Vefur í vinnslu
Nýr vefur Akureyrarbæjar er í vinnslu. Vinsamlegast beinið öllum athugasemdum til vefstjórnar, vefstjorn@akureyri.is
Nýr vefur Akureyrarbæjar er í vinnslu. Vinsamlegast beinið öllum athugasemdum til vefstjórnar, vefstjorn@akureyri.is
Skipulagsstjóri lagði fram breytta fjárhagsáætlun skipulagsnefndar og skipulagsdeildar fyrir árið 2014 vegna hagræðingarkröfu bæjarráðs.
Tillaga að deiliskipulagi Kjarnaskógar og Hamra var auglýst frá 25. september til 6. nóvember 2013.\nBeiðnir um umsagnir voru sendar Mannvirkjastofnun, Heilbrigðiseftirliti NE, Slökkviliði Akureyrar, Norðurorku, Hömrum - útilífsmiðstöð skáta, Vegagerðinni, Rarik, Landsneti, Umhverfisstofnun og Skipulagsstofnun.\n\nUmsagnir um deiliskipulagstillöguna bárust frá:\n1) Vegagerðinni dagsett 25. september 2013 sem ekki gerir athugasemd við tillöguna.\n2) Norðurorku dagsett 15. október 2013 þar sem vakin er athygli á legu háspennujarðstrengs sem liggur í jaðri skipulagssvæðisins.\n3) Skipulagsstofnun dagsett 10. október 2013.\nSkipulagsstofnun gerir ekki athugasemd við umhverfisskýrsluna en stofnunin mun fara yfir málsgögn þegar þau berast að lokinni afgreiðslu bæjarstjórnar eftir auglýsingu skv. skipulagslögum.\n4) Landsneti dagsett 28. október 2013 sem gerir ekki athugasemd við tillöguna.\n5) Umhverfisstofnun dagsett 29. október 2013. Stofnunin bendir á mikilvægi þess að framtíðarsýn hvað varðar háspennulínur sé skýr og á meðan fráveita á svæðinu fer í rotþrær þurfa þrær og siturlagnir að uppfylla reglugerð nr. 798/1999 um fráveitur og skólp.\n6) Mannvirkjastofnun dagsett 24. september 2013. \nBent er á að ekki er heimilt að leggja háspenntar loftlínur yfir íbúðarsvæði, mikilvægar byggingar eða íþrótta- og útivistarsvæði. Þar sem háspenntar loftlínur liggja þegar um svæðið telur Mannvirkjastofnuna brýnt að ekki verði skipulagt íþrótta- og útivistarsvæði undir línunum né í næsta nágrenni þeirra.\n\nEftirfarandi athugasemdir við deiliskipulagstillöguna bárust á athugasemdartíma frá:\n1) Víði Gíslasyni dagsett 16. september 2013. Hann telur að ekki hafi verið brugðist við fyrri athugasemd er varðar samráð við Mannvirkjastofnun. \n2) Umhverfisnefnd dagsett 11. október 2013.\nNefndin leggur til að í greinagerð komi fram að línurnar verði horfnar í síðasta lagi árið 2020.\n3) Jóni Inga Cæsarssyni dagsett 13. september 2013.\nHann telur ekki rétt að leggja fram tillögu sem festir í sessi raflínur í skipulagi svæðisins þar sem það gengur þvert á stefnu umhverfisnefndar Akureyrar og bendir því til stuðnings á bókun umhverfisnefndar frá 15. nóvember 2007.\n4) Stjórn Hamra dagsett 3. nóvember 2013. \na. Raflínur á svæðinu skerða nýtingarmöguleika og leggur stjórnin til að línurnar verði horfnar fyrir árið 2020.\nb. Svæði Þ7 - svæði fyrir smáhýsi. Óskað er eftir að byggingarreitur verði sameinaður fyrir öll húsin og þau færð norðar. Einnig er óskað eftir aksturstengingu við reitinn innan svæðis skátanna.\nc. Skilgreina þarf reit fyrir hús undir snyrtingu sem er á milli svæða 15 og 16.\nd. Útivistarstígur meðfram Brunná er ekki inni á uppdrætti, né stígur sem tengist Kjarnaskógi.\ne. Stjórnin leggur til að svæðamörkum Hamra verði breytt.\nf. Í kafla 4.3 þarf að leiðrétta að þjónustubygging verði skilgreind á tveimur hæðum, með risi eins og byggingin er nú.\ng. Lagt er til að vegi að Hömrum verði lítillega breytt þar sem slys hafa orðið á kaflanum.\n5) Isavia dagsett 5. nóvember 2013 sem gerir ekki athugasemd við tillöguna en bendir á reglur um hindranafleti og telur því rétt að hæðartakmarkanir komi skýrt fram í skipulaginu.\n6) Skógrækt ríkisins dagsett 6. nóvember 2013.\na. Í greinargerð er farið rangt með nokkur atriði er varða sögu Kjarnaskógar.\nb. Skógræktin telur að meiri áherslur hefði átt að leggja á umferðarkerfi og öryggismál á svæðinu.\nc. Ekki er fjallað nægilega um flokkun göngustíga og lagt er til að bundið slitlag verði á aðalstígum vegna aðgengis hjólastóla.\nd. Í kafla 4 er fjallað um lóðarstærðir innan deiliskipulagsins. Þar eru 161,5 ha taldir vera 161,500 m² en eru 1,615,000 m².
