Velferðarráð - 1302
- Kl. 14:00 - 17:00
- Fundarsalur á 2. hæð í Glerárgötu 26
- Fundur nr. 1302
Nefndarmenn
- Róbert Freyr Jónssonvaraformaður
- Gunnfríður Elín Hreiðarsdóttir
- Lára Halldóra Eiríksdóttir
- Sigrún Elva Briemáheyrnarfulltrúi
- Sif Sigurðardóttir
Starfsmenn
- Karólína Gunnarsdóttirforstöðumaður þjónustudeildar fjölskyldusviðs
- Halldór Sigurður Guðmundssonframkvæmdastjóri ÖA
- Laufey Þórðardóttirsviðsstjóri búsetusviðs
- Kristín Birna Kristjánsdóttirfundarritari
Velferðarráð - upplýsingafundur með lögreglustjóranum á Norðurlandi eystra
Málsnúmer 2019060002Velferðarráð óskaði eftir því við lögreglustjórann á Norðurlandi eystra að hann kæmi á fund ráðsins til að upplýsa ráðið um stöðu mála á svæðinu hvað varðar neyslu fíkniefna og glæpa tengdum þeim.
Halla Bergþóra Björnsdóttir lögreglustjóri á Norðulandi eystra og Jóhannes Sigfússon aðstoðaryfirlögregluþjónn komu og kynntu störf lögreglunnar.Velferðarráð þakkar Höllu Bergþóru Björnsdóttur og Jóhannesi Sigfússyni kærlega fyrir góða kynningu á störfum lögreglunnar.
Áfangaheimili - undirbúningur
Málsnúmer 2019050635Brýnt er að leysa húsnæðismál ungs fólks sem er að koma úr meðferð. Hugmyndir að framkvæmd hafa verið í vinnslu sl. ár.
Anna Marit Níelsdóttir forstöðumaður félagsþjónustu og Anna Hildur Guðmundsdóttir áfengis- og vímuefnaráðgjafi sátu fundinn undir þessum lið.Velferðarráð felur Karólínu Gunnarsdóttur settum sviðsstjóra fjölskyldusviðs og Önnu Marit Níelsdóttur forstöðumanni félagsþjónustu að vinna málið áfram.
Velferðarráð - rekstraryfirlit 2019
Málsnúmer 2019030355Lögð fram til kynningar rekstaryfirlit búsetusviðs, fjölskyldusviðs og Öldrunarheimila Akureyrar.
Fjárhagserindi 2019 - áfrýjanir
Málsnúmer 2019050634Gyða Björk Ólafsdóttir félagsráðgjafi á fjölskyldusviði kynnti áfrýjun í fjárhagsaðstoð.
Anna Marit Níelsdóttir forstöðumaður félagsþjónustu sat fundinn undir þessum lið.Fjárhagserindi og afgreiðsla þeirra eru færð í trúnaðarbók velferðarráðs.
Starfsáætlun velferðaráðs 2020
Málsnúmer 2019050646Tekin til umræðu starfsáætlunargerð sviða ráðsins sem unnin er samhliða fjárhagsáætlunargerð.
Þróun náms og námsefnis um velferðartækni
Málsnúmer 2018010419Lögð fram samantektarskýrsla um þróun náms og námsleiðir í velferðartækni. Skýrslan er unnin í maí 2019 af Ingunni Helgu Bjarnadóttur verkefnastjóra hjá Símey og Halldóri S. Guðmundssyni framkvæmdastjóra ÖA.
Skýrslan greinir frá þróun náms í velferðartækni en ÖA hefur verið í samstarfi við fleiri aðila og hafði fengið styrk frá velferðarráðuneytinu að upphæð kr. 1,2 milljónir, til að fylgja eftir þessu verkefni. Því telst nú lokið og er námsleiðin nú viðurkennt námskeið í framhaldsfræðslu og þar með er hægt að bjóða upp á námið fyrir markhóp í framhaldsfræðslu með aðkomu fræðslusjóðs.Samskipti og lífsgæði - Memaxi samskiptalausn fyrir notendur í dagþjálfun og tímabundinni dvöl
Málsnúmer 2018010417Á síðustu mánuðum hafa Öldrunarheimili Akureyrar unnið að þróunarverkefni með Memaxi um notkun þess í dagþjálfun og annarri þjónustu notenda dagþjálfunar utan ÖA. Verkefnið er m.a. unnið á grundvelli styrks til þróunarverkefnis sem velferðarráðuneytið veitti ÖA.
Nú liggja fyrir áform um að innleiða markvisst og hefja almennari notkun á Memaxi og að gera vinnslusamning samhliða því. Af því tilefni mætti Ingunn Ingimarsdóttir framkvæmdastjóri Memaxi og Erla Björk Helgadóttir starfsmaður í dagþjálfun og kynntu nýjungar og helstu notkunarmöguleika Memaxi, sem verið hafa í þróun og geta nýst þjónustuþegum ÖA, fjölskyldum þeirra og einnig samstarfsaðilum og sviðum sem veita þjónustu til sömu notenda (sjá nánar um á www.memaxi.is og á upplýsingum sem dreift var á fundinum).Málefni í vinnslu og gögn frá SFV
Málsnúmer 2015040217Framkvæmdastjóri ÖA, Halldór S. Guðmundsson, reifaði stöðu samningaviðræðna milli SFV og Sjúkratrygginga Íslands um rammasamning. Jafnframt kynnti hann stöðu viðræðna milli ÖA og Sjúkratrygginga Íslands um sérsamning vegna þróunarverkefnis um dagþjálfun sem heilbrigðisráðuneytið fól SÍ að gera við ÖA.
Samfella í þjónustu við aldraða
Málsnúmer 2017100451Á grundvelli vinnu sem hófst í október 2016, hafa fulltrúar frá ÖA, HSN, SAk og búsetusviði, átt reglulega fundi til að vinna ábendingar og tillögur sem komu fram á vinnufundi starfsfólks þessara aðila sem haldinn var 4. maí 2018.
Auk ýmissa verkefna hefur verið unnið að undirbúningi málþings þar sem til umfjöllunar yrði þjónustan í heild sinni og markmiðið væri að miðla því hvaða þjónusta sé í boði á hinum ýmsu stöðum.
Nú liggja fyrir áform um málþing 10. október 2019, sem haldið yrði í Háskólanum á Akureyri, undir yfirskriftinni "Er gott að eldast á Norðurlandi/Akureyri?"