Bæjarráð - 3547
- Kl. 08:30 - 12:05
- Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi
- Fundur nr. 3547
Nefndarmenn
- Guðmundur Baldvin Guðmundssonformaður
- Matthías Rögnvaldsson
- Sigríður Huld Jónsdóttir
- Gunnar Gíslason
- Preben Jón Pétursson
- Sóley Björk Stefánsdóttiráheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
- Eiríkur Björn Björgvinssonbæjarstjóri
- Katrín Björg Ríkarðsdóttiraðstoðarmaður bæjarstjóra ritaði fundargerð
Flugklasi - samstarf um millilandaflug til Norðurlands
Málsnúmer 2011060107Farið yfir stöðu mála í flugi til Akureyrar.
Arnheiður Jóhannsdóttir framkvæmdastjóri Markaðsstofu ferðamála á Norðurlandi og Hjalti Páll Þórarinsson verkefnastjóri Flugklasans Air 66N mættu á fund bæjarráðs undir þessum lið.Fjölskyldusvið - stjórnkerfisbreytingar
Málsnúmer 2017020143Guðrún Sigurðardóttir sviðsstjóri fjölskyldusviðs kynnti stjórnsýslubreytingar á fjölskyldusviði.
Hæfingarstöðin Skógarlundi 1 - kaup eignarinnar af Fasteignasjóði Jöfnunarsjóðs
Málsnúmer 20170105353. liður í fundargerð velferðarráðs dagsett 15. febrúar 2017:
Lagt fram minnisblað Guðríðar Friðriksdóttur sviðsstjóra umhverfis- og mannvirkjasviðs og Guðrúnar Sigurðardóttur sviðsstjóra fjölskyldusviðs, dagsett 26. janúar 2017 um möguleg kaup bæjarins á Skógarlundi 1, sem er í eigu ríkisins. Jöfnunarsjóður sveitarfélaga hefur með eignina að gera og hefur boðið bænum eignina til kaups.
Velferðarráð mælir með að eignin verði keypt og vísar málinu til umhverfis- og mannvirkjaráðs og bæjarráðs.
Dan J. Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.Bæjarráð frestar afgreiðslu og felur sviðsstjóra fjársýslusviðs að vinna málið áfram.
Viðaukar - reglur
Málsnúmer 2017020133Lögð fram drög að reglum um gerð og meðferð viðauka við fjárhagsáætlun.
Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.Bæjarráð frestar afgreiðslu.
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga - fundargerðir 2017
Málsnúmer 2017010137Lögð fram til kynningar fundargerð 847. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga dagsett 24. febrúar 2017.
Flokkun Eyjafjörður - aðalfundur 2017
Málsnúmer 2017030044Erindi dagsett 28. febrúar 2017 frá Kristínu Halldórsdóttur stjórnarformanni í Flokkun Eyjafjörður ehf þar sem hún boðar til aðalfundar í Flokkun Eyjafjörður ehf þann 14. mars nk. kl. 14:00 í fundarsal á 2. hæð í Ráðhúsi Akureyrarbæjar.
Meðfylgjandi er ársreikningur félagsins. Gert er ráð fyrir breytingum á 16. grein í samþykktum sem snýr að fjölda manna í stjórn, að fjölga úr fimm í sjö manns.Bæjarráð felur bæjarstjóra að fara með umboð Akureyrarbæjar á aðalfundinum.
Frumvarp til laga um breytingar á lögum um verslun með áfengi og tóbak o.fl. (smásala áfengis), 106. mál
Málsnúmer 2017030067Lagt fram til kynningar erindi dagsett 3. mars 2017 frá allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis þar sem óskað er umsagnar um frumvarp til laga um breytingar á lögum um verslun með áfengi og tóbak o.fl. (smásala áfengis), 106. mál 2017.
Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 17. mars nk. á netfangið nefndasvid@althingi.is.
Þingskjalið er hægt að sækja á vef Alþingis: http://www.althingi.is/altext/146/s/0165.htmlBæjarráð vísar til bókunar bæjarstjórnar á fundi 7. mars sl.