Samráðshópur um málefni fatlaðs fólks - 11
- Kl. 16:00 - 17:30
- Fundarsalur á 2. hæð í Glerárgötu 26
- Fundur nr. 11
Nefndarmenn
- Guðrún Karitas Garðarsdóttirformaður
- Þórhallur Harðarson
- Halla Birgisdóttir Ottesen
- Sif Sigurðardóttirfulltrúi Þroskahjálpar NE
- Lilja Björg Jónsdóttirfulltrúi Grófarinnar
- Elmar Logi Heiðarssonfulltrúi Sjálfsbjargar
- Sigrún María Óskarsdóttirvarafulltrúi Sjálfsbjargar
Starfsmenn
- Karólína Gunnarsdóttirfundarritari
Atvinnumál fatlaðs fólks
Málsnúmer 2024110639Kynning frá Vinnumálastofnun á stöðu fatlaðs fólks á vinnumarkaði auk kynningar á verkefni sem fór af stað í haust sem á að auka atvinnuþátttöku fatlaðs fólks.
Samráðshópurinn fékk kynningu á verkefninu "Færni á vinnumarkaði". Verkefnið fór af stað í haust og fyrsta keyrsla á að vera 3 mánuðir. Um er að ræða nám sem samanstendur af 70 klst. námi og 110 klst. starfsþjálfun. Valið var í þennan fyrsta hóp, ungt fatlað fólk sem var í atvinnuleit. Gengur vel en helstu athugasemdir sem hafa komið fram á landsvísu er að tímabilið sé of stutt og dagleg viðvera of löng miðað við markhópinn. Þeir sem standast kröfur fá í lokin Fagbréf atvinnulífsins. Gert er ráð fyrir að tekið verði tillit til athugasemda þegar næsti hópur fer a stað í febrúar.
Kynnt var staða atvinnu með stuðningi en þar er biðlisti eftir að komast á vinnumarkað. Umræða um PBI og af hverju færri umsóknir berast þangað er sennilega sú að fleiri vilja fara á almennan vinnumarkað og fordómar gegn staðnum. Þörf til framtíðar einhverskonar virkni og /eða þjálfunarstaður fyrir þá sem ekki ná að fóta sig á almennum vinnumarkaði.
Erna Kristín Hauksdóttir og Ellen Jónína Sæmundsdóttir starfsmenn Vinnumálastofnunar sátu fundinn undir þessum lið og er þeim þökkuð kynningin og þáttaka í góðum umræðum.
Innleiðing á endurskoðuðu örorkulífeyriskerfi - samningur samstarfsaðila
Málsnúmer 2024101028Lagður fram til kynningar samningur um samstarf þjónustuaðila á sviði endurhæfingar.