Fræðslunefnd - 1
- Kl. 13:00 - 13:27
- Fjarfundur
- Fundur nr. 1
Nefndarmenn
- Inga Þöll Þórgnýsdóttirformaður
- Dan Jens Brynjarsson
- Guðrún Guðmundsdóttir
- Steindór Ívar Ívarsson
Starfsmenn
- Halla Margrét Tryggvadóttirsviðsstjóri stjórnsýslusviðs
- Anna Lilja Björnsdóttirfundarritari
Námsleyfasjóður embættismanna - 2021
Málsnúmer 2020120418Halla Margrét Tryggvadóttir sviðsstjóri stjórnsýslusviðs kynnti breytingar á stöðu námsleyfasjóðs embættismanna.
Að ákvörðun kjarasamningsnefndar og bæjarstjóra hefur námsleyfasjóður embættismanna verið lagður niður og þar með falla reglur um námsleyfasjóð úr gildi. Ákvörðun á rót að rekja til stéttarfélagsaðildar embættismanna.
Með vísan til þess að námsleyfasjóður embættismanna hefur verið lagður niður leggur fræðslunefndin til við bæjarráð að endurskoðuð verði skipan embættismanna í fræðslunefnd.
Námsleyfasjóður sérmenntaðs starfsfólks - 2021
Málsnúmer 2020120419Halla Margrét Tryggvadóttir sviðsstjóri stjórnsýslusviðs kynnti breytingar á stöðu námsleyfasjóðs sérmenntaðs starfsfólks.
Með vísan til COVID-19 og stöðu bæjarsjóðs var ekki veitt framlag til námsleyfasjóðs sérmenntaðs starfsfólks Akureyrarbæjar á fjárhagsáætlun fyrir árið 2021 og þar með verður ekki úthlutað úr sjóðnum vegna námsleyfis á skólaárinu 2021-2022.