Skipulagsráð - 284
07.02.2018
Hlusta
- Kl. 08:00 - 10:10
- Fundarsalur á 2. hæð í Ráðhúsi
- Fundur nr. 284
Nefndarmenn
- Tryggvi Már Ingvarssonformaður
- Helgi Snæbjarnarson
- Edward Hákon Huijbens
- Sigurjón Jóhannesson
- Jón Þorvaldur Heiðarssonáheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
- Bjarki Jóhannessonskipulagsstjóri
- Anna Bragadóttirverkefnastjóri skipulagsmála
- Leifur Þorsteinssonfundarritari
Helgi Snæbjarnarson L-lista mætti í forföllum Evu Reykjalín Elvarsdóttur.
Ólína Freysteinsdóttir S-lista boðaði forföll og varamaður mætti ekki.
Aðalskipulag Akureyrar 2018-2030
Málsnúmer 2015110092Farið var í gegnum svör við athugasemdum við auglýst Aðalskipulag Akureyrar 2018-2030 eftir yfirferð formanns með bæjarstjórn. Úrdráttur úr innkomnum athugasemdum og tillögur um svör við þeim koma fram í skjalinu "Athugasemdir og úrvinnsla við auglýst aðalskipulag flokkað.pdf"
Skipulagsráð samþykkir meðfylgjandi tillögur að svörum við athugasemdum, sem fram koma í skjalinu "Athugasemdir og úrvinnsla við auglýst aðalskipulag flokkað.pdf".
Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að tillögurnar verði samþykktar og skipulagssviði falið að ganga frá greinargerð og uppdráttum til samræmis við svörin.