Beint í efni

Vefur í vinnslu

Nýr vefur Akureyrarbæjar er í vinnslu. Vinsamlegast beinið öllum athugasemdum til vefstjórnar, vefstjorn@akureyri.is

  • Kl. 09:00 - 11:00
  • Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi
  • Fundur nr. 3340

Nefndarmenn

    • Halla Björk Reynisdóttirformaður
    • Geir Kristinn Aðalsteinsson
    • Hlín Bolladóttir
    • Andrea Sigrún Hjálmsdóttir
    • Guðmundur Baldvin Guðmundsson
    • Helgi Vilberg Hermannssonáheyrnarfulltrúi
    • Logi Már Einarssonáheyrnarfulltrúi
    • Ólafur Jónssonáheyrnarfulltrúi
    • Dan Jens Brynjarssonfjármálastjóri
    • Jón Bragi Gunnarssonhagsýslustjóri
    • Eiríkur Björn Björgvinssonbæjarstjóri
    • Dagný Magnea Harðardóttirfundarritari
  • SÁÁ - átakið Betra líf - mannúð og réttlæti

    Málsnúmer 2012100130

    Erindi dags. 4. október 2012 frá Gunnari Smára Egilssyni, formanni SÁÁ þar sem leitað er eftir stuðningi við verkefnið "Betra líf - mannúð og réttlæti".

    <DIV><DIV><DIV><DIV><DIV></DIV><P>Bæjarráð Akureyrar tekur undir bókun stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga sem samþykkti að fela formanni og framkvæmdastjóra að taka upp viðræður við velferðarráðuneytið, fjármála- og efnahagsráðuneytið og innanríkisráðuneytið til að fá fram með hvaða hætti ríkisvaldið geti stutt sveitarfélögin til að byggja upp nauðsynlega þjónustu fyrir áfengis- og vímuefnasjúklinga, fjölskyldur þeirra og börn. </P><P>Bæjarráð skorar jafnframt á SÁÁ að tryggja nú þegar rekstur skrifstofu (starfsemi) á Akureyri. Ljóst er að mikils virði er fyrir alkóhólista og aðstandendur þeirra að hafa aðgang að þeirri aðstoð sem þar er veitt. Undanfarin ár hefur þessi starfsemi sýnt að full þörf er fyrir þessa þjónustu.</P></DIV></DIV></DIV></DIV>

  • Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga - fundargerðir 2012

    Málsnúmer 2012020029

    Lögð fram til kynningar 800. fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga dags. 26. október 2012.

  • Reglur um styrkveitingar nefnda - 2012

    Málsnúmer 2012010384

    Tekið fyrir að nýju, bæjarráð vísaði drögum að reglum um styrkveitingar hjá Akureyrarbæ til frekari vinnslu í vinnuhópnum á fundi sínum þann 1. nóvember sl.

    <DIV><DIV>Bæjarráð samþykkir drögin fyrir sitt leyti með þeirri breytingu sem gerð var á fundinum og vísar þeim til bæjarstjórnar.</DIV></DIV>

  • Menntaskólinn á Tröllaskaga

    Málsnúmer 2007100109

    Lögð fram drög að samkomulagi Fjallabyggðar og Akureyrarkaupstaðar um framlag til stofnkostnaðar við Menntaskólann á Tröllaskaga þar sem meðal annars kemur fram að fulltrúar Fjallabyggðar og Akureyrarkaupstaðar hafa fallist á að kröfu um þátttöku Akureyrarkaupstaðar í húsaleigu Menntaskólans á Tröllaskaga verði vísað til AFE til umfjöllunar og afgreiðslu.

    <DIV><DIV><DIV></DIV><P>Bæjarráð getur ekki samþykkt fyrirliggjandi drög og telur farsælast að þau sveitarfélög sem hlut eiga að máli leysi það án aðkomu Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar. <BR>Bæjarráð felur bæjarstjóra og forseta bæjarstjórnar að vinna að lausn málsins.</P></DIV></DIV>

  • Uppbyggingar- og framkvæmdasamningur - KA 2012

    Málsnúmer 2012090220

    Tekin fyrir að nýju drög að uppbyggingar- og framkvæmdasamningi við KA, áður á dagskrá bæjarráðs þann 11. október sl.

    <DIV><DIV><DIV>Meirihluti bæjarráðs samþykkir drögin.</DIV><DIV>Andrea Sigrún Hjálmsdóttir V-lista sat hjá við afgreiðslu.</DIV><DIV>Guðmundur Baldvin Guðmundsson B-lista óskar bókað:<BR>Sá samningur sem hér liggur fyrir um uppbyggingu á KA svæðinu kemur í stað eldri samnings sem bæjaryfirvöld gerðu við KA á árinu 2007, en samkomulag var um tímabundna frestun á fullnustu hans í kjölfar efnahagshrunsins 2008.  Samningur þessi hefur mun minni framkvæmdakostnað í för með sér en eldri samningur og er því skynsamleg og ásættanleg niðurstaða.</DIV></DIV></DIV>

  • Akureyrarvöllur - umsjón og rekstur - viðaukasamningur

    Málsnúmer 2007040025

    Lögð fram drög að viðaukasamningi dags. í október 2012 við rekstrarsamning KA vegna umsjónar og reksturs Akureyrarvallar.

    <DIV><DIV><DIV>Bæjarráð samþykkir drögin með þeim breytingum sem gerðar voru á fundinum.</DIV></DIV></DIV>

  • Fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar 2013

    Málsnúmer 2012060047

    Unnið að gerð fjárhagsáætlunar.