Vefur í vinnslu
Nýr vefur Akureyrarbæjar er í vinnslu. Vinsamlegast beinið öllum athugasemdum til vefstjórnar, vefstjorn@akureyri.is
Nýr vefur Akureyrarbæjar er í vinnslu. Vinsamlegast beinið öllum athugasemdum til vefstjórnar, vefstjorn@akureyri.is
Lögð fram fyrirspurn frá Soffíu Gísladóttur forstöðumanni skrifstofu Vinnumálastofnunar á Norðurlandi eystra þess efnis hvort Akureyrarbær hyggist áfram veita atvinnuleitendum frían aðgang að Sundlaugum Akureyrarbæjar. Einnig lagt fram minnisblað frá Elínu H. Gísladóttur forstöðumanni Sundlaugar Akureyrar þar sem farið er yfir heimsóknir atvinnuleitenda veturinn 2010 til 2011.
<DIV><DIV><DIV>Íþróttaráð samþykkir að halda áfram með verkefnið á komandi vetri og veitir því Akureyringum sem skráðir eru að fullu sem atvinnuleitendur, frían aðgang í sundlaugar Akureyrarbæjar. Tilboð þetta gildir alla virka daga tímabilið 1. október 2011 til 15. maí 2012.</DIV></DIV></DIV>
Lagðar fram forsendur fyrir fjárhagsáætlunarvinnu og unnið að gjaldskrárbreytingum fyrir starfsárið 2012.
<DIV><DIV> </DIV></DIV>
Kristinn H. Svanbergsson framkvæmdastjóri íþróttadeilar kynnti íþróttaráði uppsögn sína sem framkvæmdastjóri íþróttadeildar. Starfslok eru áætluð 30. nóvember 2011.
<DIV><DIV><DIV><DIV><DIV></DIV><DIV><DIV>Íþróttaráð þakkar Kristni fyrir vel unnin störf og óskar honum velfarnaðar á nýjum vettvangi.</DIV><BR></DIV></DIV></DIV></DIV></DIV>
Erindi dags. 8. september 2011 frá Sigfúsi Ólafi Helgasyni framkvæmdastjóra Íþróttafélagsins Þórs þar, sem hann óskar eftir fjárframlagi frá Akureyrarbæ vegna mjög slæms ásigkomulags knattspyrnuvalla félagsins af völdum kalskemmda sem orsakaði mikinn kostnað við hirðingu þeirra sumarið 2011.
<DIV><DIV><DIV>Íþróttaráð telur að þær veðurfarslegu aðstæður sem voru sl. vetur og vor hafi haft veruleg áhrif á þau íþróttafélög sem sjá um rekstur grassvæða í eigu Akureyrarbæjar. Ráðið telur það ljóst að án þeirra aðgerða sem gripið var til af hálfu félaganna hefði hefðbundin starfsemi þeirra raskast verulega með tilheyrandi óþægindum og tekjutapi.</DIV><DIV>Íþróttaráð leggur því mikla áherslu á, að vegna þessara óvæntu og óviðráðanlegu aðstæðna sem upp komu, að Akureyrarbær taki þátt í þeim kostnaði sem til féll vegna viðgerðanna.</DIV><DIV>Íþróttaráð óskar eftir því við bæjarráð að Íþróttafélaginu Þór verði veittur fjárhagslegur stuðningur vegna ofangreinds kostnaðar. </DIV></DIV></DIV>
Erindi dags. 13. september 2011 frá Sigfúsi Ólafi Helgasyni framkvæmdastjóra Þórs, þar sem óskað er eftir 300.000 kr. styrk frá Akureyrarbæ vegna þátttöku kvennaliðs Þórs/KA í knattspyrnu í Evrópukeppni í lok september og byrjun október.\nNói Björnsson formaður íþróttaráðs vék af fundi undir þessum lið.
<DIV><DIV>Íþróttaráð fagnar góðum árangri kvennaliðs Þórs/KA. Ráðið hefur ekki fjárhagslegt svigrúm innan samþykkts ramma til að veita Íþróttafélaginu Þór stuðning vegna verkefnisins en óskar eftir því við bæjarráð að skoða mögulegan stuðning við kvennalið Þórs/KA.</DIV></DIV>