Erindi dagsett 11. nóvember 2013 frá Sigurði Sigurðssyni, þar sem hann f.h. Hálanda ehf., kt. 410910-0390, sækir um breytingu á deiliskipulagi 1. áfanga frístundabyggðar og verslunar- og þjónustusvæðis í Hálöndum. Um er að ræða nýja lóð með byggingarreit fyrir spennistöð Norðurorku og skýli fyrir skíðaiðkendur. Einnig er gert ráð fyrir áföstu skilti eða frístandandi á lóðinni að hámarki 8m frá jörðu. Auk þess eru gerðar breytingar á staðsetningu raflínu í jörð.
Skipulagslýsing vegna deiliskipulags 2. áfanga Hálanda var auglýst frá 28. ágúst - 11. september 2013. \nBeiðni um umsagnir vegna lýsingar voru sendar eftirtöldum aðilum: \nLandsvirkjun, Umhverfisstofnun, Hestamannafélaginu Létti, Heilbrigðiseftirliti NE, Minjastofnun Íslands, KKA, BA, Norðurorku, Vegagerðinni og Skipulagsstofnun.\nFimm umsagnir bárust um lýsinguna:\n1) Vegagerðin, dagsett 4. september 2013 sem gerir ekki athugasemd við lýsinguna.\n2) Heilbrigðiseftirlit Norðurlands eystra, dagsett 3. september 2013 sem gerir ekki athugasemd við lýsinguna.\n3) Norðurorka dagsett 9. september 2013.\nLagnir Norðurorku liggja um lönd jarðarinnar Hlíðarenda. Bent er á að gera þarf samkomulag við Norðurorku um viðkomandi lagnaleiðir og mögulegan kostnað af flutningi þeirra. Einnig þarf að tryggja framtíðarmöguleika Norðurorku til að viðhalda umræddum lögnum og nauðsynlegt að kvaðir um það séu tryggðar á skipulagssvæðinu. \n4) Skipulagsstofnun dagsett 4. september 2013 sem gerir ekki athugasemd við lýsinguna.\n5) Umhverfisstofnun dagsett 17. október 2013 sem gerir ekki athugasemd við lýsinguna.\n\nSkipulagsstjóri lagði fram tillögu að deiliskipulagi 2. áfanga frístundabyggðar í Hálöndum, unna af Teiknum á lofti ehf. og dagsetta 12. nóvember 2013.
Erindi dagsett 6. nóvember 2013 frá Ragnari A. Birgissyni frá TGH arkitektum þar sem hann f.h. Reita I, kt. 510907-0940, óskar eftir breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar Austursíðu 2.\nUm er að ræða breytingu á fyrirkomulagi bílastæða, athafnasvæði fyrir þungaflutninga er aukið ásamt breytingu á umferðarleiðum innan lóðarinnar.
Einungis er um að ræða minniháttar breytingu á fyrirkomulagi innra skipulags lóðarinnar við Austursíðu 2 og er breyting sem varðar Akureyrarkaupstað og lóðarhafa.
Þess vegna leggur skipulagsnefnd til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan verði samþykkt í samræmi við 2. málslið, 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Erindi dagsett 7. nóvember 2013 þar sem Tryggvi Tryggvason f.h. Arnars Guðmundssonar og Margrétar Dóru Eðvarðsdóttur sækir um byggingarleyfi fyrir bílskúr við hús nr. 8 við Kotárgerði. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Tryggva Tryggvason.
