Velferðarráð - 1360
- Kl. 14:00 -
- Fundarsalur á 2. hæð í Glerárgötu 26
- Fundur nr. 1360
Nefndarmenn
- Lára Halldóra Eiríksdóttirvaraformaður
- Hulda Elma Eysteinsdóttir
- Karl Liljendal Hólmgeirsson
- Alfa Dröfn Jóhannsdóttir
- Hermann Ingi Arason
- Elsa María Guðmundsdóttiráheyrnarfulltrúi
- Málfríður Stefanía Þórðardóttiráheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
- Karólína Gunnarsdóttirþjónustustjóri velferðarsviðs
- Kristín Birna Kristjánsdóttirfundarritari
Velferðarráð - gjaldskrá fyrir félagslegt húsnæði 2021-2022
Málsnúmer 2021111421Lagt fram minnisblað dagsett 18. nóvember 2022 frá Kristínu Baldvinsdóttur forstöðumanni hagþjónustu og áætlanagerðar um tillögur að hækkun á gjaldskrá félagslegra íbúða.
Anna Marit Níelsdóttir forstöðumaður félagsþjónustu, Guðni Örn Hauksson húsnæðisfulltrúi og Kristín Baldvinsdóttir forstöðumaður hagþjónustu og áætlanagerðar sátu fundinn undir þessum lið.Velferðarráð samþykkir fyrir sitt leyti tillögur að hækkun á gjaldskrá félagslegra íbúða samkvæmt minnisblaðinu og vísar málinu áfram til bæjarráðs.
Anna Fanney Stefánsdóttir L- lista, Lára Halldóra Eiríksdóttir D-lista, Hermann Ingi Arason V-lista, Karl Liljendal Hólmgeirsson M-lista samþykktu tillöguna.
Alfa Dröfn Jóhannsdóttir B-lista var á móti.
Elsa María Guðmundsdóttir S-lista, Alfa Dröfn Jóhannsdóttir B-lista, Hermann Ingi Arason V-lista og Málfríður Þórðardóttir F-lista lögðu fram eftirfarandi bókun:
Samhliða mögulegri hækkun á leigu þá er afar brýnt að fram fari heildarendurskoðun á félagslega húsnæðiskerfinu, enda bíða um 160 einstaklingar eftir húsnæði og því augljóst að fjölga þarf félagslegum íbúðum, þannig að færri bíði í styttri tíma. Eins er afar brýnt að flýta eins og kostur er uppbyggingu húsnæðis fyrir fatlað fólk, enda er þar töluverður biðlisti þar sem fólk hefur beðið lengi.Rammi að samkomulagi um samræmda móttöku flóttafólks
Málsnúmer 2022081254Lagður fram þjónustusamningur um samræmda móttöku flóttafólks til samþykktar.
Anna Marit Níelsdóttir forstöðumaður félagsþjónustu sat fundinn undir þessum lið.Velferðarráð samþykkir samninginn fyrir sitt leyti og vísar honum til samþykktar í bæjarráði.
Reglur velferðarsviðs um stuðningsþjónustu
Málsnúmer 2022090993Lagðar fram til afgreiðslu reglur um stuðningsþjónustu.
Halldóra Hauksdóttir lögfræðingur, Bergdís Ösp Bjarkadóttir, Elfa Björk Gylfadóttir og Hlynur Már Erlingsson forstöðumenn sátu fundinn undir þessum lið.Velferðarráð frestar ákvörðun í málinu.
Reglur velferðarsviðs um stoðþjónustu
Málsnúmer 2022090994Lagðar fram til afgreiðslu reglur um stoðþjónustu.
Halldóra Hauksdóttir lögfræðingur, Bergdís Ösp Bjarkadóttir, Elfa Björk Gylfadóttir og Hlynur Már Erlingsson forstöðumenn sátu fundinn undir þessum lið.Velferðarráð samþykkir reglur um stoðþjónustu fyrir sitt leyti og vísar þeim áfram til samþykktar í bæjarstjórn.
Reglur velferðarsviðs um notendasamninga
Málsnúmer 2022090995Lagðar fram til afgreiðslu reglur um notendasamninga.
