Beint í efni

Vefur í vinnslu

Nýr vefur Akureyrarbæjar er í vinnslu. Vinsamlegast beinið öllum athugasemdum til vefstjórnar, vefstjorn@akureyri.is

  • Kl. 08:00 - 12:00
  • Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi
  • Fundur nr. 163

Nefndarmenn

    • Helgi Snæbjarnarsonformaður
    • Árni Páll Jóhannsson
    • Eva Reykjalín Elvarsdóttir
    • Andrea Sigrún Hjálmsdóttir
    • Sigurður Guðmundsson
    • Ragnar Sverrissonáheyrnarfulltrúi
    • Viðar Valdimarssonáheyrnarfulltrúi
    • Pétur Bolli Jóhannessonskipulagsstjóri
    • Leifur Þorsteinssonfundarritari
Andrea Sigrún Hjálmsdóttir V-lista mætti í forföllum Edwards H. Huijbens og Viðar Valdimarsson B-lista mætti í forföllum Tryggva Más Ingvarssonar áheyrnarfulltrúa.
  • Naustatangi 1 - umsókn um byggingarleyfi

    Málsnúmer 2013080178

    Erindi dagsett 21. ágúst 2013 þar sem Logi Már Einarsson f.h. Slippsins Akureyri ehf., kt. 511005-0940, óskar eftir framkvæmdaleyfi til þess að framlengja grjótgarð og uppfyllingu austan við núverandi athafnasvæði fyrirtækisins á lóðinni nr. 1 við Naustatanga. Einnig er sótt um leyfi til að reisa opið skýli úr léttri stálgrind, klætt með stáldúk eða bárujárni yfir athafnasvæðið (sjókvína). \nMeðfylgjandi eru teikningar eftir Loga Má Einarsson.

    Skipulagsnefnd frestar erindinu og óskar eftir umsögn Hafnasamlags Norðurlands um uppfyllinguna og framlengingu á grjótgarði. 

  • Melateigur 11 - fyrirspurn um byggingarleyfi sólstofu

    Málsnúmer 2011080027

    Skipulagsstjóri lagði fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi í samræmi við bókun skipulagsnefndar frá 24. ágúst 2011.\nBreytingaruppdráttur dagsettur 8. júlí 2013, sem barst 23. ágúst 2013, er unninn af M2 Hús ehf.

    Þar sem um óverulega breytingu á gildandi deiliskipulagi er að ræða leggur skipulagsnefnd til við bæjarstjórn að tillagan verði grenndarkynnt skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

  • Hvannavellir 12 - viðbygging

    Málsnúmer 2013050118

    Skipulagsnefnd frestaði erindinu og óskaði eftir nánari upplýsingum frá hönnuði um hvernig hljóðvistarmálum kælikerfis og loftræsingar viðbyggingarinnar yrði háttað. \nInnkomið bréf dagsett 20. ágúst 2013, frá Þresti Sigurðssyni frá Opus ehf., fh. Íslensk Ameríska ehf., þar sem útskýrt er hvernig hljóðmálum vegna tæknibúnaðar í viðbyggingu verður háttað.

    Skipulagsnefnd telur upplýsingar sem fram koma í bréfinu gefa til kynna að hljóðvist svæðisins verði ásættanleg en mælir með að gerðar verði hljóðmælingar eftir að framkvæmdum er lokið.
    Skipulagsnefnd tekur jákvætt í erindið og felur skipulagsstjóra að afgreiða umsókn um byggingarleyfi þegar hún berst.

  • Ránargata - kantsteinar, gangstéttir og aðgengi slökkvibíla

    Málsnúmer 2012040154

    Skipulagsstjóra var falið að grenndarkynna íbúum við götukaflann tillögu framkvæmdadeildar og er kynningunni nú lokið. Engar athugasemdir bárust.

    Skipulagsnefnd samþykkir tillögu framkvæmdadeildar um að banna bifreiðastöður við Ránargötu 3 og 4 vegna þrengsla. 

  • Glerárgata-Hjalteyrargata-framkvæmdaleyfi

    Málsnúmer 2013080094

    Erindi dagsett 15. ágúst 2013 þar sem Akureyrarkaupstaður, framkvæmdadeild, kt. 410169-6229, sækir um framkvæmdaleyfi fyrir malbikuðum stíg meðfram Glerá frá Hörgárbraut að Krossanesbraut. Meðfylgjandi er uppdráttur.

    Skipulagsnefnd hefur yfirfarið meðfylgjandi hönnunargögn um legu stígsins og samþykkir útgáfu framkvæmdaleyfis á grundvelli 4. gr.- g  "Samþykktar um skipulagsnefnd".

  • Hamarstígur - biðskylda á hliðargötur

    Málsnúmer 2012100063

    Edward Hákon Huijbens og Andrea S. Hjálmsdóttir, V-lista, hafa óskað eftir að sett verði biðskylda á gatnamót eftirfarandi gatna að Hamarstíg: Helgamagrastræti, Holtagötu og Hlíðargötu.

    Skipulagsnefnd samþykkir að biðskylda verði sett á umrædd gatnamót.

  • Frumvarp vegna fyrirhugaðara breytinga á skipulagslögum nr. 130/2010

    Málsnúmer 2013080046

    Umhverfis- og auðlindaráðuneytið óskar eftir athugasemdum við frumvarpsdrög um bótaákvæði skipulagslaga nr. 123/2010 á 51.gr. Einnig er í frumvarpsdrögunum lögð til breyting á ýmsum öðrum ákvæðum laganna. Athugasemdir berist ráðuneytinu eigi síðar en 6. september n.k.

    Skipulagsnefnd tekur undir þær breytingar sem lagðar eru til en leggur ennfremur til að gerðar verði breytingar á 1. mgr. 30 gr. og 3. mgr. 40 gr. skipulagslaga sem fjalla um skipulagslýsingar. Sjá nánar í fylgiskjali merktu "Skipulagsnefnd Akureyrar - breyting á lýsingum 28.8.2013".
    Einnig er tekið undir umsögn og athugasemdir Sambands ísl. sveitarfélaga.

  • Gránufélagsgata 10, hostel

    Málsnúmer 2013060109

    Skipulagsstjóra var falið að grenndarkynna íbúum í nágrenni tillöguna um að breyta húsinu Gránufélagsgötu 10 úr veitingastað í gistiskála.\nTillagan var grenndarkynnt frá 16. júlí til 13. ágúst 2013 og bárust engar athugasemdir.

    Skipulagsnefnd tekur jákvætt í erindið og felur skipulagsstjóra að afgreiða umsókn um byggingarleyfi þegar hún berst.

  • Afgreiðslur skipulagsstjóra 2013

    Málsnúmer 2013010008

    Fundargerð dagsett 14. ágúst 2013. Lögð var fram fundargerð 456. fundar með fullnaðarafgreiðslum erinda. Fundargerðin er í 8 liðum.

    Lagt fram til kynningar.

  • Afgreiðslur skipulagsstjóra 2013

    Málsnúmer 2013010008

    Fundargerð dagsett 22. ágúst 2013. Lögð var fram fundargerð 457. fundar með fullnaðarafgreiðslum erinda. Fundargerðin er í 8 liðum.

    <DIV><DIV>Lagt fram til kynningar.</DIV></DIV>