Stjórn Akureyrarstofu - 263
- Kl. 14:00 - 16:50
- Rósenborg - fundarsalur 3. hæð
- Fundur nr. 263
Nefndarmenn
- Hilda Jana Gísladóttirformaður
- Anna Hildur Guðmundsdóttir
- Sigfús Arnar Karlsson
- Finnur Sigurðsson
- Kristján Blær Sigurðsson
- Karl Liljendal Hólmgeirssonáheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
- Þórgnýr Dýrfjörðdeildarstjóri Akureyrarstofu
- Kristinn Jakob Reimarssonsviðsstjóri samfélagssviðs ritaði fundargerð
FabLab Akureyri
Málsnúmer 2014090260Kynning á FabLab smiðjunni.
Jón Þór Sigurðsson verkefnastjóri FabLab smiðjunnar og Benedikt Barðason aðstoðarskólastjóri VMA tóku á móti stjórninni í húsakynnum FabLab smiðjunnar og kynntu starfsemina.Stjórn Akureyrarstofu þakkar fyrir góða kynningu og fagnar því metnaðarfulla starfi sem unnið er á vegum FabLab smiðjunnar og hvetur Akureyringa til að kynna sér það starf sem þar fer fram.
Beiðni um endurnýjun samnings verður tekin fyrir á næsta fundi.Fundi var áframhaldið í Rósenborg kl. 15:10.
Viðburðasjóður Hofs og Samkomuhússins
Málsnúmer 2018080024Lagt fram til samþykktar samkomulag og vinnureglur vegna listasjóðsins Verðandi sem er samstarfsverkefni Akureyrarbæjar og Menningarfélagsins Hofs ses.
Stjórn Akureyrarstofu samþykkir samkomulagið og vinnureglurnar með þeim athugasemdum sem komu fram á fundinum.
Upplýsingastefna Akureyrarbæjar
Málsnúmer 2015110167Lagðar fram athugasemdir við drög að upplýsingastefnu frá ráðum Akureyrarbæjar og sviðsstjórum.
Stjórn Akureyrarstofu felur stýrihópnum sem hélt utan um vinnuna við gerð stefnunnar að vinna hana áfram m.t.t. þeirra athugasemda sem hafa komið fram. Jafnframt telur stjórnin það mikilvægt að samhliða þessu verði sérstaklega tekið á stefnu bæjarins um notkun samfélagsmiðla.
Stjórnin óskar eftir að vinnunni verði lokið fyrir miðjan nóvember nk.Flugklasi - samstarf um millilandaflug til Norðurlands
Málsnúmer 2011060107Skýrsla flugklasans dagsett 8. október 2018 lögð fram til kynningar.
Skipan fulltrúa Akureyrarbæjar í stjórn MAk
Málsnúmer 2018100235Aðalfundur Menningarfélag Akureyrar verður haldinn í Hofi þriðjudaginn 30. október nk. kl. 20:00. Samkvæmt erindisbréfi stjórnar Akureyrarstofu skal stjórnin skipa einn aðalmann og einn varamann í stjórn MAk.
Stjórn Akureyrarstofu samþykkir með atkvæðum Hildu Jönu Gísladóttur S-lista, Sigfúsar Karlssonar B-lista og Önnu Hildar Guðmundsdóttur L-lista að tilnefna Preben Jón Pétursson sem aðalmann og Brynhildi Pétursdóttur sem varamann.
Finnur Dúa Sigurðsson V-lista og Kristján Blær Sigurðsson D-lista sátu hjá og óska bókað:
Eðlilegra hefði verið að taka umræðu um hver væri skipaður fyrir hönd Akureyrarbæjar á fundi stjórnar Akureyrarstofu en svo var ekki gert.Atvinnu- og nýsköpunarhelgin á Akureyri
Málsnúmer 2018020134Atvinnu- og nýsköpunardagurinn var haldin þann 15. september sl.
Lagt fram minnisblað frá Nýsköpunarmiðstöð um hvernig til tókst með daginn.