Vefur í vinnslu
Nýr vefur Akureyrarbæjar er í vinnslu. Vinsamlegast beinið öllum athugasemdum til vefstjórnar, vefstjorn@akureyri.is
Nýr vefur Akureyrarbæjar er í vinnslu. Vinsamlegast beinið öllum athugasemdum til vefstjórnar, vefstjorn@akureyri.is
Kynnt verkefnið Heilsueflandi samfélag.
Ellert Örn Erlingsson forstöðumaður íþróttamála, Ingibjörg Ólöf Isaksen formaður íþróttaráðs og Héðinn Svarfdal Björnsson fulltrúi frá Embætti landlæknis sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð þakkar kynninguna og felur bæjarstjóra og forstöðumanni íþróttamála að vinna áfram að verkefninu.
Logi Már Einarsson S-lista mætti á fundinn kl. 09:00
Lagt fram samkomulag um uppkaup vegna deiliskipulags.
Inga Þöll Þórgnýsdóttir bæjarlögmaður sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Í upphafi þessa dagskrárliðar vakti Sóley Björk Stefánsdóttir V-lista á því athygli að hún teldi sig vanhæfa að fjalla um þennan lið.
Með vísan til 7. mgr. 20. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 var meint vanhæfi lagt upp til atkvæða fyrir bæjarráð og var það samþykkt með 5 samhljóða atkvæðum.
Sóley Björk Stefánsdóttir V-lista vék af fundi við umræðu og afgreiðslu málsins.
Bæjarráð samþykkir samkomulag um uppkaup á hluta lóðar Nausta I, vegna deiliskipulags og samkomulag um uppkaup á hluta lóðar Nausta II, vegna deiliskipulags.
Lagður fram til kynningar dómur Hæstaréttar nr. 587/2014.
Dóminn má finna á netslóðinni:
http://haestirettur.is/domar?nr=10429
Inga Þöll Þórgnýsdóttir bæjarlögmaður, Halla Margrét Tryggvadóttir starfsmannastjóri og Helgi Már Pálsson bæjartæknifræðingur sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Lagður fram til kynningar dómur Hæstaréttar nr. 588/2014. Dóminn má finna á netslóðinni:
http://haestirettur.is/domar?nr=10430&leit=t
Inga Þöll Þórgnýsdóttir bæjarlögmaður, Halla Margrét Tryggvadóttir starfsmannastjóri og Helgi Már Pálsson bæjartæknifræðingur sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Lögð fram tillaga um laun í Vinnuskóla Akureyrarbæjar sumarið 2015.
Halla Margrét Tryggvadóttir starfsmannastjóri og Helgi Már Pálsson bæjartæknifræðingur sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir að laun unglinga í Vinnuskóla Akureyrarbæjar sumarið 2015 verði sem hér segir:
14 ára kr. 401
15 ára kr. 458
16 ára kr. 602
10,17% orlof er greitt til viðbótar við tímakaup.
Halla Margrét Tryggvadóttir starfsmannastjóri kynnti verkefnið.
Einnig sat Helgi Már Pálsson bæjartæknifræðingur fundinn undir þessum lið.
6. liður í fundargerð stjórnar Fasteigna Akureyrarbæjar dagsett 8. maí 2015:
Lagt fram minnisblað dagsett 20. febrúar 2015 frá skóladeild um framtíð leikskóladeilda Naustatjarnar í húsnæði Naustaskóla. Málið var áður á dagskrá 17. apríl 2015 og var tekið fyrir hjá bæjarráði 30. apríl 2015 þar sem málinu var vísað aftur til stjórnar Fasteigna Akureyrarbæjar til skoðunar.
Meirihluti stjórnar Fasteigna Akureyrarbæjar samþykkir að farið verði í framkvæmdir við salerni í Naustaskóla til að koma fyrir tveimur deildum Naustatjarnar í skólanum með fyrirvara um að bæjarráð samþykki viðbótarfjárveitingu að upphæð kr. 14.000.000 til verksins.
Njáll Trausti Friðbertsson D-lista og Þorsteinn Hlynur Jónsson Æ-lista sátu hjá við afgreiðslu þessa liðar.
