Vefur í vinnslu
Nýr vefur Akureyrarbæjar er í vinnslu. Vinsamlegast beinið öllum athugasemdum til vefstjórnar, vefstjorn@akureyri.is
Nýr vefur Akureyrarbæjar er í vinnslu. Vinsamlegast beinið öllum athugasemdum til vefstjórnar, vefstjorn@akureyri.is
Umfjöllun um tillögu um framkvæmd bókunar 4 í kjarasamningi Skólastjórafélags Íslands og Félags stjórnenda leikskóla sem fjallar um störf sem ná ekki til hefðbundinna starfa í skólastarfi grunn- og leikskóla.
Halla Margrét Tryggvadóttir sviðsstjóri mannauðssviðs og Kristín Jóhannesdóttir sviðsstjóri fræðslu- og lýðheilsusviðs sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir framlagða tillögu um framkvæmd bókunar 4 í kjarasamningi Skólastjórafélags Íslands og Félags stjórnenda leikskóla með þeim breytingum sem samþykktar voru á fundinum.
Umfjöllun um framkvæmd reglna Akureyrarbæjar um tímabundin viðbótarlaun.
Halla Margrét Tryggvadóttir sviðsstjóri mannauðssviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Kynnt tillaga að breytingu á reglum um stjórnendaálag forstöðumanna hjá Akureyrarbæ.
Halla Margrét Tryggvadóttir sviðsstjóri mannauðssviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir framlagða tillögu að breytingu á reglum um stjórnendaálag forstöðumanna hjá Akureyrarbæ.
Kynnt samkomulag Akureyrarbæjar og Sambands íslenskra sveitarfélaga um sameiginlega ábyrgð vegna afhendingar og vinnslu launagagna.
Halla Margrét Tryggvadóttir sviðsstjóri mannauðssviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir samkomulagið og felur bæjarstjóra að undirrita það.
Lögð fram tillaga um gjaldskrá sorphirðugjalds fyrir árið 2023.
Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs og Rut Jónsdóttir forstöðumaður umhverfis- og sorpmála sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir framlagða tillögu um gjaldskrá þar sem sorphirðugjald 2023 er kr. 46.448 á íbúð. Bæjarráð vísar gjaldskránni til staðfestingar í bæjarstjórn.
Lögð fram tillaga sviðsstjóra fjársýslusviðs dagsett 9. janúar 2023 um afskriftir krafna. Kröfurnar eru frá árunum 2019 og fyrri árum. Jafnframt er um að ræða yngri kröfur hjá gjaldþrota aðilum og einstaklingum sem fengið hafa greiðsluaðlögun. Samtals er um 434 kröfur að ræða að fjárhæð krónur 8.835.935.
Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir tillögu um afskriftir 434 krafna að fjárhæð krónur 8.835.935.
Lögð fram tillaga um skipun í faghóp starfslauna listamanna fyrir árið 2023. Hlutverk faghóps um starfslaun listamanna er að vera bæjarráði til ráðgjafar um val á listamanni sem hlýtur starfslaun listamanns árið 2023 eða verður bæjarlistamaður eins og það er kallað í daglegu tali.
Þórgnýr Dýrfjörð forstöðumaður atvinnu- og menningarmála sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir framlagða tillögu að skipan faghóps starfslauna listamanna.
Bæjarráð tilnefnir tvo fulltrúa í fagráð Barnamenningarhátíðar á Akureyri, samkvæmt verklagsreglum um stuðning Akureyrarbæjar við viðburði á Barnamenningarhátíð. Vegna forfalla þarf að skipa einn fulltrúa nú.
Þórgnýr Dýrfjörð forstöðumaður atvinnu- og menningarmála sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð tilnefnir Snorra Björnsson í fagráð Barnamenningarhátíðar á Akureyri.
Skipun faghóps um viðurkenningar Húsverndarsjóðs Akureyrarbæjar í samræmi við verklagsreglur þar um. Í faghópnum sitja byggingarfulltrúi Akureyrarbæjar, sérfræðingur um húsvernd frá Minjasafninu á Akureyri og sérfræðingur skipaður af bæjarráði.
Þórgnýr Dýrfjörð forstöðumaður atvinnu- og menningarmála sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð skipar auk Steinmars H. Rögnvaldssonar byggingarfulltrúa, Hönnu Rósu Sveinsdóttur og Arnór Blika Hallmundsson í faghópinn.
Lagt fram minnisblað dagsett 14. desember 2022 þar sem fjallað er um starfsemi Alþjóðastofu, framtíð þeirra verkefna sem Alþjóðastofa hefur sinnt fram að þessu og lögð fram tillaga um að formfesta í skipulagi þær breytingar sem orðið hafa á starfseminni.
Málið var á dagskrá velferðarráðs þann 14. desember sl.
Karólína Gunnarsdóttir starfandi sviðsstjóri velferðarsviðs og Anna Marit Níelsdóttir forstöðumaður félagsþjónustu sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Meirihluti bæjarráðs staðfestir ákvörðun velferðarráðs um að Alþjóðastofa sem sérstök eining í stjórnkerfinu verði lögð niður, enda sé um að ræða tilfærslu á verkefnum en ekki skerðingu á þjónustu.
Hilda Jana Gísladóttir S-lista situr hjá.
Hilda Jana Gísladóttir S-lista, Sunna Hlín Jóhannesdóttir B-lista og Jana Salóme I. Jósepsdóttir V-lista óska bókað:
Við höfum áhyggjur af því að þjónusta við fólk af erlendum uppruna muni skerðast með þessari ákvörðun, sé samhliða ekki tekin ákvörðun um aukið vægi fjölmenningarmála á öðru sviði sveitarfélagsins. Eðlilegast væri að taka ekki aðeins þá ákvörðun að leggja niður 50% stöðugildi á velferðarsviði, heldur að umrætt stöðugildi myndi færast yfir á mannauðssvið sem ber ábyrgð á innleiðingu og eftirfylgni mannréttindastefnu Akureyrarbæjar.