Beint í efni

Vefur í vinnslu

Nýr vefur Akureyrarbæjar er í vinnslu. Vinsamlegast beinið öllum athugasemdum til vefstjórnar, vefstjorn@akureyri.is

  • Kl. 14:00 - 17:00
  • Fjarfundur
  • Fundur nr. 1333

Nefndarmenn

    • Heimir Haraldssonformaður
    • Gunnfríður Elín Hreiðarsdóttir
    • Hermann Ingi Arason
    • Lára Halldóra Eiríksdóttir
    • Maron Berg Pétursson
    • Sigrún Elva Briemáheyrnarfulltrúi

Starfsmenn

    • Karólína Gunnarsdóttirþjónustustjóri velferðarsviðs
    • Guðrún Ólafía Sigurðardóttirsviðsstjóri velferðarsviðs
    • María Sigurbjörg Stefánsdóttirfundarritari
Maron Pétursson L-lista mætti í forföllum Róberts Freys Jónssonar.
  • Úttekt á rekstri málaflokks fatlaðra

    Málsnúmer 2021020057

    Haraldur Líndal Haraldsson og Arnar Haraldsson ráðgjafar hjá HLH Ráðgjöf kynntu drög að niðurstöðum úttektar á rekstri málaflokks fatlaðra.

    Velferðarráð þakkar kynninguna. Jafnframt felur ráðið sviðsstjóra og þjónustustjóra að skoða nánar þær tillögur sem fram koma í úttektinni og leggja fyrir ráðið drög að vinnuáætlun.

  • Nýbygging - öryggisgæsla

    Málsnúmer 2019030202

    Lagt fram minnisblað Guðrúnar Sigurðardóttur sviðsstjóra velferðarsviðs um stöðu öryggisvistunar og húsnæðismál dagsett 12. febrúar 2021.

    Arna Jakobsdóttir forstöðumaður öryggisvistunar sat fundinn undir þessum lið.

    Velferðarráð leggur mikla áheyrslu á að unnið verði að samkomulagi við ríkið um nýtt húsnæði fyrir öryggisvistun sem uppfyllir allar þarfir starfseminnar og felur sviðsstjóra að vinna áfram að málinu.

  • Aðgerðaáætlun í málefnum eldri borgara

    Málsnúmer 2020010595

    Tekin fyrir beiðni bæjarráðs um að skipa fulltrúa í vinnuhóp til þess að móta aðgerðaáætlun í málefnum eldri borgara.

    Velferðarráð skipar Heimi Haraldsson formann velferðarráðs og Bergdísi Ösp Bjarkadóttur forstöðumann heimaþjónustu í vinnuhópinn.