Vefur í vinnslu
Nýr vefur Akureyrarbæjar er í vinnslu. Vinsamlegast beinið öllum athugasemdum til vefstjórnar, vefstjorn@akureyri.is
Nýr vefur Akureyrarbæjar er í vinnslu. Vinsamlegast beinið öllum athugasemdum til vefstjórnar, vefstjorn@akureyri.is
Liður 3 í fundargerð bæjarrráðs dagsettri 18. ágúst 2022:
Lagðar fram forsendur fjárhagsáætlunar Akureyrarbæjar 2023 og drög að tekju- og útgjaldaramma fjárhagsáætlunar 2023. Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs og Kristín Baldvinsdóttir forstöðumaður hagþjónustu og áætlanagerðar og bæjarfulltrúinn Hulda Elma Eysteinsdóttir sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir að fresta afgreiðslu um framlagðar forsendur fjárhagsáætlunar Akureyrarbæjar 2023 og drög að tekju- og útgjaldaramma fjárhagsáætlunar 2023 um eina viku.
Fyrir fundinum liggur einnig minnisblað frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga dagsett 23. ágúst 2022 um forsendur fjárhagsáætlana 2023-2026.
Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs og Kristín Baldvinsdóttir forstöðumaður hagþjónustu og áætlanagerðar sátu fund bæjarráðs undir þessum lið. Lára Halldóra Eiríksdóttir D-lista og Hulda Elma Eysteinsdóttir L-lista voru í fjarfundarbúnaði undir þessum lið.
Meirihluti bæjarráðs samþykkir framlagðan ramma, þar sem lögð er áhersla á fræðslu-, lýðheilsu- og velferðarmál sem og að aukinn kraftur er settur í umhverfis- og skipulagsmál. Bæjarráð vísar rammanum til áframhaldandi vinnu í fastanefndum bæjarins.
Hilda Jana Gísladóttir S-lista og Sunna Hlín Jóhannesdóttir B-lista sitja hjá við afgreiðslu málsins.
Hilda Jana Gísladóttir S-lista, Jana Salóme Ingibjargar Jósepsdóttir V-lista og Brynjólfur Ingvarsson F-lista óska bókað:
Það vekur athygli að í forsendum fjárhagsramma er horft til 10% gjaldskrárhækkana almennt, að undanskyldum leikskólagjöldum sem standa í stað, á sama tíma og fjárhagsrammi gerir ráð fyrir óbreyttri fasteignaskattsprósentu. Ekki virðist í því samhengi horft til þess að verja tekjulægri hópa fyrir skörpum verðhækkunum. Þá er fjármögnun ýmissa verkefna óljós og loðin á þessum tímapunkti, enda öll fjárhagsáætlunarvinnan eftir og getur því ýmislegt tekið breytingum í því ferli, en miðað við þær forsendur sem blasa við í rammanum nú er ekki annað hægt en að sitja hjá við afgreiðslu hans.
Liður 6 í fundargerð umhverfis- og mannvirkjaráðs dagsettri 16. ágúst 2022:
Lagt fram minnisblað dagsett 15. ágúst 2022 varðandi þörf á stálhlíf á ljósleiðarann milli Árskógssands og Hríseyjar.
Tilboð barst frá Sjótækni ehf. kr. 6.405.000 án VSK eða kr. 7.942.200 með VSK.
Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir verkefnið fyrir sitt leyti og óskar eftir viðauka til bæjarráðs að fjárhæð 8 milljónir kr.
Georg Fannar Haraldsson verkefnastjóri rekstrardeildar umhverfis- og mannvirkjasviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir að gerður verði viðauki við áætlun ársins 2022 vegna málsins og felur sviðsstjóra fjársýslusviðs að vinna viðaukann.
Lögð fram tillaga S-lista um breytingu á skipan fulltrúa í velferðarráði.
Elsa María Guðmundsdóttir verði áheyrnarfulltrúi í stað Ísaks Más Jóhannessonar.
Bæjarráð hefur heimild til fullnaðarafgreiðslu mála í júlí og ágúst 2022 sbr. bókun í 6. lið fundargerðar bæjarstjórnar 21. júní sl.
Bæjarráð samþykkir tillöguna.
Lögð fram tillaga S-lista um breytingu á skipan fulltrúa í fræðslu- og lýðheilsuráði.
Ísak Már Jóhannesson verði áheyrnarfulltrúi í stað Elsu Maríu Guðmundsdóttur.
Bæjarráð hefur heimild til fullnaðarafgreiðslu mála í júlí og ágúst 2022 sbr. bókun í 6. lið fundargerðar bæjarstjórnar 21. júní sl.
Bæjarráð samþykkir tillöguna.
Lögð fram tillaga að breytingum á reglum um launakjör og starfsaðstöðu bæjarfulltrúa og nefndarmanna hjá Akureyrarbæ. Í breytingunni felst uppfærsla á texta vegna stjórnskipulagsbreytinga 1. janúar 2022 og uppfærsla á viðmiði m.v. vísitölu í janúar 2022. Framlögð tillaga hefur ekki áhrif á laun bæjarfulltrúa frá því sem verið hefur frá 1. janúar sl.
Halla Margrét Tryggvadóttir sviðsstjóri mannauðssviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið í fjarfundarbúnaði.
Bæjarráð samþykkir tillögu að breytingum um launakjör og starfsaðstöðu bæjarfulltrúa og nefndarmanna hjá Akureyrarbæ.
Kynnt tillaga að endurskoðaðri jafnlaunastefnu Akureyrarbæjar.
Halla Margrét Tryggvadóttir sviðsstjóri mannauðssviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið í fjarfundarbúnaði.
Bæjarráð hefur heimild til fullnaðarafgreiðslu mála í júlí og ágúst 2022 sbr. bókun í 6. lið fundargerðar bæjarstjórnar 21. júní sl.
Bæjarráð samþykkir tillögu að endurskoðaðri jafnlaunastefnu.
Erindi dagsett 11. ágúst 2022 þar sem Leikfélag Menntaskólans á Akureyri (LMA) óskar eftir fjárstyrk vegna sýningar þeirra vorið 2023.
Bæjarráð felur forstöðumanni atvinnu- og menningarmála að ræða við bréfritara.
Lögð fram til kynningar fundargerð 155. fundar hverfisráðs Hríseyjar dagsett 30. júní 2022.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að ræða við fulltrúa hverfisráðsins um lið 5 og 6 varðandi aðalskipulag í Hrísey og bílastæðamál á Árskógssandi.