviðsstjóra/skipulags- og byggingarfulltrúa dagsett 28. nóvember 2017.
Skipulagsráð fagnar tillögu um uppbyggingu smærri íbúða en synjar erindinu með tilvísan í minnisblað sviðsstjóra, þar sem minnstu íbúðirnar uppfylla ekki markmið aðalskipulags, deiliskipulags Hagahverfis né byggingarlistastefnu Akureyrar um góða hönnun og gæði íbúða.
Arinbjörn Kúld fyrir hönd Íslandsnökkva ehf., kt. 680217-2110, óskar eftir leyfi bæjaryfirvalda til að vera með viðburði um helgar tengda sýningum og reynslusvifi á svifnökkvum á Leirutjörn í vetur eða frá 1. október 2017 til 15. apríl 2018.
Skipulagsráð frestaði erindinu á fundi 11. október 2017 og óskaði eftir umsögnum hverfisnefndar Brekku og Innbæjar og umhverfis- og mannvirkjaráðs um erindið.
Umsögn hverfisráðs Brekku og Innbæjar er dagsett 30. október 2017.
Hverfisnefndar Brekku og Innbæjar telur umrædda starfsemi ekki hæfa útivistarsvæði svo nærri íbúabyggð. Svæðið er notað af börnum, gangandi og hjólandi vegfarendum, sem og gæludýraeigendum og dýrum þeirra, ekki síst um helgar. Hljóðmengun af slíkri starfsemi er óhjákvæmileg, hvort sem er vegna tækja eða mannfjölda. Ólíklegt er að þeir sem nýta svæðið og íbúar nærliggjandi húsa muni sætta sig við slíka hávaðamengun og jafnvel aukna umferð bíla um hverja helgi. Svæðið líður nú þegar fyrir mikinn umferðarþunga allan ársins hring.
Umsögn umhverfis- og mannvirkjaráðs er dagsett 22. nóvember 2017.
Skipulagsráð tekur undir umsögn hverfisnefndarinnar og synjar umbeðinni notkun Leirutjarnar þar sem um er að ræða opið útivistarsvæði í nágrenni íbúðasvæðis.
Erindi dagsett 20. september 2017 þar sem Anton Örn Brynjarsson fyrir hönd Norðurorku hf., kt. 550978-0169, sækir um stækkun á byggingarreit fyrir matshluta 06 á lóðinni Rangárvöllum 2. Skipulagsráð heimilaði umsækjanda að leggja fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi á fundi 27. september 2017. Breytingartillagan er dagsett 9. nóvember 2017 og unnin af Arnþóri Tryggvasyni hjá AVH.
Edward Hákon Huibjens V-lista bar upp vanhæfi sitt og var það samþykkt.
Þar sem um óverulega breytingu á gildandi deiliskipulagi er að ræða samþykkir skipulagsráð að tillagan verði grenndarkynnt samkvæmt 2. málsgrein 43. greinar skipulagslaga nr. 123/2010.
Erindi dagsett 7. nóvember 2017 þar sem Þröstur Sigurðsson fyrir hönd Byggingarfélagsins Hyrnu ehf., kt. 710594-2019, leggur fram tillögu að breyttu deiliskipulagi fyrir lóðina Margrétarhaga 2. Óskað er eftir að raðhúsaíbúðum verði fjölgað úr 5 í 6 með alls 3 bifreiðageymslum þannig að hægt sé að kaupa íbúð með eða án bifreiðageymslu. Skipulagsráð frestaði erindinu á fundi 15. nóvember 2017.
Skipulagsráð heimilar umsækjanda að leggja fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi. Breytingin verði unnin í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Erindi dagsett 28. júní 2016 frá Ingu Elísabetu Vésteinsdóttur þar sem hún fyrir hönd fleiri íbúa og verslunareigenda í Innbænum, leggur fram kröfu um að veruleg endurskipulagning verði gerð á umferðarskipulagi svæðisins. Lagðar eru fram tvær athugasemdir sem borist hafa frá íbúum vegna breytingarinnar. Skipulagsráð óskaði eftir áliti hverfisnefndar Brekku og Innbæjar af reynslu af breytingunni. Hverfisnefndin hélt íbúafund 15. nóvember 2017 og fundargerð hans er lögð fram.
Skipulagsráð óskar eftir umsögn umhverfis- og mannvirkjasviðs um tillögur íbúa og hverfisnefnarinnar og tillögum um mögulegar lausnir á þeim.
Erindi dagsett 13. nóvember 2017 þar sem Arnar Þór Jónsson sækir um byggingarleyfi fyrir byggingu þriðju hæðar ofan á hús nr. 114 við Þórunnarstræti. Meðfylgjandi eru gamlar teikningar síðan 1983 eftir Svan Eiríksson.
Skipulagsráð telur að umbeðin hækkun hússins falli illa inn í götumynd Þórunnarstrætis og hafnar því erindinu.
Erindi dagsett 26. október 2017 frá Sigfúsi Ólafi Helgasyni fyrir hönd Hestamannafélagsins Léttis, kt. 430269-6749, þar sem óskað er eftir að hámarkshraði ökutækja verði lækkaður í 30 km á klukkustund við hesthúsin í Breiðholtshverfi og Hlíðarholtshverfi til að draga úr slysahættu. Skipulagsráð óskaði eftir umsögn deildafundar skipulagssviðs og umhverfis- og mannvirkjasviðs á fundi 15. nóvember 2017. Erindið var tekið fyrir á deildafundi þann 21. nóvember 2017. Tekið var jákvætt í að götur innan hesthúsahverfanna verði með 30 km hámarkshraða. Gera þarf hraðamælingar fyrir og eftir tilvonandi breytingar.
Skipulagsráð samþykkir að götur innan hesthúsahverfanna verði með 30 km hámarkshraða.
Skipulagssviði er falið að senda beiðni til Lögreglunnar á Norðurlandi eystra um auglýsingu á gildistöku þessarar breytingar.
Fundargerð dagsett 16. nóvember 2017. Lögð var fram fundargerð 654. fundar með fullnaðarafgreiðslum erinda. Fundargerðin er í 9 liðum.
Lagt fram til kynningar.
Fundargerð dagsett 23. nóvember 2017. Lögð var fram fundargerð 655. fundar með fullnaðarafgreiðslum erinda. Fundargerðin er í 4 liðum.
Lagt fram til kynningar.
Erindi dagsett 23. nóvember 2017 þar sem Ómar Ívarsson fyrir hönd Hafnasamlags Norðurlands, kt. 650371-2919, sækir um heimild til að leggja fram breytt deiliskipulag fyrir miðbæ Akureyrar. Breytingin felst í stækkun Torfunefsbryggju. Meðfylgjandi er mynd.
Ólína Freysteinsdóttir S-lista bar upp vanhæfi sitt og var það samþykkt.
Skipulagsráð frestar erindinu milli funda.