Beint í efni

Vefur í vinnslu

Nýr vefur Akureyrarbæjar er í vinnslu. Vinsamlegast beinið öllum athugasemdum til vefstjórnar, vefstjorn@akureyri.is

  • Kl. 08:15 - 09:06
  • Fundarsalur á 1. hæð í Ráðhúsi
  • Fundur nr. 3863

Nefndarmenn

    • Heimir Örn Árnasonformaður
    • Hlynur Jóhannsson
    • Sunna Hlín Jóhannesdóttir
    • Hilda Jana Gísladóttir
    • Jón Hjaltasonáheyrnarfulltrúi
    • Ásrún Ýr Gestsdóttiráheyrnarfulltrúi

Starfsmenn

    • Ásthildur Sturludóttirbæjarstjóri
    • Inga Þöll Þórgnýsdóttirbæjarlögmaður ritaði fundargerð
Hulda Elma Eysteinsdóttir L-lista boðaði forföll og varamaður hennar einnig.
  • Fjárhagsáætlun 2025 - fjársýslusvið, mannauðssvið og þjónustu- og skipulagssvið

    Málsnúmer 2024091078

    Lögð fram drög að fjárhagsáætlun fyrir fjársýslusvið, mannauðssvið og þjónustu- og skipulagssvið.

    Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs, Halla Margrét Tryggvadóttir sviðsstjóri mannauðssviðs og Sumarliði Helgason sviðsstjóri þjónustu- og skipulagssviðs sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.

    Bæjarráð felur sviðsstjórum að vinna málið áfram við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2025.

  • Rammasamningur um aukið íbúðaframboð 2023-2032

    Málsnúmer 2022110691

    Lögð fram drög að samkomulagi Akureyrarbæjar, innviðaráðuneytisins og Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar um aukið framboð íbúðarhúsnæðis og fjármögnun uppbyggingar hagkvæmra íbúða og félagslegs húsnæðis. Samkomulagið byggir á rammasamningi ríkis og sveitarfélaga.

    Pétur Ingi Haraldsson skipulagsfulltrúi sat fund bæjarráðs undir þessum lið og þá sat Halla Björk Reynisdóttir formaður skipulagsráðs fundinn undir þessum lið í gegnum fjarfundarbúnað.

    Bæjarráð samþykkir framlagt samkomulag og felur bæjarstjóra að undirrita það.

  • Erindi til sveitarfélaga í Eyjafirði varðandi laxeldi í firðinum

    Málsnúmer 2024090991

    Lagt fram erindi dagsett 17. september 2024 frá Guðmundi Val Stefánssyni fyrir hönd Laxóss ehf. varðandi áform um fiskeldi í Eyjafirði.

    Lagt fram til kynningar.

    Fylgiskjöl
  • Aðalfundur Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga 2024

    Málsnúmer 2024091182

    Lagt fram erindi dagsett 20. september 2024 frá Val Rafni Halldórssyni f.h. Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga þar sem boðað er til aðalfundar sem haldinn verður á Hilton Reykjavík Nordica, Suðurlandsbraut 2, Reykjavík, miðvikudaginn 9. október kl. 11:30.

    Bæjarráð felur bæjarstjóra að fara með atkvæði sveitarfélagsins á aðalfundinum.

  • Jöfnunarsjóður sveitarfélaga - ársfundur 2024

    Málsnúmer 2024091206

    Lagt fram erindi frá innviðaráðuneytinu dagsett 20. september 2024 þar sem boðað er til ársfundar Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga. Fundurinn verður haldinn miðvikudaginn 9. október næstkomandi á Hilton Reykjavík Nordica.

    Bæjarráð felur bæjarstjóra að sækja fundinn fyrir hönd Akureyrarbæjar.

    Fylgiskjöl
  • Heilbrigðisnefnd Norðurlandssvæðis eystra - fundargerðir 2022-2024

    Málsnúmer 2022030389

    Lögð fram til kynningar fundargerð 237. fundar heilbrigðisnefndar Norðurlands eystra sem var haldinn miðvikudaginn 18. september 2024.

    Fylgiskjöl
  • Heilbrigðiseftirlit Norðurlands eystra - fjárhagsáætlun 2025

    Málsnúmer 2024091191

    Lögð fram til kynningar fjárhagsáætlun Heilbrigðiseftirlits Norðurlands eystra fyrir 2025 sem samþykkt var á 237. fundi heilbrigðisnefndar 18. september 2024.