Vefur í vinnslu
Nýr vefur Akureyrarbæjar er í vinnslu. Vinsamlegast beinið öllum athugasemdum til vefstjórnar, vefstjorn@akureyri.is
Nýr vefur Akureyrarbæjar er í vinnslu. Vinsamlegast beinið öllum athugasemdum til vefstjórnar, vefstjorn@akureyri.is
Magnús Kristjánsson og Þorsteinn Þorsteinsson frá KPMG mættu á fund bæjarráðs og fóru yfir skýrslu um úttekt á rekstri öldrunarþjónustu Akureyrarbæjar.
Halldór Guðmundsson framkvæmdastjóri Öldrunarheimila Akureyrarbæjar og Dan Jens Brynjarsson fjármálastjóri sátu fund bæjarráðs undir þessum lið, Soffía Lárusdóttir framkvæmdastjóri búsetudeildar tók þátt í fundinum í gegnum fundarsíma. Bæjarfulltrúarnir Njáll Trausti Friðbertsson, Ingibjörg Ólöf Isaksen, Eva Hrund Einarsdóttir og Silja Dögg Baldursdóttir sátu fundinn undir þessum lið.
Einnig sat Gunnlaugur Júlíusson sviðsstjóri hag- og upplýsingasviðs Sambands íslenskra sveitarfélaga fundinn undir þessum lið.
Bæjarráð vísar skýrslunni til umræðu í bæjarstjórn.
Gunnlaugur Júlíusson sviðsstjóri hag- og upplýsingasviðs Sambands íslenskra sveitarfélaga fór yfir fjármál sveitarfélaga.
Dan Jens Brynjarsson fjármálastjóri sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Lagður fram viðauki nr. 7.
Dan Jens Brynjarsson fjármálastjóri sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir framlagðan viðauka og vísar honum til staðfestingar í bæjarstjórn.
Lögð fram tillaga að reglum um afslátt elli- og örorkulífeyrisþega af fasteignaskatti 2016.
Dan Jens Brynjarsson fjármálastjóri sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir tillöguna og vísar henni til afgreiðslu bæjarstjórnar.