Skipulagsnefnd - 212
- Kl. 08:00 - 09:40
- Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi
- Fundur nr. 212
Nefndarmenn
- Tryggvi Már Ingvarssonformaður
- Helgi Snæbjarnarson
- Jón Ingi Cæsarsson
- Edward Hákon Huijbens
- Sigurjón Jóhannesson
- Jón Þorvaldur Heiðarssonáheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
- Leifur Þorsteinssonstaðgengill skipulagsstjóra
- Stefanía G Sigmundsdóttirfundarritari
Skipulagsstjóri - ráðning
Málsnúmer 2015060186Auglýst hefur verið starf skipulagsstjóra Akureyrarkaupstaðar.
Bæjarstjóri kom á fundinn og gerði grein fyrir stöðu málsins.Skipulagsnefnd felur bæjarstjóra að ganga til samninga við Bjarka Jóhannesson um starf skipulagsstjóra.
Fjárhagsáætlun skipulagsdeildar 2016
Málsnúmer 2015080089Staðgengill skipulagsstjóra lagði fram drög að fjárhagsáætlun skipulagsdeildar fyrir árið 2016.
Skipulagsnefnd samþykkir fjárhagsáætlunina fyrir sitt leyti og vísar henni til afgreiðslu bæjarráðs.
Fjárhagsáætlun skipulagsdeildar 2015 - rekstraryfirlit
Málsnúmer 2014090166Staðgengill skipulagsstjóra kynnti stöðuna á rekstri skipulagsdeildar fyrstu sjö mánuði ársins 2015.
Lagt fram til kynningar.
Miðbær suðurhluti - umsókn um breytingu á deiliskipulagi Drottningarbrautarreits
Málsnúmer 2015020122Erindi dagsett 16. júlí 2015 þar sem Halldór Jóhannsson f.h. Norðurbrúar ehf., kt. 620113-0420, sækir um breytingu á deiliskipulagi Drottningarbrautarreits vegna Hafnarstrætis 80.
Sótt er um breytingu á kvöð um bílakjallara og bílastæði, hæð húss og á leyfilegu byggingarmagni.Skipulagsnefnd getur ekki fallist á umbeðna hækkun á þeim hluta hússins sem snýr að Hafnarstræti en heimilar umsækjanda að leggja fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi. Helgi Snæbjarnarson L-lista sat hjá við afgreiðslu málsins.
Innbærinn - Duggufjara 2, deiliskipulagsbreyting
Málsnúmer 2015080059Tillaga að breytingu á deiliskipulagi Innbæjarins vegna Duggufjöru 2 var grenndarkynnt 4. september. Grenndarkynningu lauk þann 10. september 2015 þar sem allir sem grenndarkynninguna fengu, höfðu skilað inn samþykki sínu fyrir breytingunni.
Umsögn barst frá Minjastofnun Íslands dagsett 8. september 2015 þar sem engin athugasemd er gerð.Þar sem engar athugasemdir bárust samþykkir skipulagsnefnd deiliskipulagsbreytinguna á grundvelli 4. gr.-e "Samþykktar um skipulagsnefnd" og felur skipulagsstjóra að annast gildistöku hennar.
Afgreiðslur skipulagsstjóra 2015
Málsnúmer 2015010005Fundargerð dagsett 4. september 2015. Lögð var fram fundargerð 555. fundar með fullnaðarafgreiðslum erinda. Fundargerðin er í 11 liðum.
Lagt fram til kynningar.
Afgreiðslur skipulagsstjóra 2015
Málsnúmer 2015010005Fundargerð dagsett 11. september 2015. Lögð var fram fundargerð 556. fundar með fullnaðarafgreiðslum erinda. Fundargerðin er í 8 liðum.
Lagt fram til kynningar.