Íþróttaráð - 79
- Kl. 14:00 - 16:30
- Fundarsalur á 2. hæð í Glerárgötu 26
- Fundur nr. 79
Nefndarmenn
- Nói Björnssonformaður
- Silja Dögg Baldursdóttir
- Þorvaldur Sigurðsson
- Erlingur Kristjánsson
- Helena Þuríður Karlsdóttir
- Kristinn H. Svanbergssonfundarritari
Fjárhagsáætlun íþróttaráðs 2011
Málsnúmer 2010080052Lögð fram drög að fjárhagsáætlun íþróttaráðs fyrir starfsárið 2011.\nUnnið að fjárhagsáætlun íþróttaráðs fyrir starfsárið 2011.
<DIV><DIV><DIV><DIV> </DIV><DIV>Helena Karlsdóttir óskar bókað:</DIV><DIV>Fulltrúi Samfylkingarinnar í íþróttaráði harmar þá ákvörðun formanns ráðsins á síðasta fundi að hafna bókun fulltrúa Samfylkingarinnar um gjaldskrárhækkanir Sundlaugar Akureyrar og Hlíðarfjalls á grundvelli lengdar hennar. Með höfnuninni hafi verið komið í veg fyrir að fulltrúi minnihlutans fengi að koma á framfæri skoðunum sínum á málinu.</DIV><DIV> </DIV><DIV>Vakin er athygli á því að Akureyrarbær hefur ekki sett neinar reglur um lengd bókana. Til eru fordæmi fyrir lengri bókunum í nefndum bæjarins en þeirri sem leggja átti fram og því hefur jafnræðis milli nefnda/nefndarmanna ekki verið gætt. Vakin er athygli á mikilvægi þess að grundvallarreglum íslenskrar stjórnsýslu sé gætt í hvívetna.</DIV></DIV></DIV></DIV>
Atvinnulausir og sundstaðir
Málsnúmer 2009010201Lögð fram fyrirspurn frá Soffíu Gísladóttur forstöðumanni skrifstofu Vinnumálastofnunar á Norðurlandi eystra þess efnis hvort Akureyrarbær hyggist áfram veita atvinnuleitendum frían aðgang að Sundlaugum Akureyrarbæjar. Einnig lagt fram minnisblað frá Elínu H. Gísladóttur forstöðumanni Sundlaugar Akureyrar þar sem farið er yfir heimsóknir atvinnuleitenda veturinn 2009 til 2010.
<DIV><DIV><DIV><DIV>Íþróttaráð samþykkir að halda áfram með verkefnið á komandi vetri og veitir því Akureyringum sem skráðir eru að fullu sem atvinnuleitendur, frían aðgang í sundlaugar Akureyrarbæjar. Tilboð þetta gildir alla virka daga tímabilið 1. nóvember 2010 til 15. maí 2011.</DIV></DIV></DIV></DIV>
Hestamannafélagið Léttir - styrkbeiðni
Málsnúmer 2010100068Erindi dags. 8. október 2010 frá Andreu Þorvaldsdóttur f.h. Hestamannafélagsins Léttis þar sem sótt er um styrk að upphæð kr. 150.000 vegna Landsþings Landssambands hestamannafélaga sem haldið verður á Akureyri dagana 22. og 23. október nk.
<DIV>Íþróttaráð getur ekki orðið við erindinu.</DIV>
Siðareglur fyrir kjörna fulltrúa
Málsnúmer 2009090017Lögð fram drög, að beiðni stjórnsýslunefndar, um siðareglur fyrir kjörna fulltrúa í stjórnsýslu Akureyrarbæjar. Stjórnsýslunefnd óskar eftir því við íþróttaráð að ráðið taki siðareglurnar til umræðu og skili inn athugasemdum ef einhverjar eru.
<DIV><DIV>Afgreiðslu frestað til næsta fundar.</DIV></DIV>