Skólanefnd - 12
- Kl. 13:30 - 15:10
- Fundarsalur á 2. hæð í Glerárgötu 26
- Fundur nr. 12
Nefndarmenn
- Logi Már Einarssonformaður
- Dagný Þóra Baldursdóttir
- Siguróli Magni Sigurðsson
- Hanna Dögg Maronsdóttir
- Preben Jón Pétursson
- Anna María Hjálmarsdóttiráheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
- Hrafnhildur G Sigurðardóttirleikskólafulltrúi
- Árni Konráð Bjarnasonrekstrarstjóri
- Soffía Vagnsdóttirfræðslustjóri ritaði fundargerð
Lokun Frístundar í vetrarfríi
Málsnúmer 2016080060Rætt um hugmyndir um lokun Frístundar í vetrarfríi.
Kostnaður vegna námsgagna
Málsnúmer 2016080065Erindi frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga dagsett 3. maí 2016 þar sem vakin er athygli á ábendingu Velferðarvaktarinnar og fleiri á kostnaðarþátttöku foreldra í námsgögnum barna sinna.
Skólanefnd felur fræðslustjóra að móta leiðir í samráði við skólastjórnendur til að samræma innkaup námsgagna þar sem kostnaði verði haldið í algjöru lágmarki.
Fjárhagsáætlun fræðslumála 2016
Málsnúmer 2015050243Farið yfir breytingar á yfirstandandi fjárhagsáætlun fyrir árið 2016 í samræmi við tillögur aðgerðarhóps.
Skólanefnd vísar tillögu um breytingar á fjárhagsáætlun fyrir árið 2016 til bæjarráðs.
Hanna Dögg Maronsdóttir fulltrúi D-lista sat hjá við atkvæðagreiðsluna.Skólapúlsinn - ytra mat skóla
Málsnúmer 2015010179Umræða um Skólapúlsinn - ytra mat skóla og fyrirkomulag kannana.
Sameining kostnaðarstöðva fyrir leik- og grunnskóla í Hrísey annars vegar og Grímsey hins vegar
Málsnúmer 2016080068Árni Konráð Bjarnason rekstrarstjóri á skóladeild lagði til sameiningu á kostnaðarstöðvum fyrir leik- og grunnskóla í Hrísey og Grímsey með það að markmiði að einfalda stjórnendum launa- og bókhaldslegt utanumhald um þessar litlu einingar.
Skólanefnd samþykkti tillöguna.
Spurningalisti BSRB um dagvistunarúrræði sveitarfélaganna
Málsnúmer 2016080061Lagður fram til kynningar spurningalisti BSRB um dagvistunarúrræði sveitarfélaga.
Hrafnhildur Sigurðardóttir leikskólafulltrúi fór yfir málið og kynnti svör við erindinu.