Dagur Fannar Dagsson formaður stjórnar Fasteigna Akureyrarbæjar og Helgi Már Pálsson bæjartæknifræðingur sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Meirihluti bæjarráðs samþykkir fjárveitingu til verksins að upphæð kr. 14.000.000 og að gerður verði viðauki sem lagður verður fyrir bæjarstjórn.
Gunnar Gíslason D-lista sat hjá við afgreiðslu málsins og óskar bókað: Ég sit hjá við afgreiðslu þessa máls, því ég tel að hægt sé að leysa þetta verkefni með öðrum hætti, sem ekki kallar á þær framkvæmdir sem hér er verið að samþykkja að fara í.
2. liður í fundargerð framkvæmdaráðs dagsett 8. maí 2015:
Farið yfir tillögur Arnars Jónssonar ráðgjafa hjá Capacent.
Arnar Jónsson mætti á fundinn.
Eiríkur Björn Björgvinsson bæjarstjóri og Katrín Björk Ríkharðsdóttir aðstoðarmaður bæjarstjóra sátu fund framkvæmdaráðs undir þessum lið.
Framkvæmdaráð samþykkir tillögurnar og vísar þeim til bæjarráðs.
Dagur Fannar Dagsson formaður framkvæmdaráðs og Helgi Már Pálsson bæjartæknifræðingur sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð vísar tillögunum til framkvæmdaráðs til frekari vinnslu í samræmi við umræður á fundinum.
6. liður í fundargerð skipulagsnefndar dagsett 13. maí 2015:
Erindi dagsett 8. apríl 2015 þar sem Rúnar Þór Björnsson f.h. Siglingarklúbbsins Nökkva sækir um tímabundið stöðuleyfi fyrir tvö aðstöðuhús á lóð Nökkva við Drottningarbraut lnr. 173492. Meðfylgjandi er afstöðumynd og grunnmynd. Einnig er óskað eftir að gjöld vegna framkvæmdanna verði felld niður.
Skipulagsnefnd samþykkir stöðuleyfi fyrir aðstöðuhúsin til eins árs sbr. 2.6.1. gr. byggingarreglugerðar. Aðstöðuhúsin skulu staðsett innan byggingarreits deiliskipulagsins og litur þeirra skal vera samræmdur við önnur hús á svæðinu.
Beiðni um niðurfellingu gjalda vegna framkvæmdanna er vísað til bæjarráðs.
Bæjarráð hafnar beiðni um niðurfellingu gjalda vegna framkvæmdanna og telur að kostnaðurinn sé hluti af gildandi samningi um styrkveitingu ársins 2015.
Lögð fram tillaga vinnuhóps um erlend samskipti dagsett 4. maí 2015 um að Akureyrarbær sæki um aðild að Norðurslóðaneti Íslands.
Bæjarráð samþykkir tillögu vinnuhópsins um að Akureyrarbær sæki um aðild að Norðurslóðaneti Íslands.
Lagt til að starfsmönnum Akureyrarbæjar verði gefið frí frá kl. 12:00 föstudaginn 19. júní í tilefni að 100 ára afmæli kosningaréttar íslenskra kvenna til Alþingis.
Bæjarráð samþykkir að starfsmönnum Akureyrarbæjar verði veitt frí eftir hádegi þann 19. júní til að fagna 100 ára afmæli kosningaréttar íslenskra kvenna. Tryggt verður þó að þjónusta er varðar öryggi og grunn- og neyðarþjónustu við íbúa verði veitt.
Lagt fram erindi frá bæjarstjóra Lahti dagsett 18. desember 2014 þar sem fulltrúum Akureyrarbæjar er boðið á tenglamót í Lahti dagana 24.- 27. júní 2015.
Bæjarráð samþykkir að forseti bæjarstjórnar og bæjarstjóri ásamt mökum verði fulltrúar Akureyrarkaupstaðar á tenglamótinu í Lahti.
Erindi móttekið 12. maí 2015 frá Atvinnuþróunarfélagi Eyjafjarðar bs þar sem boðað er til aðalfundar félagsins sem haldinn verður miðvikudaginn 20. maí 2015 kl. 15:00 í Laugarborg í Eyjafjarðarsveit.
Bæjarráð felur formanni bæjarráðs að fara með umboð Akureyrarbæjar á fundinum.
