Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 986
- Kl. 13:00 - 13:15
- Skrifstofa byggingarfulltrúa
- Fundur nr. 986
Nefndarmenn
- Steinmar Heiðar Rögnvaldssonbyggingarfulltrúi
Starfsmenn
- Rebekka Rut Þórhallsdóttirfulltrúi skipulags- og byggingarmála ritaði fundargerð
- Ólafur Elvar Júlíussonverkefnastjóri byggingarmála
- Katrín Rós Ívarsdóttirverkefnastjóri fasteignaskráningar
- Hjálmar Andrés Jónssonverkefnastjóri byggingarmála
Stekkjargerði 16 - umsókn um byggingaráform og byggingarheimild
Málsnúmer 2024010534Erindi dagsett 10. janúar 2024 þar sem Valbjörn Ægir Vilhjálmsson fyrir hönd Elmars Dan Sigþórssonar sækir um byggingaráform og byggingarheimild fyrir breytingum á innra skipulagi og útliti húss. Einnig er sótt um að fá að byggja bílgeymslu, bílskýli og lóðarveggi á lóð nr. 16 við Stekkjargerði. Innkomnar teikningar eftir Valbjörn Ægi Vilhjálmsson.
Byggingarfulltrúi frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda í skoðunarskýrslu.
Víðivellir 4 - umsókn um bílastæði og<br/> <br/> úrtak úr kantsteini
Málsnúmer 2024091246Erindi dagsett 23. september 2024 þar sem Gunnhildur Anna Sævarsdóttir sækir um stækkun á bílastæði og úrtak í kantstein við hús nr. 4 við Víðivelli.
Byggingarfulltrúi samþykkir bílastæði með 7 metra úrtaki í kantstein með vísun í vinnureglur um leyfi fyrir bílastæðum og úrtökum í kantstein og þeim skilyrðum sem þar koma fram, enda verði frágangur á lóðamörkum gerður í samráði við nágranna. Umsækjandi greiði kostnað vegna færslu á götugögnum, ef með þarf. Í vinnureglunum er kveðið á um heimild umhverfis- og mannvirkjasviðs til gjaldtöku vegna vinnu við úrtakið.
Dvergaholt 1 - umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi - umfangsflokkur 2
Málsnúmer 2024070902Erindi dagsett 13. september 2024 þar sem Fanney Hauksdóttir sækir um breytingar á áður samþykktum teikningum fyrir fjölbýlishúsi á lóð nr. 1 við Dvergaholt. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Fanneyju Hauksdóttur.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið.