Umhverfis- og mannvirkjaráð - 90
- Kl. 08:15 - 11:00
- Fjarfundur
- Fundur nr. 90
Nefndarmenn
- Andri Teitssonformaður
- Unnar Jónsson
- Gunnfríður Elín Hreiðarsdóttir
- Sigurjón Jóhannesson
- Berglind Bergvinsdóttir
- Jana Salóme I. Jósepsdóttiráheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
- Guðríður Friðriksdóttirsviðsstjóri umhverfis- og mannvirkjasviðs
- Steindór Ívar Ívarssonforstöðumaður viðhaldsdeildar
- Tómas Björn Haukssonforstöðumaður nýframkvæmda
- Hildigunnur Rut Jónsdóttirforstöðumaður umhverfis- og sorpdeildar
- Ketill Sigurður Jóelssonverkefnastjóri ritaði fundargerð
Bílastæðasjóður - gjaldtaka
Málsnúmer 2019050628Daði Baldur Ottósson samgönguverkfræðingur á samfélagssviði EFLU kynnti fyrir ráðinu hugmyndir að útfærslu gjaldtöku á bílastæðum í miðbæ Akureyrar.
Pétur Ingi Haraldsson sviðstjóri skipulagssviðs, Eggert Þór Óskarsson forstöðumaður fjárreiðna, Eiríkur Jónasson verkefnastjóri viðhalds gatna og Hrafn Svavarsson forstöðumaður umhverfismiðstöðvar sátu fundinn undir þessum lið.Umhverfis- og mannvirkjaráð þakkar fyrir kynninguna og felur embættismönnum að vinna málið áfram.
Strætisvagnar Akureyrar - kaup á strætisvagni
Málsnúmer 2020110821Minnisblað varðandi útboð á metan strætisvagni lagt fyrir ráðið.
Hrafn Svavarsson forstöðumaður umhverfismiðstöðvar sat fundinn undir þessum lið.Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir að farið verði í útboð á einum metan strætisvagni með fyrirvara um að það rúmist innan fjárhagsáætlunnar.
Fjárhagsáætlun umhverfis- og mannvirkjasviðs 2021
Málsnúmer 2020080605Gjaldskrá yfir tæki umhverfismiðstöðvar lögð fyrir ráðið.
Hrafn Svavarsson forstöðumaður umhverfismiðstöðvar sat fundinn undir þessum lið.Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir framlagða gjaldskrá.
Naustahverfi 6. og 7. áfangi
Málsnúmer 2017080054Lögð fram stöðuskýrsla varðandi uppbyggingu 6. og 7. áfanga Naustahverfis.
Leikskólinn Klappir við Glerárskóla
Málsnúmer 2018050021Lagt fram minnisblað varðandi breytta vísitölu vegna breyttra skattreglna um endurgreiðslu VSK af vinnu á byggingastað.
Strandgata 17 - framtíð hússins
Málsnúmer 2020110144Lagt fram minnisblað varðandi mögulegar breytingar á Strandgötu 17.
Umhverfis- og mannvirkjaráð er samþykkt því að skoðaður verði möguleikinn á því að selja húsið með þeirri kvöð að vesturhluti byggingarinnar verði rifinn.
Rekstur leiguíbúða
Málsnúmer 2020100386Lagt fram minnisblað varðandi aukinn kostnað við rekstur og viðhald leiguíbúða Akureyrarbæjar.
Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir að óska eftir viðauka að upphæð kr. 30 milljónir vegna aukins kostnaðar vegna slæms ástands á þeim íbúðum sem komið hafa inn til leiguskipta á árinu.
Þórunnarstræti/Búðartröð
Málsnúmer 2020050106Skilamat á framkvæmdum við gatnamót Þórunnarstrætis og Búðartraðar.
Hrísey - brimvarnargarður
Málsnúmer 2020110367Lagt fram minnisblað varðandi brimvarnargarð í Hrísey.
Skógræktarfélag Eyfirðinga - samningur
Málsnúmer 2019090381Lögð fyrir ráðið drög að framlengingu á samningi við Skógræktarfélag Eyfirðinga.
Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir samningsdrögin og felur umhverfis- og mannvirkjasviði að ganga til samninga.
Loftgæðamál og aðgerðaáætlun í Akureyrarbæ
Málsnúmer 2018110215Viðbragðsáætlun gegn loftmengun á Akureyri kynnt fyrir ráðinu.
Íþróttadeild - endurnýjun gólfþvottavéla í Íþróttahúsi Síðuskóla og Íþróttahöllinni
Málsnúmer 2020110083Tekin fyrir ósk frístundaráðs um endurnýjun á gólfþvottavélum í Íþróttahöllina og Íþróttahús Síðuskóla að upphæð 4,4 m.kr. úr áhalda- og búnaðarsjóði UMSA.
Umhvefis- og mannvirkjaráð samþykkir beiðnina og felur umhverfis- og mannvirkjasviði að vinna málið áfram.
Stöðuskýrslur rekstrar UMSA
Málsnúmer 2020050097Lögð fyrir ráðið drög að nýrri tegund stöðuskýrslu rekstrar UMSA.
Verkfundargerðir 2020
Málsnúmer 2020010277Lagðar fyrir ráðið verkfundagerðir vegna framkvæmda á sviðinu.