Erindi dagsett 15. maí 2015 frá Pétri Þór Jónassyni stjórnarformanni Greiðrar leiðar ehf, þar sem boðað er til aðalfundar í einkahlutafélaginu Greiðri leið ehf föstudaginn 29. maí nk. kl. 11:00 að Hafnarstræti 91, Akureyri, 3. hæð.
Bæjarráð felur formanni bæjarráðs að fara með umboð Akureyrarbæjar á fundinum.
Erindi dagsett 30. apríl 2015 frá framkvæmdastjóra Málræktarsjóðs þar sem boðað er til aðalfundar sjóðsins föstudaginn 12. júní nk. kl. 15:30, fundurinn verður haldinn á Hótel Sögu í fundarsalnum Esju.
Bæjarráð felur Hólmkeli Hreinssyni að fara með umboð Akureyrarbæjar á aðalfundinum. Einnig tilnefnir bæjarráð Hólmkel í fulltrúaráð Málræktarsjóðs.
Lögð fram fundargerð 20. fundar hverfisráðs Grímseyjar dagsett 22. apríl 2015. Fundargerðina má finna á netslóðinni:
http://www.akureyri.is/is/stjornkerfid/hverfisnefndir/grimsey/fundargerdir
Bæjarráð vísar 1. lið til bæjarstjóra, 7. lið til Fasteigna Akureyrarbæjar, öðrum liðum fundargerðarinnar er vísað til framkvæmdadeildar.
Lögð fram 89. fundargerð hverfisráðs Hríseyjar dagsett 4. maí 2015. Fundargerðina má finna á netslóðinni: http://www.akureyri.is/is/stjornkerfid/hverfisnefndir/hrisey/fundargerdir
Bæjarráð vísar 1. lið til framkvæmdastjóra samfélags- og mannréttindardeildar og 2. lið til hagsýslustjóra.
Bæjarráð skorar á stjórnvöld að bæta fjarskiptin í Hrísey og Grímsey.
Lögð fram fundargerð 67. fundar hverfisnefndar Naustahverfis dagsett 5. maí 2015.
Fundargerðina má finna á netslóðinni: http://www.akureyri.is/is/stjornkerfid/hverfisnefndir/naustahverfi/fundargerdir
Bæjarráð vísar 3. og 4. lið til framkvæmdadeildar, 1. og 2. liður eru lagðir fram til kynningar í bæjarráði.
Lögð fram til kynningar áskorun dagsett 12. maí 2015 frá skólastjórum Naustaskóla, Hlíðarskóla, Lundarskóla, Glerárskóla, Brekkuskóla, Giljaskóla, Oddeyrarskóla, Síðuskóla og Hríseyjarskóla til bæjaryfirvalda um að beita sér í samningaviðræðum skólastjórafélags Íslands og samninganefndar Sambands íslenskra sveitarfélaga.
Lagt fram erindi dagsett 6. maí 2015 frá umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis þar sem óskað er umsagnar um skipulags- og mannvirkjamál á Reykjavíkurflugvelli, 361. mál, 2015.
Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 12. maí nk. á netfangið nefndasvid@althingi.is.
Þingskjalið er hægt að sækja á vef Alþingis: http://www.althingi.is/altext/144/s/0478.html
Bæjarráð vísar í umsögn bæjarstjóra dagsett 12. maí 2015 sem lögð var fyrir umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis.
Lagt fram til kynningar erindi dagsett 4. maí 2015 frá allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis þar sem óskað er umsagnar um frumvarp til laga um þjóðlendur og ákvörðun marka eignarlanda, þjóðlendna og afrétta, 703. mál, 2015.
Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 15. maí nk. á netfangið nefndasvid@althingi.is.
Þingskjalið er hægt að sækja á vef Alþingis: http://www.althingi.is/altext/144/s/1177.html
Lagt fram til kynningar erindi dagsett 7. maí 2015 frá efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis þar sem óskað er umsagnar um tillögu til þingsályktunar um undirbúning að gerð þjóðhagsáætlana til langs tíma, 355. mál, 2015.
Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 18. maí 2015 á netfangið nefndasvid@althingi.is.
Þingskjalið er hægt að sækja á vef Alþingis: http://www.althingi.is/altext/144/s/0456.html
Trúnaðarmál
Afgreiðsla bæjarráðs færð í trúnaðarmálabók bæjarráðs.