<DIV><DIV><DIV><DIV>Sigurður Guðmundsson A-lista bar upp vanhæfi sitt við afgreiðslu málsins sem skipulagnefnd samþykkti.<BR>Skipulagsnefnd samþykkir að grenndarkynna erindið skv. 1. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.<BR></DIV><DIV></DIV></DIV></DIV></DIV>
Tillaga að breytingu á deiliskipulagi Melateigs 11 var grenndarkynnt frá 4. september til 2. október 2013.\nÞar sem öll fylgigögn fóru ekki með fyrri grenndarkynningargögnum voru umrædd gögn send til grenndarkynningaraðila og athugasemdarfrestur framlengdur til 31. október 2013.\nAthugasemd barst þann 13. október 2013 frá Torfhildi S. Þorgeirsdóttur og Leifi Brynjólfssyni, Melateig 13, sem ítreka fyrri athugasemd. Þau telja að útsýni úr borðstofu og stofu íbúðar þeirra muni skerðast verulega og geti leitt til verðrýrnunar eignar þeirra.\n
Tillaga Loga Más Einarssonar frá Kollgátu f.h. Reglu Karmelsystra ahgh. jesús, kt. 410601-3380, vegna fyrirspurnar um stækkun á húsinu nr. 4 við Álfabyggð var grenndarkynnt frá 13. september til 11. október 2013.\nÞar sem nágrannar höfðu óskað eftir skuggavarpsteikningum var grenndarkynningin framlengd til 30. október 2013.\nTvær athugasemdir bárust:\n1) Sóldís Stefánsdóttir, dagsett 18. september 2013.\nÓskað er eftir upplýsingum um hverskonar starfsemi mun verða í viðbyggingunni og hvort viðbyggingin kalli á aukna umferð sem er mikil vegna þeirrar starfsemi sem nú þegar er í Álfabyggð 4.\n2) Nikolai Gagunashvili dags. 17. október 2013. \na. Hann bendir á að mikið áreiti sé nú þegar vegna starfsemi daggæslu (10 börn) sem þar er til húsa. Ef gefið verði leyfi fyrir 100m2 viðbyggingu við húsið sem er 313m2 að stærð og búa einungis fjórar manneskjur í, má búast við að fjöldi barna aukist um helming eða í 20 með tilheyrandi hávaðaáreiti. Hann bendir á að starfsemi af þeirri stærðargráðu eigi ekki heima í íbúðabyggð.\nb. Hann telur að aukin umferð muni verða í kjölfarið vegna daggæslu og sunnudagaskóla. \nc. Skuggi muni falla á húsið hans og á garðrými.\nd. Mikill hávaði muni verða á meðan byggingu stendur eða í um hálft ár.\ne. Gæði íbúðar þeirra muni skerðast verulega og geti leitt til verðrýrnunar eignar vegna núverandi starfsemi dagsgæslu.
Tillaga Loga Más Einarssonar frá Kollgátu f.h. Magnúsar V. Snædal vegna fyrirspurnar um byggingu bílgeymslu við Langholt 10, var grenndarkynnt frá 10. október til 7. nóvember 2013.\nEngar athugasemdir bárust.
<DIV><DIV><DIV>Skipulagsnefnd tekur jákvætt í erindið og felur skipulagsstjóra að afgreiða umsókn um byggingarleyfi þegar hún berst.<BR></DIV><DIV><DIV><DIV></DIV></DIV></DIV></DIV></DIV>
Innkomið bréf frá Mannvirkjastofnun dagsett 30. október 2013 þar sem vakin er athygli á skyldum byggingarfulltrúa til að koma sér upp gæðastjórnunarkerfi fyrir árið 2015 og faggildingu fyrir árið 2018 ef sveitarfélagið vill áfram fela byggingarfulltrúa sínum yfirferð á hönnunargögnum og úttektir framkvæmda. Að öðrum kosti þurfa sveitarfélög að leita til faggildra skoðunarstofa sem hafa starfsleyfi Mannvirkjastofnunar á viðkomandi sviði.
Fundargerð dagsett 30. október 2013. Lögð var fram fundargerð 467. fundar með fullnaðarafgreiðslum erinda. Fundargerðin er í 15 liðum.
Fundargerð dagsett 6. nóvember 2013. Lögð var fram fundargerð 468. fundar með fullnaðarafgreiðslum erinda. Fundargerðin er í 7 liðum.
<DIV><DIV>Lagt fram til kynningar.</DIV></DIV>