Halldóra Hauksdóttir lögfræðingur, Bergdís Ösp Bjarkadóttir, Elfa Björk Gylfadóttir og Hlynur Már Erlingsson forstöðumenn sátu fundinn undir þessum lið.Velferðarráð samþykkir reglur um notendasamninga fyrir sitt leyti og vísar þeim áfram til samþykktar í bæjarstjórn.
Styrkir velferðarráðs - ýmsar upplýsingar
Málsnúmer 2019050563Lagðar fram reglur velferðarráðs um styrki og samantekt um umsóknir og útgjöld kostnaðarstöðvarinnar.
ADHD samtökin - styrkbeiðni 2022
Málsnúmer 2022110735ADHD samtökin sækja um styrk til velferðarráðs til að styðja við fræðslu samtakanna.
Velferðarráð getur ekki orðið við erindinu.
Stígamót - styrkbeiðni til velferðarráðs
Málsnúmer 2022110138Stígamót sækja um styrk til velferðarráðs vegna reksturs samtakanna.
Velferðarráð getur ekki orðið við erindinu.
Félag talmeinafræðinga á Íslandi - styrkbeiðni til velferðarráðs
Málsnúmer 2022100730Félag talmeinafræðinga á Íslandi sækir um ótilgreindan styrk til velferðarráðs vegna ráðstefnuhalds.
Velferðarráð getur ekki orðið við erindinu.
Grófin - húsnæðisvandi og fjármögnun
Málsnúmer 2022090642Grófin - Geðrækt sækir um styrk til velferðarráðs, alls kr. 8.000.000.
Velferðarráð samþykkir styrk að upphæð kr. 1.000.000.
Rauði Krossinn við Eyjafjörð - styrkbeiðni til velferðarráðs
Málsnúmer 2022100723Rauði krossinn sækir um styrk til velferðarráðs vegna starfsemi Frú Ragnheiðar, kr. 1.000.000 á ári í þrjú ár.
Velferðarráð samþykkir styrk að upphæð kr. 1.000.000.
Krabbameinsfélag Akureyrar - styrkbeiðni til velferðarráðs
Málsnúmer 2022100986Krabbameinsfélag Akureyrar sækir um styrk til velferðarráðs, alls kr. 1.200.000.
Velferðarráð getur ekki orðið við erindinu.
Jólaaðstoð - styrkbeiðni til velferðarráðs
Málsnúmer 2022111241Velferðarsjóður Eyjafjarðar sækir um ótilgreyndan styrk til velferðarráðs vegna jólaaðstoðar til einstaklinga og fjölskyldna á Eyjafjarðarsvæðinu.
Velferðarráð samþykkir styrk að upphæð kr. 1.000.000.
Samtök um kvennaathvarf - umsókn um rekstrarstyrk 2023
Málsnúmer 2022100269Samtök um kvennaathvarf sækja um styrk til velferðarráðs.
Velferðarráð getur ekki orðið við erindinu.
Velferðarráð - fundaáætlun 2023
Málsnúmer 2022110653Lögð fram drög að fundaáætlun velferðarráðs fyrri hluta árs 2023.
Gjaldskrá velferðarsviðs árið 2023
Málsnúmer 2022090639Lögð fram tillaga að breytingu á gjaldskrá velferðarsviðs fyrir 2023. Lagt er til að almennt hækki gjaldskráin um 7,5%. Um er að ræða hækkun í félagslegri heimaþjónustu, heimsendum mat og matarkostnaði í skammtímaþjónustu.
Velferðarráð samþykkir fyrir sitt leyti tillögu að breytingu á gjaldskrá velferðarsviðs 2023 og vísar málinu áfram til bæjarráðs.
Anna Fanney Stefánsdóttir L- lista, Lára Halldóra Eiríksdóttir D-lista, Hermann Ingi Arason V-lista, Alfa Dröfn Jóhannsdóttir B-lista samþykktu tillöguna.
Karl Liljendal Hólmgeirsson M-lista sat hjá.
Karl Liljendal Hólmgeirsson M-lista lagði fram eftirfarandi bókun: Ég lýsi yfir óánægju með að málið komi á fundardagskrá til úrlausnar án þess að umbeðnar upplýsingar hafi komið fram. Alfa Dröfn Jóhannsdóttir B-Lista, Málfríður Þórðardóttir F-lista og Elsa María Guðmundsdóttir S-lista tóku undir bókun.